Varnir fyrir uppljóstrara!

Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir GRECO um að setja í lög varnir fyrir uppljóstrara gegn neikvæðum afleiðingum vegna upplýsingagjafar um spillingu eða ámælisverð vinnubrögð, hefur Alþingi skussast til að ganga í málið.

Frumvarp um nýja stjórnaskrá kemur inn á þessa vernd í 16. grein um frelsi fjölmiðla og vernd gv. uppljóstrurum.

Í skýrslu frá GRECO í mars 2009 segir:

"The protection of whistleblowers is an international requirement, for instance under the United Nations Convntion against Corruption (2003) and the Council of Europe Civil Law Convention on Corruption (1999), which are both “hard law” instruments."

Í skýrslunni eru talin upp þau lönd sem höfðu verið beðin að setja upp varnir fyrir uppljóstrara:

Iceland
Yes: General Circular issued by he Ministry of Finance in February 2006 states that public officials who give information in good faith on corruption offences, or other unlawful or improper activities, will not suffer in any way for doing so

Sem sagt vísað er í þetta dreifibréf frá Fjármálaráðuneytinu en þar stendur m.a.

8.  Ríkisstarfsmaður sem verður var við spillingu, ólögmæta eða ótilhlýðilega háttsemi, skal koma upplýsingum um slíka háttsemi til réttra aðila. Til réttra aðila geta m.a. talist stjórnendur stofnunar, hlutaðeigandi fagráðuneyti og eftir atvikum Ríkisendurskoðun eða lögregla. Ríkisstarfsmaður sem í góðri trú greinir á réttmætan hátt frá upplýsingum samkvæmt þessum lið, skal á engan hátt gjalda þess.

 

Samt eru fyrstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar að "vísa lekanum" til lögreglu!

Þó að öll kurl séu ekki komin til grafar, og "hverja var verið að verja"  með þessari endalausu töf, þá valda þessi viðbrögð ómældum vonbrigðum, hjá stofnun sem notið hefur talsverðar virðingar hingað til, m.a. vegna sjálfstæðis og staðfestu í vinnubrögðum.

Góð viðbrögð hjá Alþingi væru t.d. að lögfesta varnir fyrir uppljóstrara.


mbl.is Leka vísað til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband