Dómsdags yfirskrift er þetta á viðskiptaþingi!

Að sjálfsögðu er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf!

Með virðingu, trúnað og heilindi að leiðarljósi, er framtíðin björt.

Viðskipti snúast um að báðir aðilar hagnist, ekki bara einn.

Samkeppnisyfirburðir snúast um raunverulega yfirburði, ekki yfirburði með svikum og prettum.

Viðskipti snúast um ábyrgð í víðu samhengi.

Þannig færi vel á því að allir aðilar, hugsi rétt sem snöggvast  áður en taumlaus græðgi og óbilandi sjálfstraust nær völdum:  "Hvað myndi gerast ef allir breyttu eins og ég?"

Það tók nógu marga til að falla í taumleysið, með þeim afleiðingum að heilt efnahagskerfi hrundi!

Þeirri staðreynd má aldrei gleyma.


mbl.is Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.2.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú kannt þinn Kant, Jenný Stef.

Páll Vilhjálmsson, 14.2.2010 kl. 22:30

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já Páll sæll, ekki amarlegt að eiga slíkan leiðtoga  í lífsins ólgu viðskiptum

.... og mættu fleiri taka heimspeki Immanúels Kant um siðferði  til fyrirmyndar.


Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.2.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband