Forherðing í fyrirtækjarekstri!

Á meðan við vorum að vinna að yfirlýstu markmiði um að verða "fjármálamiðstöð Evrópu" með dyggum stuðningi fyrirmanna, forseta og forsætisráðherra var orðsporið mikils metið, gott ef ekki tókst að klína það inn á "óáþreifanlega" eign í efnahagsreikningi, sem hægt var að veðsetja og slá lán út á.

Hvataferðir út um allar trissur fyrir alla flóruna,  stanslaust stuð  í alls konar þema, með ljósmyndara frá Séð og heyrt og Hverjir voru hvar til að tryggja að allir vissu í hvaða lukkupotti starfsmenn fyrirtækjanna syntu í frá morgni til kvölds og langt fram á nótt.

Þetta virkar dáldið eins og sagan um bankana;

"when it´s sunny outside they hand you an umbrella, but take it back when it starts to rain"

Þegar atvinnuleysi er mínus eitthvað og fyrirtæki bjóða hátt í starfsmenn, er beinlínis gert út á starfsánægju.  Þegar kreppir að, flyst starfsöryggi hæst upp á þarfaskala starfsmanna, og þá er líka gert út á það, með fordæmalausri forherðingu eins og í tilfelli Láru Hönnu, á hennar viðkvæmasta augnabliki. 

Mjög mörg fyrirtæki héldu samt "kúlinu" í gegnum sætt og súrt.  Stjórnendur fyrirtækja, banka og fjármálastofnana hafa sýnt aðdáunverða aðlögunarhæfni og vilja til að setja dempara undir verstu skellina.  Héldu að sér í uppsögnum,  og starfsmenn tóku á sig skerðingu til að ekki þyrfti að koma til uppsagna og samkennd  á borð við stétt með stétt sveif yfir vötnum.

Samt er að birtast áður óþekkt forherðing, mannfyrirlitning og mannvonska hjá fyrirtækjum sem jafnvel setja sig á háan hest ákkúrat í slíkri umræðu.  

Skora á forráðamenn þessa stóra fjölmiðlafyrirtækis að endurskoða og leiðrétta þessi "mistök", því ég trúi þvi ekki að einhver geti verið svo kaldlyndur, og ætla sér samt stóra hluti á fjölmiðlamarkaði. 

Eins og einn maður sagði, reyndar í tilfelli fjölmiðils og starfsmanna hans;  Menn gera ekki svona!

Annars gæti þetta orðið afdrifaríkt, því þegar allt kemur til alls, stöndum við Íslendingar betur saman í stríðu en í blíðu. 


mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fara að rugla fyrirtækinu Lára Hanna Einarsdóttir saman við almenna starfsmenn. Einkafyrirtækið Lára Hanna Einarsdóttir seldi 365 miðlum þjónustu, ásamt því að selja öðrum þjónustu. Hún var ekki starfsmaður frekar en önnur fyrirtæki sem 365 miðlar kaupa þjónustu frá.

Það er skondið að sjá samúðina með þessum verktökum sem hingað til hafa ekki verið taldir annað en afætur sem með klækjabrögðum komast hjá því að greiða skatta og gjöld eins og við hin.

SonK (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 00:57

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sem ég les þessa ísköldu nafnlausu athugasemd, hlusta ég á KK syngja; Við erum vinir þú og ég og við örkum þennan veg! Vona að SonK eigi stundum þannig stundir líka.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2013 kl. 01:01

3 identicon

Lára Hanna Einarsdóttir;"...að láta fastráðna þýðendur innanhúss þýða allt efni miðilsins í stað verktaka úti í bæ".   -Ískalt að taka alvöru starfsmenn framyfir verktaka.

Mínir vinir borga sömu gjöld og ég. Mínir vinir eru ekki í fyrirtækjaskrá. Ískalt. Þegar einhver er með hf endingu á nafni sínu þá örkum við ekki sama veg. Ískalt.

SonK (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 01:36

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Í þessu landi búa amk þrjár tegundir ; sympathic, empathic og loks pathetic. Google skýrir ágætlega muninn. Íslenskan nær þessu innan ákveðins hitastigs.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2013 kl. 02:26

5 identicon

Og í hvaða flokk setur þú þá sem taka alvöru starfsmenn framyfir verktaka úti í bæ? En þá sem telja fyrirtæki til vina sinna og hugsa til þeirra undir söng KK? Stundum fylgja óráð og ofskynjanir miklum hita.

SonK (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 03:05

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef ekki áhuga á því að eiga í samræðum sem þessum við fólk sem skrifar upp úr "skúffu". Vinsamlega virtu þá ósk mína.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2013 kl. 09:51

7 identicon

Alveg sjálfsagt, enda ástæðulaust að halda áfram ef þú ert orðin rökþrota.

SonK (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 10:50

8 identicon

Það er full ástæða til að pæla í því sem SonK segir.

http://www.ogmundur.is/kjaramal/nr/1754/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 11:22

9 identicon

Er "SonK" penni 365 miðla ?

Allavega eru skifin þannig að verið er að beina athyglini FRÁ 365 til Láru Hönnu.

Sem er akkúrat það sem miðlar Jóns Ásgeirs gera !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 11:43

10 identicon

Varla hefur Lára Hanna skrifað pistilinn til að forðast athygli og umræðu. Hvað ertu að reyna að gefa í skyn Birgir?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 12:41

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einstaklingur með rekstur er EKKI fyrirtæki (hf, ehf, sf) í skilningi skattalaganna. 

Einstaklingur með rekstur þiggur laun frá sjálfum sér, greiðir öll launatengd gjöld og skatta sjálfur.  Það eina sem einstaklingur með rekstur hefur umfram launþegann er að hann skapar sjálfur virðisauka fyrir ríkissjóð.  Og greiðir ríkinu virðisaukaskatt.

Ástæður fyrir því að einstaklingur velur þetta starfsform getur verið misjafnt; meira frelsi varðandi vinnutíma sem getur komið sér vel "fjölskyldulega séð" og svo vegna þess að erfitt reynist að fá fullt starf sem launþegi í sinni starfsgrein.

En það er síðasta sort að vega að þessu fólki og bendla það við skattsvik.  Þið sem það gerið megið treysta því að Skatturinn fylgist náið með viðkomandi!

Kolbrún Hilmars, 20.5.2013 kl. 13:09

12 identicon

Lestu pistil Ögmundar Kolbrún. Hann er að tala um réttindi og skyldur verktaka. Ekki eitt orð um skattsvik. Anda inn út, inn út, inn út.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 13:11

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elín, Ögmundur hefur ekki skrifað neitt hér á þennan þráð.

Kolbrún Hilmars, 20.5.2013 kl. 13:25

14 identicon

Ég var að benda á grein hans frá 3. júlí 2004. "Tímabær umræða um verktakagreiðslur." Setti inn link - í fullri vinsemd. Fæ ekki betur séð en að pistill hans eigi fullt erindi í umræðuna nú.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 13:30

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Eftirfarandi er afritað úr greininni frá 2004 sem Elín vísar í;

"Þegar einstaklingurinn t.d. veikist er hann réttlaus. Þegar dæmið er gert upp eru kjörin miklu lakari hjá verktakanum en launamanninum. Því miður er það ekki svo gott að fólk standi frammi fyrir vali að þessu leyti. Yfirleitt á fólk hreinlega ekki annarra kosta völ en gerast verktakar. Þetta er einfaldlega aðferð óprúttinna atvinnurekenda til að hafa réttindi af fólki og jafnframt treysta sín eigin völd. Með því að ráða fólk ekki til starfa með tilheyrandi réttindum og skyldum en gera þess í stað tímabundna verkatakasamninga er launamanninum haldið á tánum gagnvart atvinnurekandanum. Þetta er því spurning um kjör og mannréttindi."

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2013 kl. 13:42

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jamm, ég las líka alveg ljómandi pistil um jarðarberjarækt á mbl.is í gær.

Kolbrún Hilmars, 20.5.2013 kl. 13:46

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jenný, athugasemd mín hér að ofan var ætluð Elínu, birtist bara of seint.:) Sjálf var ég að bregðast við athugasemdum hér að ofan - ekki pistlum annars staðar.

Ef grein Ögmundar er skoðuð, þá get ég staðfest að margt er rétt hjá honum.  En það geta bara ekki allir verið ríkisstarfsmenn.  Launþegar á almennum vinnumarkaði eru lítið betur settir en verktakar hvað atvinnuöryggi snertir.  Og veikindarétturinn er afstæður líka.

Kolbrún Hilmars, 20.5.2013 kl. 14:00

18 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nú les ég á DV að uppsögnin hefur verið dregin til baka og hörmuð. Ég fagna þessari niðurstöðu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.5.2013 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband