Frískleg nýbreytni að endurskoðandi afhjúpar fjársvik.

Árangur endurskoðenda almennt í að uppgötva fjársvik (fraud) hvers konar hefur vægast sagt verið slakur.

Ein skýringin sem Lee Seidler gefur á þessu  er að enduskoðendur gefi sér þær forsendur að aðskilnaður verkferla sé mikilvægasti forvarnarþátturinn, því almennt hópi fólk sig ekki saman til að stunda fjársvik, alla vega ekki til lengri tíma.  Þetta sé einfaldlega rangt, og nefnir dæmi um margmilljóna tryggingasvik, þar sem 20 einstaklingar tóku sig saman og gáfu út falskar líftryggingar með fölskum einstaklingum sem þeir svo "drápu" og hirtu tryggingarféð.

Væntingar almennings og réttarkerfisins eru á þá leið að endurskoðendur eigi og skuli einmitt vera sá aðili sem uppgötvar fjársvik.  Þess vegna hefur verið bætt inn staðli í alþjóðlegri endurskoðun, með beinlínis það að markmiði að brúa þessa væntingargjá.

Endurskoðendur mega ekki taka heilindi og heiðarleika stjórnenda fyrirtækja sem gefna stærð.  Hana þarf að prófa og prófa síðan aftur.

 

Hér er því um frísklega nýbreytni að ræða hjá Ríkisendurskoðun, sem kannski á sér líka skýringar í "sjálfstæði" stofnunarinnar.

 

 


mbl.is Stendur við útreikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitthvað óvenjulegt er með þennan hraðbrautarskóla. Þannig var greiddur út arður hérna um árið eins og um gróðafyrirtæki var að ræða, síðan komu í ljós himinhá lán til stjóranda skólans og guð má vita hvað kemur næst. Er von að Ríkisendurskoðun sé með puttana á þessari starfsemi?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.10.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband