Svikin vara!

Nú þarf einmitt að beina athyglinni að innihaldi  leyni-skýrslunnar, sem er hárbeitt og hefði ugglaust valdið miklum usla inn í Stjórnsýsluna, þarna strax 2009 og miklu fyrr, ef  einhverjir - eitthvað - hefði ekki orðið þess valdandi að hún var aldrei birt.

Innihald skýrslunnar  ber með sér óásættanlegt fjáraustur á skatttekjum ríkisins í þágu "hugbúnaðarþróunar" á Íslandi í heilan áratug.

Auk þess afhjúpar skýrslan ömurleg vinnubrögð í verkstjórn á "stærstu innleiðingu Íslandssögunnar" sem stýrð var af verkkaupa annars vegar og verksala hins vegar, þar sem markmiðið virðist hafa verið að skrifa nýtt "BÁR" kerfi í Oracle, en ekki að innleiða staðlað kerfi sem myndi auka hagkvæmni og spara pening.

Loks er það sjokkið um öryggisgallana, sem hefur í raun lítið með kerfið sjálft að gera, heldur yfirstjórn og öryggi kerfisins,  sem verkkaupi hlýtur að bera mesta ábyrgð á að uppfylli hefðbundna reikningsskilavarnagla.

Að sami aðili geti í ríkisbókhaldi, bókað, samþykkt og greitt reikning, er alvarlegur áfellisdómur um fjárreiður ríkisins, hvað þá að fjöldi óskyldra aðila geti vaðið inn um allt kerfið með réttindi kerfisstjóra. 

Jafnvel endurskoðendum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum er uppálagt að gera alvarlegar athugasemdir verði þeir þess áskynja að dreifing áhættusamra verkferla sé ábótavant.  (e: lack of segregation of duties)

Þetta hneyksli má þess vegna ekki einskorðast eingöngu við töfina hjá Ríkisendurskoðun,   þrennt virðist blasa við að afla upplýsinga um;

1. Raunveruleg ástæða fyrir töf skýrslu og/eða yfirhylmingu. 

2. Af hverju greiðir íslenska ríkið helmingi meira en danska ríkið á ári í rekstrarkostnað á bókhalds- og launakerfi, og hver ber ábyrgð á því.  ( kaupi ekki svarið;  íslenska umhverfið er svo sérstætt!)

3. Hversu mikið tjón hefur íslenska ríkið orðið fyrir, vegna skorts á öryggi bókhaldskerfisins, tvígreiðslu reikninga og annarra algengra afleiðinga af "galopnu og óvörðu" bókhaldskerfi.

Samhliða þessum spurningum er sjálfsagt að kanna hvort aðilar innan ríkisins, sem komu að þessum samningum hafi á einhvern hátt hagnast í eigin þágu vegna þeirra.   

Það verður að viðurkennast að manni líður eins og "svikinni vöru" eftir þessar afhjúpanir.

 


mbl.is Alvarlegir gallar á bókhaldskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ótrúlegt eiginlega en raunveruleikinn í allri sinni mynd og mikilvægast af öllu núna að Ríkisstjórnin fari frá tafarlaust....

Svona gallar fyrir framan allt þetta fólk og engin þykjist sjá eða vita af er mjög alvaralegt á sama tíma og Þjóðin er látin halda að hverri krónu í Ríkissjóði sé vandlega ráðstafað vegna ónóg af henni...

Þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn er búinn að hafa Þjóðina af fífli og á hvergi heima annarstaðar núna en fyrir Landsdómi að mínu mati...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2012 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allt eru þetta þarfar spurningar.

Sigurður Þórðarson, 26.9.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér.  Og svo er að koma í ljós að það verður gríðarleg hækkun sem gert er ráð fyrir í fjármálaskýrslu ríkisins fyrir næsta ár.  Eigum við ekki kröfu á að þetta verði slegið af?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband