Druslulegir fjárfestingasamningar við alþjóðleg fyrirtæki.

Lélegir sölu- og samningamenn, byrja  á að girða niður um sig í upphafi samnings, standa svo með engin tromp á hendi, þegar samningar hefjast.

Þannig gæti t.d. lokahnykkurinn hafa verið í samningaferlinu;  að þrátt fyrir að skattareglur breyttust varðandi þunna fjármögnun, og takmörkun skattafrádráttar vegna vaxta, þá kæmi það ekki við kaunin á þessum stórfyrirtækjum, því almannaþjónar almannahagsmuna á Íslandi sömdu út fyrir gröf og dauða. 

Gerðu ráðamenn Íslands  sér fulla grein fyrir því að, þeir væru að fría þessi fyrirtæki frá samfélagskostnaði á Íslandi? 

Myndu þeir gera svona samninga aftur? og aftur?  eins og Valgerður Sverris fullyrðir að hún myndi gera  varðandi Kárahnjúka, þrátt fyrir að Lögurinn hafi drepist.

Enduskoðendafyrirtæki gera út á að finna allskonar   "[important] tax planning tools for effectively lowering taxable income by increasing expenses in a particular tax jurisdiction". 

Þeir gefa út hundruðir blaðsíðna skýrslna á hverju ári þar sem samanburður á skattareglum milli landa er skýrgreindur.  Hér er t.d. ein frá PWC með yfirlit yfir skattalega stöðu á "transfer pricing" í fjölmörgum löndum heims.  Ísland kemur fyrir á bls. 450

Engin lög gilda um milliverðlagningu (e: transfer pricing)  tengdra fyrirtækja og alls engar reglur um þunna eiginfjármögnun  (e: thin capitalisation).  Sönnunarbyrðin hvílir á skattyfirvöldum, sem er íþyngjandi í samanburði við önnur lönd.  

Þess vegna virkar Ísland eins og skattaparadís fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki, sem geta þynnt eigið fé fyrirtækjanna hér á landi, niður í ekki neitt, með hárri skuldsetningu, og   "láta" þau greiða háa vexti á USD lán 8-9% sem er langt umfram það sem lánamarkaður í heiminum keyrir á um þessar mundir. Vextirnir mynda síðan tekjur hjá móður eða systur í skúffu í annarri skattaparadís. 

Sem dæmi og til samanburðar þá eru reglur um hámarkshlutfall lánsfjár á móti eiginfé í Danmörku  4:1, í Equador 3:1 og Kanada 2:1  sem þýðir að ef fjármögnun frá tengdum aðila er hærri, er vaxtakostnaður af umframfjárhæð ófrádráttarbær frá tekjuskattstofni.  Hjá Norðurál ehf er þetta hlutfall yfir 40, enda engar reglur í gildi eins og áður segir.

Auk þess, eru takmörk fyrir því hversu illa móður- og systrafélög geta svínað á tengdu félagi í formi kostnaðar, ráðgjafakostnaðar, vaxta og fleira, því "transfer pricing" skattadeildir í þessum löndum gera athugasemdir og leiðréttingar ef kostnaður er hærri en almennt gerist á markaði óskyldra fyrirtækja.

Í þessu sambandi virðast því  samningamenn Íslands hafa gengið fram eins og hverjar aðrar lufsur og hvorki gætt almannahagsmuna, náttúruverndar eða hagsmuna framtíðakynslóða Íslands.

Það er ekki mikil reisn yfir þessari sögu, sem varla hefur verið sögð öll enn.   

Vegna breyttra forsenda á að ganga til nýrra samninga við þessi félög, sem mala gull og menga þannig að náttúruspjöll eru óafturkræf. 

 


mbl.is Ekki greitt krónu í tekjuskatt í 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvöfaldur glæpur - þeir eru útlendingar og þeir græða - hvoru tveggja óásættanlegt fyrir fólk sem læst er inn í nafnkrónulandi.

Útgerðamennirnir gera í raun það sama þegar þeir fá lán frá útlöndum frá tögarasmiðjum. Ekki víst að þeir stofni hlutafélög erlendis eins og Samherji, en ég sé ekki að íslensk fyrirtæki geti ekki haft sama háttin á

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 23:30

2 Smámynd: drilli

þetta er hrollvekjandi lesning, en hvaða brögð nota íslensku sjávarútvegsrisarnir ? Alltaf á hausnum, skuldsettir upp fyrir tálkn. En hafa það þó rúmlega bærilegt með svipuðum bókhaldsbrellum.

drilli, 20.3.2013 kl. 23:57

3 identicon

Sæl.

Annars gleymist auðvitað að þessi fyrirtæki skilja mikinn pening eftir hérlendis. Veistu hve mikinn? Starfsmenn þeirra greiða tekjuskatt, fyrirtækin kaupa vöru og þjónustu af öðrum fyrirtækjum og greiða virðisaukaskatt af. Svo kaupa þessi fyrirtæki raforku af Landsvirkjun. Hið opinbera fær meira en nóg í sinn hlut vegna þessara fyrirtækja, við skulum ekki líta framhjá því eins og kommarnir á RÚV.

Þessi fyriræki moka líka gjaldeyri inn í landið og hann er m.a. notað til að kaupa tölvuna sem þú notar. Við þurfum fleiri svona fyrirtæki og mun lægri skatta á bæði fyrirtæki og einstaklinga, þá myndi atvinnuleysið hverfa hratt.

Það er nákvæmlega ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag - nema helst það að öll fyrirtæki þyrftu að fá að njóta þess.

Sorglega fáir vita að með því að lækka skattprósentuna aukast tekjur af skattstofnum.

Þú ættir því að chilla aðeins á ásökunum um að samningamenn Íslands hafi gengið fram eins og lufsur, þessi fyrirtæki væru án efa ekki hérna ef þau væru skattlögð eins og þú vildir. Ertu búin að gleyma þróun bensínskattsins? Fólk og fyrirtæki flýja alltaf opinbera rányrkju og það geta vinstri menn bara ekki skilið.

Heimurinn er búinn að prófa hugmyndafræði vinstri manna og sú hugmyndafræði virkar ekki heldur leiðir hörmungar yfir fólk og þjóðir. Heldur þú t.d. að uppgangur Kína og Indlands sé tilviljun? Vinstri menn átta sig ekki á því hrópandi ósamræmi sem er á milli veruleikans og eigin hugmyndafræði. Hvernig væri að læra af sögunni?

Hvers vegna heldur þú að "skattaparadísir" verði til? Eru þær líka einhverjum "lufsum" að kenna/þakka?

Helgi (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 05:34

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Guðmundur, aka Lobbi?

Í mínum fjölmenningshuga hefur þetta lítið að gera með útlendinga svo sem. (Hugo excluded) Þó, verðum við eins og öll alvöru lönd, að stunda harða hagsmunagæslu fyrir íbúa okkar lands og velferð þeirra. Það gera hinir líka, engin skömm af því.

Dæmi: Ross Beaty fannst ómögulegt til þess að vita að pottöskunáma í Saskatchewan félli í hendur á útlendingum á sama tíma og hann skreytti alla sína glugga með súluritum af óbeisluðum megawöttin á Reykjanesskaganum.

Gróðinn er bara fínn, ef báðir njóta (samfélagið og andlagið) :) Skortur á reglum, sem alvöru þjóðfélög setja (Kanada ofl) til þess að tryggja að tekjuskattgreiðslur berist án útúrsnúninga, hvort sem fyrirtækið er innlent eða útlent er forsenda fyrir því að við fáum skammlausa heilbrigðisþjónustu t.d.

Hér hefur Kastljós flett upp sviðsmynd, sem fáir vissu hvernig virkaði í raun. Er hún geðsleg svona í alþjóðlegum samanburði? Nei, nei og aftur nei.

Sendu mér meil, þegar ég má panta gáminn fyrir kanadísku dollarana!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2013 kl. 05:44

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Helgi,

Það er alvarleg tilhneiging fyrirtækjarekenda, að telja sig geta þanist út á "hausveginn" eftir því sem núllunum fjölgar í ársreikningi. Milljón-milljarður-billjón lýtur í flestum tilfellum sömu prinsippum í öllum rekstri, óþarfi að "panta snekkju" þó að nokkur núll bætist við.

Hrædd um að gæti smá misskilnings ef þú et að reyna að draga upp einhverja sérstöðu í þágu almenningshagsmuna sem alþjóðleg fyrirtæki hafa vs önnur. Öll fyrirtæki með starfsmenn á Íslandi skila tekjuskatti, öll stunda þau viðskipti sín á milli með vörum og þjónustu.

Segðu mér annars eitt; ef að þú eða þínir þyrftu að leggjast inná spítala vegna skyndilegrar óværu, og rannsóknartækið væri bilað; verðuru þá fúll út í þá sem áttu ekki pening til að laga tækið (ríkið) eða þá sem komu sér undan því að greiða peninga til ríkisins, eða þá sem sköpuðu jarðveginn fyrir skattfrelsið með því að hugsa ekki út fyrir kjörtímabilið sitt og gæta ekki hagsmuna almennings.

Ef þú gefur upp fullt nafn, nenni ég kannski að eiga samræður um aðra hluti sem þú nefnir, en ég fullvissa þig að ég ásamt flestum landsmönnum erum í fullu námi alla daga að "læra af sögunni".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2013 kl. 06:25

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Afstæði þess hverjir greiða mest og hverjir greiða minnst. Hættulegasta mikilmennskubrjálæðið sem grípur stórfyrirtæki sem velta stórum tölum er þegar þeir telja sig eiga að greiða lægri hlutfall en hinir af því að "krónutalan" er svo há. Mjög margir detta í þennan fúla pytt og stofna jafnvel góðgerðarsamtök um hlutafjáreign sína, til að fría allar tekjur frá skattgreiðslum, að gefnu því að þeir veiti broti af hagnaði til góðgerðamála eins og þeim hentar.

Frífarþegar í þjóðfélaginu og eiga að fara aftast í röðina.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2013 kl. 06:34

7 identicon

Sæl.

Þú sleppir því alveg að svara því sem ég nefni að ofan og skýlir þér svo bakið við það að ég gefi ekki upp fullt nafn. Voðalega málefnalegt hjá þér.

Vandinn við hugsunarhátt vinstri manna er þeir telja sig hafa rétt til að sólunda annarra manna fé. Hið opinbera á ekki krónu af annarra manna fé. Skattlagning hins opinbera er ekki sjálfsagður hlutur en það hefur þú auðvitað aldrei hugleitt.

Ég er ekki að reyna að draga upp einhverja sérstöðu í þágu almenningshagsmuna sem alþjóðleg fyrirtæki hafa vs önnur. Hér leggur þú mér orði í munn, voðalega málefnalegt.

Samfélagið fær mikið fé frá þessum fyrirtækjum. Veistu hve mikið? Á enn að taka meira af þeim? Svo virðist nú sem Kastljós hafi ekki farið rétt með staðreyndir þannig að sennilega hefur þú verið heldur fljót á þér að hella úr skálum reiði þinnar.

Já, ég myndi kenna ríkinu um vegna þess að ríkið hefur úr takmörkuðum fjármunum að spila og forgangsraða verður, það er ekki hægt að kenna einkafyrirtækjum um fjárþurrð hins opinbera enda á sér mikil sóun stað í opinbera geiranum. Kannast þú við Wagner lögmálið?

Hvenær er fyrirtæki búið að greiða nógu mikla skatta? Hvaða skattprósenta á fyrirtæki er sanngjörn? 20%, 30%, 40%, 50%, 60% eða meira en það eða minna en það?

Sögulærdómurinn hjá þér gengur frekar illa.

Helgi (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 07:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Í einu orði sagt, stórkostleg Jenný, takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2013 kl. 08:32

9 identicon

Þetta er mjög góð grein. Verst þegar menn eins og Helgi virðast ekki átta sig á því að hér ritar manneskja sem er menntuð í "forensic accounting", eða því að koma auga á bókhaldsbrellur fyrirtækja og við ættum að hlusta á. Helgi er sjálfur svo vel menntaður og vel inní málum að hann afgreiðir allt sem hann getur ekki sætt sig við sem vinstri áróður og kommatal, sem gerir hann sjálfan þá að hverju?

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 10:27

10 identicon

Æi, Helgi. Kommarnir á RÚV? Hugmyndafræði vinstrimanna leiðir bara af sér hörmungar? Það hefur nú eitthvað meira en sögulærdómur farið forgörðum hjá þér.

Gummi (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 11:16

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gallinn við Íslenska samningamenn s.s. ráðherrar. Þeir tefla alltaf sjálfum sér. Forstjórar fyrir tækja fara líka alltaf sjálfir í stað að senda peðin og stjórna þeim. Láta þá koma og fara á milli þá er alltaf hægt að hafa yfirsýn yfir samningum í stað að fara í kokkteil boð þar sem allt annað er á nótunum s.s. loforð undir borðið og þessháttar.

Valdimar Samúelsson, 21.3.2013 kl. 13:25

12 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er afar sorglegt saga hvernig menn, kosið af fólki fara á eigin spýtur að semja eitthvað sem gagnast engum nema þeim sjálfum. Þetta endurtekur sig aftur og aftur og eftir nýjustu könnunum um fylgi stjórnmálaflokka mun það endurtaka sig einu sinni enn.

Úrsúla Jünemann, 21.3.2013 kl. 22:31

13 identicon

@HB: Hvað kemur menntun hinnar ágætu Jennýar því við sem ég segi? Ég veg hvergi að henni, einungis hennar málflutningi sem mér finnst sorglegur. Ég er hvergi að gera að því að skóna að hin ágæta Jenný sé illa að sér í sínu fagi. Hér er heldur ekki um neinar bókhaldsbrellur að ræða heldur verið að nýta heimildir sem til staðar eru. Ef menn vilja banna svona, gott og vel, en þá verða menn líka að átta sig á því hverjar afleiðingarnar af því verða. Þú veist heldur ekkert um mína menntun heldur kýst að vega að mér í stað þess að reyna að svara mér efnislega. Reyndu að svara mér efnislega? Ertu kannski vanari því að fara í manninn frekar en boltann?

@Gummi: Hefur hugmyndafræði vinstri manna ekki leitt af sér hörmungar? Hvernig fór hugmyndafræði vinstri manna með A-Evrópu seinni helming 20. aldar? Svaraðu mér efnislega í stað þess að vera með einhver hnútuköst í minn garð. Er málefnaleg umræða ekki skemmtilegri en skítkast?

Svo skulum við nú hafa í huga að allt bendir til þess að Kastljós hafi ekki farið rétt með staðreyndir þannig að allur ykkar málflutningur verður frekar furðulegur.

@ÚJ: Þessi fyrirtæki gagnast allri þjóðinni. Hvaðan heldur þú t.d. að gjaldeyrir okkar komi? Tínum við hann af trjánum? Hvernig högnuðust samningamenn Íslands persónulega á þessum samningum? 

Helgi (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband