Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað varð um spillinguna?

Fyrir síðustu kosningar 2009,  var  spillingin aðalmálið og engin furða.   

Enda voru  þeir sem unnu kosningarnar persóngerðir sem “minnst spilltir” og  þeir sem töpuðu voru álitnir andstæðan.   Sjálf þekki ég  fólk sem gat aldrei talað um kommúnista án þess að skeyta blótsyrðum framan við, sem kaus Vinstri-græna vegna þess að þau voru minnst spillt.  Formaður  Samfylkingar var valinn og þvingaður til forystu á sömu forsendum. 

Helstu markmið stjórnarinnar voru yfir um og allt um kring að draga úr,  og helst uppræta þá spillingu, sem að sönnu var frumlagið og ein af meginorsökum hrunsins.

Ný stjórnarskrá skyldi vera hryggjarstykkið í þeirri vegferð, í samræmi við niðurstöðu þjóðfundar með þátttöku  alls konar Íslendinga sem valdir voru með slembiaðferð.

Hvernig er staðan núna?

Í vikunni kom út enn  ein skýrslan frá GRECO  (Group of States against Corruption), sem er nokkurs konar siðanefnd  á vegum European Council  og ferðast á milli aðildalanda tekur út stöðu  mála í stjórnsýslum og kemur með úrbætur.  Síðan kemur nefndin aftur að liðnum ákveðnum tíma og fylgir eftir árangri sem orðið hefur.  Ísland er aðildaland í GRECO

GRECO lagði m.a. til

·         Reglur um atvinnuþátttöku háttsettra embættis og ráðamanna eftir að opinberri þjónustu lýkur.

Dæmið sem þeir vísuðu til var tekið beint upp úr rannsókn minni á heilindavísindum fyrir Ísland 2012 og kynnt var í þessu bloggi"One striking example is that of a former Minister of Commerce and Industry (1995 - 1999) who became Governor of the Central Bank (2000-2002) and resigned before the expiry of his 5-year term in order to join an investment group. The investment group he joined was a major investor in one of the banks that was privatised in 2002 and then collapsed in 2008"

·         Siðareglur alþingismanna yrðu settar, bætt verði úr hagsmunaskráningu þannig að skuldaskráning umfram hefðbundin húsnæðislán yrðu tiltekin auk þess sem skuldastaða maka yrði skráningarskyld einnig.     Í rannsókn minni var bent á að engin eftirfylgni væri við þessa hagsmunaskráningu, og  trúverðuleiki hennar því stórlega dregin í efa.

 

·         Settur yrði þröskuldur á gjafir og risnu og skilgreint yrði hvað teldist hæfileg gjöf eða risna.

 

Dómskerfið  undir sérstakri smásjá:

GRECO  mælir með  að settir verði staðlar um faglega framkvæmd  sem birt yrði opinberlega með skýringum , athugasemdum og dæmum.  Dómarar fengju þjálfun í siðferði, heilindum og greiningu á hagsmunaárekstrum.    Það vanti t.d. alveg skilgreiningu á hagsmunaárekstrum.

Í minni rannsókn sem vísað var í hér fyrr, kom dómskerfið alveg sérlega illa út, einmitt vegna skorts á öllum hefðbundnum spillingarvörnum, sem lúta að gegnsæi á hagsmunaárekstrum, hagsmunaskráningu dómara, ráðningaferli dómara, og loks kom fram að engar siðareglur gilda í Hæstarétti.  GRECO lýsti þó ánægju yfir nýjar reglur um ráðningaferli dómara, sem gerir ráðherra erfiðara að ganga fram hjá faglegu mati nefndar.  Hins vegar var réttilega bent á að þorri dómara hefði verið ráðin til starfa þegar engar slíkar reglur giltu.

Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar eru “rauða flaggið” sem alltaf blaktir við hún í íslenskri stjórnsýslu.  Vanhæfni vegna hagsmunaárekstra er oft tekin sem persónuleg móðgun og vörnin felst í að grípa til “prinsippa” og “drengskapar” sem viðkomandi aðili á að vera haldin sem myndi aldrei hafa áhrif á faglega dómgreind.  Þegar hæstaréttardómari og varnarlögmaður sjást saman í bíó í miðjum réttarhöldum, er einmitt gripið til slíkra varna.

 Þegar “höfuðið” hagar sér svona, er ekki undarlegt að á einhverjum tímapunkti hafi   frægir feðgar hafi verið álitnir  ótengdir aðilar í bankabixinu.

Nýja stjórnarskrárfrumvarpið innihélt margar greinar sem hefðu styrkt spillingarvarnir Íslands, m.a. 50. greinin um hagsmunaskráningu alþingismanna og vanhæfi.

Enn sem komið er  hefur því litlu sem engu orðið áorkað í spillingarvörnum Íslands, ekki tókst einu sinni að setja siðareglur alþingismanna, sem þó höfðu verið “draftaðar”.

Það er því ekkert sem kemur í veg fyrir að Finns Ingólfssonar ferlið geti endurtekið sig .  Eða hvers vegna var barist af svo grimmilegri heift gegn nýju stjórnarskránni og sérstaklega þeim ákvæðum, sem kæmu í veg fyrir  endurtekningu á ógeðslegu spillingunni, sem keyrði hér allt í kaf? 

Einn samnefnari frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar er einmitt  einlæg fyrirlitning á spillingu.   Orðið spilling virðist hins vegar orðið hálfgert tabú hjá “stóru framboðunum” því ekki heyrist á hana minnst, þó hún sjáist og heyrist grasserandi á borði út um alla stjórnsýsluna.

Spúlum dekkið!  Lýðræðisvaktin er slangan!

Höfundur er í 5. sæti í Reykjavík-norður fyrir Lýðræðisvaktina. 

Logo300x52  LV 


Heilindastuðull fyrir Ísland 2012 - mat á vörnum gegn spillingu

Hvað:

Í byrjun sumars lauk ég við rannsóknarverkefni sem var lokaverkefni í námi við Háskólann í Toronto sem kallast á ensku „Investigative Forensic Accounting“ en gæti útlagst sem Réttar-rannsóknar endurskoðun.  Eftir töluverð heilabrot um efni verkefnisins, sem mig langaði fyrst og fremst til að tengja við Ísland, varð niðurstaðan sú að yfirfæra aðferð Global Integrity um mat á spillingarvörnum í löndum víðs vegar um heim yfir á Ísland.    

Auðvitað hefði verið meira "æsandi" að vaða beint í fjársvikarannsóknir, en allar upplýsingar á því sviði eru óaðgengilegar og bundnar trúnaði,  eðli mála samkvæmt  og hentuðu því ekki snarpri tveggja mánaða rannsóknarvinnu sem þetta verkefni krafðist.

Hvers vegna:

Eitt af því sem kitlað hefur montstuðul margra Íslendinga til margra ára er niðurstaða spillingarvísitölu (e: Corruption Perception Index)  sem Transparency International (TI) gefur út árlega.  Þannig hefur Ísland mælst á meðal topp tíu hreinustu og óspilltustu landa ár eftir ár, þó aðeins hafi skyggt á allra síðustu ár.    Aðrir,  ekki eins kitlgjarnir hafa furðað sig á þessari niðurstöðu og reynt að rýna í aðferðina og komist helst að þeirri niðurstöðu að skilgreining á mútum (e: bribery) er of þröng, hana þurfi að víkka út til að fanga þann veruleika sem jafngildir mútum og mútuþægni og hefur verið „fíllinn í stofunni“ í íslensku þjóðfélagi áratugum saman.  Hér er að sjálfsögðu átt við nápot hvers konar, frændsemi, vinarhygli, greiðasemi og meðvirkni ekki bara í opinberri stjórnsýslu heldur út um allt viðskiptaumhverfið.

Tilgangur verkefnisins var þess vegna að finna annars konar aðferð, sem væri gegnsæ og rekjanleg til að meta mælikvarða stjórnunar ( e:  governance indicators), sem myndi jafnframt fanga að einhverju leyti þá hugmyndir sem flestir hafa um  spillingu á Íslandi og lýsir sér einna best í samþjöppuðum ummælum fyrrverandi ritstjóra MBL um  „ógeðslega og prinsipplausa þjóðfélagið, sem einkenndist af hugsjónaleysi,  tækifærismennsku og valdabaráttu“ (Skýrsla RNA 8 bindi bls 179)

Spilling hefur skaðleg áhrif á samfélagslega ábyrgð og heilindi almennings og stofnana.  Til þess að draga úr spilltri hegðun er nauðsynlegt að greina uppruna spillingarinnar.  Reglulegt mat á „heilindastuðlum“  (e: integrity indicators) nýtist til samanburðar og sem mælistika á umbótum í stjórnsýslu.

Hvernig:

Aðferð Global Integrity (white paper) byggist á þeirri staðreynd að erfitt, ef ekki ómögulegt sé að mæla spillingu og mútur.  Í staðinn snýst aðferðin um að nálgast spillingu „aftan frá“ þ.e. að leggja mat á atriði sem eru til þess fallin að draga úr spillingu;  aðgang að stjórnsýslu og möguleika borgara til að fylgjast með og stuðla að bættri stjórnun.  Lagt er mat á tilvist og árangur spillingavarnakerfis hins opinbera í gegnum 325 vísa, sem hannaðir hafa verið af Global Integrity.  Gegnsæi  stjórnunarákvarðana og framkvæmda innan stjórnkerfisins eru metin, frelsi fjölmiðla, hagsmunaskráningar, hagsmunaárekstrar og fjármál stjórnmálaflokka eru einnig skoðuð. 

Einkunnaspjaldið tekur annars vegar mið af lagaumhverfi „de jure“ og hins vegar innleiðingu og framkvæmdar „de facto“  hlutann og greinir styrk og veikleika spillingavarnakerfisins og getur þannig þjónað sem leiðarvísir til mögulegra úrbóta.  Hluti skýrslunnar er einnig  10- 15 ára tímalína, liðinna atburða sem hafa sett merkjanleg spor í spillingarsöguna. 

Ég setti upp nokkra hatta og tók að mér hlutverk rannsóknateymis og aðal rannsakanda sem dregur niðurstöður saman og gefur einkunn við hverja vísbendingu, sem annað hvort er já/nei eða númeraskali frá 0-100.  Til þess að draga úr hlutdrægni og auka jafnvægi í einkunnagjöf byggir aðferðin á „blindu jafningjarýni“ (e: double-blind peer review) og er hugsuð sem eins konar gæðastjórnun þar sem rýnarar þekkja ekki til rannsakanda eða öfugt.  Athugasemdir rýnara eru skráðar niður og í sumum tilfellum tekið fullt tillit til athugasemda og einkunnagjöf breytt.   Val á jafningjarýnurum var framkvæmd af „mentor“ verkefnisins,  lektor í stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Hvenær:

Skoðunartímabil nær frá  janúar 2011 – maí 2012, með fáeinum undantekningum ef atburður eða framkvæmd sem metin var hafði ekki átt sér stað s.l. 18 mánuði.  Dæmi; Ýmsir kosningavísar eru byggðir á síðustu Alþingiskosningum 2009 og ef einkunn byggist á tölfræði sem birtist í nýjustu opinberum skýrslum  sem fáanlegar voru. 

 Heilinda-einkunn Ísland 2012 – helstu niðurstöður

Heilindastuðull Íslands er 71 sem flokkast í meðallagi, en lagaramminn fær góða einkunn, 80  en innleiðing og framkvæmd fær mjög lélega einkunn 59. (sjá mynd) 

Það þarf ekki að koma neinum að óvörum að við blasa fjölmargar áskoranir til bættra spillingavarna á Íslandi.  Niðurstöður sýna að þrátt fyrir að tiltölulega góður lagarammi sé til staðar, er innleiðing og framkvæmd  ábótavant, sem rýrir tilgang og markmið laganna. 

 

  • Eftir áþreifanlega og forkastanlega atburði varðandi fjármál og fjárstuðning til stjórnmálaflokka og einstaka frambjóðenda hafa ný lög ekki náð að auka traust almennings gagnvart þessum marktæka spillingavísi.  
  • Hvorki flokkar né frambjóðendur virða tímamörk sem gefin eru til að skila fjárhagsskýrslum til Ríkisendurskoðanda. 
  • Hagsmunaskráning alþingismanna sem birt er á heimasíðu Alþingis er óáreiðanleg þar sem hún er  hvorki endurskoðuð né yfirfarin.
  • Reglur um hagsmunaárekstra eru almennt mjög takmarkaðar og veikar og gera ráð fyrir að einstaklingar meti sjálfir eigið hæfi og sjálfstæði, og ákveði hvort minniháttar hagsmunir geti haft áhrif á dómgreind, ákvörðun eða fagmennsku.
  • Dómskerfið er sérstaklega veikt, þar sem skortir allar varnir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.
  • Hagsmunaskráning opinberra starfsmanna fyrirfinnst yfirleitt ekki.
  • Engar reglur gilda um atvinnuþátttöku opinberra starfsmanna á frjálsa markaðnum.  Þetta  er sérlega alvarlegt í ljósi sögunnar, þar sem stjórnmálamenn hafa auðgast gífurlega við það að yfirgefa þing eða seðlabankastjórastöðu, jafnvel áður en ráðningatíma lýkur, til að taka þátt í einkavæðingu banka eða kaupa fyrrum opinber fyrirtæki eða þjónustu.
  • Einkavæðing banka og opinberra fyrirtækja í upphafi aldar, var hjúpuð ásökunum um pólitíska spillingu og einkavinahygli og þrátt fyrir að undirbúningur sé hafinn á  „töku tvö“ í einkavæðingu hafa mistök í upphaflegri einkavæðingu, ekki verið gerð upp, eða lög og reglur settar um einkavæðingu ríkiseigna.    

 

Þrátt fyrir þessa veikleika standa ýmsar stoðir þjóðfélagsins sterkum fótum. 

 

  • Fullt frelsi fjölmiðla til að greina frá spillingamálum ríkir, þó að stjórnmála- og eigendatengsl varpi skugga á trúverðugleika, sem birtist einna helst í fréttamati og hlutdrægri umfjöllun um atburði sem varða almanna hagsmuni.  
  • Embætti umboðsmanns, skattayfirvalda og ríkisendurskoðunar er metin fagleg og sjálfstæð, en eftirlitsstofnanir skortir ábyrgð og áreiðanleika til að tryggja  að öryggi almennings sé borgið, eins og lýsir sér í nokkrum áþreifanlegum dæmum. (saltmálið – brjóstapúðar – sorpbrennslumengun).
  • Varnir fyrir uppljóstrara skortir algjörlega og ekkert kerfi er til staðar sem hvetur til upplýsinga um spillingu.
  • Lagarammi um varnir gegn spillingu eru fyrir hendi, en enginn óháð stofnun eða aðili er til staðar til að tryggja framkvæmd og innleiðingu. 

 

 heilindastudull_1171640.png

(smellið á mynd til að stækka)

Ég er tiltölulega „ánægð“ 

Þrátt fyrir að slök útkoma Íslands á framkvæmdarhlið spillingavarna valdi vonbrigðum, var ég „tiltölulega ánægð“  með að aðferð Global Integrity virðist ná að fanga betur ástand sem stemmir betur við raunveruleikann en margir aðrir spillingamælikvarðar.  Worldwide Governance Indicators sem Alþjóðabankinn gefur út, mælir Ísland hátt í helstu flokkum, nema helst í gæði regluverka.  Eins og með flesta stjórnunarvísa sem gefnir eru út af alþjóðlegum stofnunum, skortir gegnsæi og rekjanleika og því ekki hægt að meta hvað liggur að baki einkunnagjöf. 

wgi.png

Source:  Worldwide Governance Indicators, World Bank Institute

 -----------------------------------

Hef hug á að birta frekari útdrætti og niðurstöður úr hverjum hinna sex kafla fyrir sig, þar sem nánar verða skilgreindir þeir atburðir eða tilvik sem að mati höfundar hafði áhrif á einkunnagjöf.

Áhugasamir um þessa aðferð  er bent á að skoða heimasíðu Global Integrity, þar sem hægt er að skoða sams konar einkunnagjöf fyrir rúmlega 30 lönd.

Heilindavísar, einkunnagjöf og athugasemdir ná yfir 100 blaðsíður.  Vinsamlega hafið samband við undirritaða ef alvöru áhugi er á að rýna í niðurstöður. Netfang jenny.stefania@shaw.ca

 

 


Hví eru andleg ígulker Íslands, svo hógvær og þögul á ögurstundu.

Hef mikið velt því fyrir mér í öllu skruminu, skjallinu og bölinu sem flætt hefur yfir íslenska þjóð s.l. 14 mánuði, hvar hin sönnu andans ígulker landsins dvelja, hvað þau hugsa, hvað þeim finnst, og hvernig þau sjá framtíðina, sérstaklega núna í morgunsár hrunsins mikla. 

Ekki fæ ég séð að þau sitji með garnagaul á Alþingi. 

Sea_urchin_testsAndleg ígulker ótal skólabóka, voru að mati Stephans G Stephanssonar skálds, hámenntaðir lærdómshrókar.  Hann bar ljúfsára virðingu fyrir menntamönnum, því hugur hans stefndi alltaf til náms, en aðstæður og kjör leyfðu ekki slíkan munað.  Hann áttaði sig þó sem betur fer á því, að menntun væri  einskis nýt, ef ekki fylgdi sjálfsprottið afl og önd, með hvassan skilning, haga hönd, og síðast en ekki síst hjartað sanna og góða. Gæfa Stephans G var að vera gæddur öllu þrennu.  Hann hefur trúlega sæst prýðilega við stöðu sína, þegar hann áttaði sig á því að hann stóð lærdómshrókum fyllilega jafnfætis, sérstaklega ef þá skorti hans eiginleika.  

Í kvöld fann ég 4ja ára grein sem birtist í Lesbók MBL 3. desember 2005 eftir Matthías Johannessen og bar yfirskriftina.

 

"Sá sem selur virðingu sína er fátækari en fátækasti öreigi landsins"  hlekkur hér

Prenta venjulega aldrei út greinar af virðingu fyrir trjánum, nema þær séu sérstaklega áhugaverðar.  Ég hafði undirskrifað nokkur atriði í greininni sem ég læt fylgja hér:

"Nú búa tvær þjóðir í landinu og er sambúðin heldur úfin, ef dæma má af deilum, karpi og rifrildi, já illvígum mannskemmdum sem blasa hvarvetna við í fjölmiðlum; annars vegar estetískt ræktað fólk með rætur í arfleifðinni og á ég þá ekki endilega við menntamenn, heldur þessa ræktuðu alþýðu sem hefur alltaf sett heldur mennskan og sérstæðan svip á þjóðlífið, en slíkt fólk er hvorki á dagskrá hér á landi né annars staðar, plássinu er frekar eytt á hvers kyns andlistamenn samkvæmt skilgreiningum McLuhans, kjaftfora pólitíska fúskara og fallkandídata, sérfræðinga í mannskemmdum, poppara og sjónvarpsstjörnur; og svo hins vegar þessa nýríku oflátunga sem fljóta eins og hroði ofan á glóheitu gullinu.

Og svífast einskis.

Að þessu leyti hættir Ísland að vera sá mikrókosmos af heiminum sem það að öðru leyti er talið vera. Nesjamennskan og náungahatrið hefur alltaf verið okkur heldur erfiður ljár í þúfu. Og gert okkur hallærislegri en ástæða væri til.

Sumt menntafólk er forstokkaðir andlistaunnendur og arfleifðarandúð þeirra nánast eins og hver önnur fötlun. Þeir eru engu betri en rímnagutlararnir sem töldu á sínum tíma að allt væri leyfilegt,"

Eftir lestur og upprifjun á þessari grein, helltist yfir tregi og söknuður.  Ég velti því fyrir mér hversu öflugt sameinað "afl og önd" í bland við hvassan skilning og gott hjartalag, væri ef hin einu sönnu andlegu ígulker Íslands, flytu upp á yfirborðið og hrifsuðu Ísland upp úr hyldýpinu með sér.


Siðareglur alþingismanna, hvað dvelur?

Langflestar starfsgreinar hafa svokallað "code of ethics" 

Fyrir réttu ári birtist frétt á eyjunni og í fréttblaðinu um : "Siðareglur fyrir þingmenn, sem hafa verið í smíðum allt frá síðasta kjörtímabili, verði að líkast til samþykktar fyrir næstu kosningar." haft eftir Arnbjörgu.

Ríkisstjórn Jóhönnu hafði einnig áform uppi um slíkar siðareglur.  Ekkert hefur enn birst á blaði né prenti.

Hvaða aumingjaskapur er það að innleiða ekki slíkar reglur strax.  code-of-ethics-2

Forseti Alþingis gæti gegnt hlutverki siðameistara, sem skæri úr vafasömum málum, sem þingmönnum ber að leggja fyrir, leiki einhver grunur um að "boð stórfyrirtækis eða banka" til valins þingmanns brjóti í bága við slíkar reglur.

Það er hægt að afrita og líma prýðilegar siðareglur þjóðþinga víða um heim.  Ætti ekki að taka nema 10 mínútur. 

Þess í stað eru haldin námskeið fyrir verðandi alþingismenn í orðskrípinu "háttvirtur og hæstvirtur".

Slíkar siðareglur myndu skera úr um í eitt skipti fyrir öll, hvort brot hafi átt sér stað, svo aumingjagóð og skilningsrík þjóðin þurfi ekki að velta sér upp úr rauðvínsdrykkju og lýgi.

Hér er eitt dæmi:

CODE OF ETHICS FOR GOVERNMENT SERVICE 

Any person in Government service should: 

1. Put loyalty to the highest moral principals and to country above loyalty to Government persons, party, or department.

2. Uphold the Constitution, laws, and legal regulations of the United States and of all governments therein and never be a party to their evasion.

3. Give a full day's labor for a full day's pay; giving to the performance of his duties his earnest effort and best thought.

4. Seek to find and employ more efficient and economical ways of getting tasks accomplished.

5. Never discriminate unfairly by the dispensing of special favors or privileges to anyone, whether for remuneration or not; and never accept for himself or his family, favors or benefits under circumstances which might be construed by reasonable persons as influencing the performance of his governmental duties.

6. Make no private promises of any kind binding upon the duties of office, since a Government employee has no private word which can be binding on public duty.

7. Engage in no business with the Government, either directly or indirectly which is inconsistent with the conscientious performance of his governmental duties.

8. Never use any information coming to him confidentially in the performance of governmental duties as a means for making private profit.

9. Expose corruption wherever discovered.

10. Uphold these principles, ever conscious that public office is a public trust.

[Source: U.S. House of Representatives Ethics Committee]


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband