(Ó) svikin von - brigði - þjóðarandvarp!

Ef lyktir stjórnarskrármálsins verða á þann veg, að ekki næst að samþykkja frumvarpið, svo hægt verði að ljúka því á næsta þingi mun eftirfarandi gerast:

"Við fleygjum því í ruslið"  haft eftir  ungliðaforingja SUS-ara

Auðlindir þjóðarinnar verða aldrei  skráðar sem skýlaus og skilyrðislaus óframseljanleg þjóðareign, á meðan undanfarar ungliðaforingjans ná völdum.

Íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins  halda áfram að vera kvartdrættingar í atkvæðavægi samanborið við ýmsa aðra landsmenn, í kosningum til Alþingis.   

Kannski bara gott á okkur?   Við höfðum það svo rosalega frábært þarna í 18 ár, á meðan þrauta-undanfarar ungliðaforingjans ásamt sambærilegu slekti formanns framsóknar, allir í þungavikt á fjósbitanum,  sátu við völd og skrifuðu upp "hrunlíkanið", án þess að fatta neitt,  fyrr en of seint.

Illa við að kalla eftirfarandi "Freud" slip, en við og við  undanfarið hafa frammámenn í sjálfstæðis- og framsókn "misst" út úr sér  hrollvekjandi ummæli, sem öll spegla veruleikann sem framundan er, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir nú.

* Nú styttist í langa eyðimerkugöngu í stjórnarandstöðu  [og] þar fara menn að velta því fyrir sér hverja í embættismannakerfinu eigi að setja út í kuldann og hverjum eigi að umbuna. Og þar fara menn að velta fyrir sér hvers konar breytingum þurfi að koma fram á RÚV til þess að skapa meira jafnvæg í umfjöllun þess fjölmiðils.  (Styrmir Gunnarsson um ógeðslega þjóðfélagið .... nei fyrirgefið draumalandið fyrir hrædda þjóð)

Hrollskali  10

* ....  [Matvælaeftirlitið] hefur brugðist sínu lögbundna hlutverki, samanber iðnaðarsaltsmálið. Þá má draga stórlega úr starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Ég efast um allan eftirlitsiðnaðinn. Það má raunverulega leggja niður allan eftirlitsiðnaðinn, að frátöldu Fjármálaeftirlitinu.“ Vigdís Hauksdóttir 

Hrollskali 18

 

*   "Látið okkur í friði við að vinna okkur út úr þessum ógöngum sem sagt er að landið sé í"  G.Lárusdóttir

Samúð 10 

Okkur er ekki viðbjargandi, finnst ríkisstjórn með meirihluta heykist á, á  síðustu metrunum að hefja næsta ferli að nýju stýrikerfi (stjórnarskrá) í Lýðveldinu Ísland.   

 

 


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir allt....

hilmar jónsson, 2.3.2013 kl. 23:36

2 identicon

Meirhlutatjórnin er reyndar minnihlutastjórn, en svoleiðis smáatriði er náttúrulega ekkert að vefjast fyrir Bloggurum hinnar heilögu vandlætingar.

Það er hinsvegar rétt, að fara þarf í verulegar hreinsanir í ríkiskerfinu, og henda út óhæfu fólki. Það er nú bara spurning um skynsemi, enda hafa vinstriflokkarnir raðað óhæfum einstaklingum á garðann undanfarin fjögur ár. Eðlilegt að slíkri misnotkun sé snúið við. Svo þarf náttúrulega að kalla saman Landsdóm, og sækja þá til saka sem hafa beinlínis unnið gegn íslensku þjóðinni, frelsi hennar og fjárhaglegu sjálfstæði og öryggi.

Hitt er að það er náttúrulega hlægilegt þegar fulltrúar minnihlutastjórnarinnar, sem fær duglega rassskellingu í næstu kosningum, reyna í örvæntingu að auka svívirðingarnar í garð pólitískra andstæðinga, í stað þess að einu sinni að horfa í eign barm, og skoða af hverju allar líkur séu á að 20 þingmönnum af upprunalegum 34 verður kastað út af Alþingi.

Og Rúv, það ógeðslega áróðursbatterí þar sem menn reyna ekki einu sinna lengur að fela vinstriskoðanir, því á náttúrulega að loka, selja eða leysa upp. Samfylkingin með stuðning Jóns Ásgeirs getur bara látið sér nægja Stöð2/Bylgjuna/Vísi/Fréttablaðið og Eyju/Pressu Björns Inga.

Þýðir lítið að gróflega misnota ríkiskerfið og almannasjóði, og koma svo skælandi fyrir kosningar, vegna þeirrar eðlilegu kröfu að misnotkunarfólkinu sé refsað.

Cry me a river.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 02:37

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er frábært hjá þér Jenný Stefanía. Fáséð snilld sem aldrei hefur heyrst áður.  Haltu áfram, því ekki veitir af stuðningi við ríkisstjórn allra tíma við að moka yfir stjórnarskránna og lýðræðið nú á síðustu metrunnum. 

Til hamingju Hilmar Jónsson með verðugan samherja.    

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2013 kl. 11:11

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Hrólfur, hélt fyrst að þér væri alvara með hlýlegum orðum þínum, en þykist nú vita að ég hafði rangt fyrir mér.

Finnst samt rétt að árétta þessa skilgreiningu á lýðræði:

Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.

Þarna er ekkert talað um þá einstaklinga eða hópa sem "sitja heima" og láta þannig ekki í ljós vilja sinn. Meirihluti þeirra sem kjósa ræður, þannig er það alls staðar í lýðræðisríkjum. Svik við meirihlutavilja, verða engum til framdráttar eða frama.

Eitt af því göfugasta sem flestu fólki er meðfætt, er að lúta vilja meirihlutans og sættast við hann.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.3.2013 kl. 11:56

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér hógværð Jenný Stefanía.  En þegar Íslendingar mæta ekki á kjörstað þá má öllum vera ljóst að það er eitthvað að. Stjórnmálamenn sem vilja láta taka mark á sér verða að athuga sin gang þegar það gerist.  Því það er nú einu sinni almenningur í þessu landi sem þeir eiga að þjóna. 

Staðreyndin er sú að meirihluti Íslendinga hefur skömm á aðgerðum ríkisstjórnarinnar varðandi stjórnarskránna sem og svo margt annað sem hún hefur lagt allt sitt afl í, en látið mál sem átt hefðu að hafa forgang sitja á hakanum. 

Ég veit um marga sem einfaldlega sögðu, ég tek ekki þátt í þessum fíflagangi sem ég var aldrei spurður um, hvort eiða mætti peningum mínum í.    

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2013 kl. 15:03

6 identicon

Getur verið að niðurstaðan í þjóðarafgreisðlunni hefði orðð önnur ef einhver efnisleg umræða hefði farið fram áður eða einhver álit sérfræðinga s.s. Feneyjarnefndarinnar? Hvernig skyldi standa á því að svona hafi verið staðið að málum? Áður hafði ríkisstjórnin verið að gaufast með málið í rúmt ár og passað það rækilega að það kæmi hvergi til umræðu eða mats fyrir kosningu. Í þessu samhengi fer um mann hrollur þegar talað er um aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna í íslensku samfélagi. Það verður ekki gæfulegt ef svona verður staðið að málum.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 19:10

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

20.október 2012

Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 236.903 kjósendur á kjörskrá, þar af 73.410 á aldrinum 20-35 ára og greiddu 115.980 manns atkvæði.

49% kjósenda mættu á kjörstað og 74% af þeim svöruðu JÁ við spurningunni sem stendur pikkföst í hálsinum á þeim, sem vilja vera látin í friði áfram!

Spurningin var svona: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Ég óttast að unga,frjóa og hreyfanlega fólkið rúmlega 73.000 munu ekki, sætta sig við annað "happdrættissving" á þjóðareigninni, og flytja því burt. Við erum að bregðast þessari kynslóð!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.3.2013 kl. 20:26

8 identicon

Ef að þjóðinni er svona umhugað um þetta 2-3 milljarða frumvarp hvernig stendur þá á því að þeir flokkar sem hafa þetta ekki á stefnuskrá sinni eru að bæt við sig????

sæmundur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 21:04

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góð spurning!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.3.2013 kl. 22:10

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Merkilegt að fólk sem væntanlega er komið til fullorðinsára eins og Hr. Hraundal og tilvitnaðir kunningjar hans, skuli ekki skilja hvernig atkvæðagreiðslur virka.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.3.2013 kl. 20:56

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég má til með að koma því á framfæri hversu sammála ég er þér Jenný Stefanía og hvað ég finn til með fólki sem er eins staurblint og Hrólfur Hraundal. Það virðist sammerkt með kjósendum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins að gleyma bara fortíð þessara hrunflokka eins og hendi sé veifað og ætla sér

að æða út í nýtt ævintýri.

Nafnið á Framsóknarflokknum er orðið grátbroslegt eftir að hann fór að hanga í dindlinum á Íhaldinu hverju sem tautar og raular, enda hefur hann sýnt miklu meiri tilþrif til eiginhagsmunapots en stjórnkænsku í all langan tíma.

Íhaldið hugsar bara um sína þ.e. þessa útvöldu, og alveg stór furðulegt að almenningur skuli ekki farinn að átta sig á því. Þetta er því sami grauturinn í sömu skálinni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.3.2013 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband