Heilabrot um skaðabótarkröfur.

Allir stjórnarliðar og háttsettir embættismenn á árinu 2008, hafa staðfest vitneskju um alvarlega erfiðleika í fjármálakerfinu.

Dagsetninginn í byrjun febrúar 2008 virðist vera sú dagsetning, sem eðallýðnum var ljóst að kerfið væri að hruni komið.  Nokkrir brugðu sér af bæ, og komu sínum eignum í skjól, m.ö.o. seldu hlutabréfin sín. 

Það er algjörlega ljóst að óvarlegt tal um veikleika fjármálakerfis eða banka getur beinlínis flýtt atburðarrás, áhlaupi og hruni, eins og ISG staðfestir í þessari tilvitnun: 

"Ég leit aldrei svo á að þetta væru sérstakir trúnaðarfundir enda var aldrei minnst á að ekki mætti segja trúnaðarmönnum flokkanna frá því sem þarna fór fram, þó öllum væri auðvitað ljóst að allar upplýsingar um erfiðleika fjármálakerfisins voru mjög viðkvæmar."(Pressan)

Á hinn bóginn er það saknæmt að "tala upp" fjármálakerfið gegn betri vitund.  Fjölmargir fjárfestar og aðrir viðskiptamenn bankanna, gætu þannig átt möguleika á skaðabótum vegna fjármálagerninga eftir að vitneskjan var kunn elítunni í febrúar 2008, en engu að síður hélt hún áfram að mæra og stæra sig af styrkleika íslenska fjárhagskerfisins.  Þessa fjármálagerninga gerðu viðkomandi í góðri trú, og trausti á forystumenn stjórnmála, seðlabankastjóra, bankastjóra, yfirmenn fjármálaeftirlits og fleiri aðila.

Svo treysti ég því að þessir háttsettu aðilar og valdamenn, hafi í síðasta sinn sagt:

"ég hafði ekki vitneskju"  " það var logið að mér" "enginn sagði mér neitt"

Hin mikla ábyrgð starfsins felst nefninlega í því að:  Vita það sem ekki er vitað, kynna sér málavöxtu og rótdraga sannleikann úr lygavafningum.

 

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er hægt að sanna að þeir vissu þetta í febrúar 2008 en margir, jafnvel leikmenn vissu þetta löngu fyrr. Vandamálið var að 5. valdið (auðvaldið) hafði keypt öll hin völdin og stjórnmálamennirnir sérstaklega voru voru þjónar þess, s.b.r. ISG sem ferðaðist í einkaþotu Kristínar Ólafsdóttur í sömu vikunni og hrunið var tilkynnt til að deila út 800 milljónum til að kaupa atkvæði smáeyja í öryggisráðið.  (Mbl 24.09- og 12.10. 2008)

Í dag eru samfylkingar- og sjálfstæðismenn sammála um að öll lög sem leitt geti til sakfellingar þar sem hámarksrefsing er 2 ár séu úrelt. 

Sama fólk reynir að fá ungmenni sem blöskrar spillingin og mótmæltu, dæmd í 16 ára fangelsi. 

Sigurður Þórðarson, 15.9.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Sigurður;

Dettur stundum í hug;  Sameinuð stóðu þau, sameinuð féllu þau, sundruð munu þau aftur upp rísa.  Sú sundrung felst í að viðurkenna það augljósa.  Sameinuð í blekkingunni munu þau aldrei upp rísa.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.9.2010 kl. 14:51

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð pæling.

Ég veit ekkert um ris þeirra en get ekki varist þeirri hugsun að þau muni reyna að spyrða sig saman til að forða falli (landsdómi). Reyndar var ég að klípa mig í lærið rétt áðan til að sannfærast um að þetta sé ekki draumsýn. 

 Jenný, næst þegar þú átt leið á Þjóðarbókhlöðuna ættir þú að fletta Morgunblaðinu 24. sept 2008  

Reyndar eru blaðamenn og almenningur búinn að gleyma þessari geggjun.

Sigurður Þórðarson, 15.9.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband