Uppstigningardagur miðstéttarinnar!

Þungu fargi er nú létt af "heimilinum".  Óvissunni, sem nagaði sí og æ og gaf raunhæfar vonir hjá sumum en óskhyggju hjá öðrum,  er nú lokið.

Búið er að skilgreina forsendubrestinn sem allt umfram 4.8% hækkun vísitölu frá 31.des 2007 - 31. des 2010.

Í síðustu bloggfærslu minni 15.september s.l. fór ég í smá leik að forsendubresti.  Ég miðaði við að 4% hækkun vísitölu væri normal ástand, og að bresturinn hefði hafist 1. janúar 2007 en ekki í desember eins og nefndin gerir ráð fyrir.

Niðurstaðan teiknaðist samt á mjög svipaðan hátt,  kúdos fyrir mig.Wizard  Af 20 milljóna láni mega lántakendur gera ráð fyrir að forsendubrestur hafi verið um 4 milljónir.  Þar var þakið sett og er það vel.

Búin að lesa yfir skýringar ráðuneytisins, spurningar og svör um ólíkustu tilvik, sem fólk stendur frammi fyrir.  Svörin eru tiltölulega skýr og auðskiljanleg.  Kúdos fyrir ráðuneytið og nefndina.WizardWizard

Fjármögnun 80 milljarða er hins vegar háð óvissu.  Engu að síður er búið að koma því þannig fyrir að nú er biðinni löngu lokið, og fólk getur farið að snúa sér að lífsbaráttunni, taka ákvarðanir um framhald og teikna upp framtíðina miðað við þessar forsendur.

Fjármögnun 70 milljarða er háð minni óvissu, þar sem lántakendur og launagreiðendur þeirra eiga sjálfir að fjármagna 30 milljarða, en ríkið ætlar að leggja 40 milljarða skatttekjur í púkkið.

Ein vinkona mín skrifaði á facebook:  "Hvað er séreignasparnaður?"! Líklega finnur hún enga samsömun í þessari svokölluðu miðstétt, sem á að hafa risið upp í dag.  

Stóra "lygin" snýst þess vegna um að þessar aðgerðir áttu ekki að kosta ríkissjóð krónu!  Allir vissu betur, en það er samt ljótt að ljúga.

Að öðru leyti lýst mér vel á þessar aðgerðir, og sé ekki að flækjustigið þurfi að kæfa framkvæmdina þegar fram líða stundir.  

Ætluð og líkleg áhrif á hagkerfið eru samt afgreidd með töluverðri léttúð.  Þessar aðgerðir eiga að jafnaði einungis að hafa jákvæð áhrif á hagvöxt, atvinnustig, neyslu og ekki teljandi á verðbólgu og gengi.

Eftir stendur eins og sagt var í fyrri pistli, að væntingar margra voru um meiri niðurfærslu, smá happdrættisvinning kannski.  Til þess að spila í svoleiðis happdrætti þarf fólk að stunda "grunnatvinnuveginn" og vera í réttum flokki.   Reynslan kennir okkur það.

Mér finnst samt ekki rétt að kalla þetta 150 milljarða niðurfellingu skulda, svo er alls ekki. Niðurfellingin á grundvelli forsendubrests verður 80 milljarðar, restin greiðist af okkur öllum, og ekki síst þeim sem skulda þessi lán.

Nú mega jólin koma hjá miðstéttinni!

Lögfræðingar kætast líka, því framundan eru endalaus réttarhöld um réttmæti þess að skattleggja þrotabú bankanna eins og um fjármálastofnun í fullum rekstri væri.  Fjármála og forsætis telja að svo sé og ætla að fylgja málinu upp á æðsta dómsstig.

Aðventu - og fullveldis (1918) kveðja.


mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt og ósatt.

Margt gott, einlægt og satt.

„Stóra "lygin" snýst þess vegna um að þessar aðgerðir áttu ekki að kosta ríkissjóð krónu!  Allir vissu betur, en það er samt ljótt að ljúga.“

Banki, enginn getur greitt neitt, nema það komi frá fólkinu og eða náttúruauðlindunum.

Allir peningar, allt peningabókhald, kemur frá „Sjóði „0“

Sjóður „0“ er tómur, gal tómur.

Ég vísa hér á slóðir.

Ég er fjármálakerfið

Skuldir eða Ránsfengur?

Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

http://jonasg-egi.blog.is/

Egilsstaðir, 01.12.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 09:44

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er hægt að segja að Sigmundur standi við 1/4 af kosningaloforðunum í skuldamálum heimilanna. Lofaði 300 milljörðum (Frá hrægömmunum) og ekki króna af því félli á heimilin eða ríkissjóð.  Útkoman er þessi: 80 milljarðar frá bönkum og fjármálafyrirtækjum. (Ef það næst)  70 milljarðar frá skuldurum og ríkissjóði í eftirgjöf skatta. (Sem áttu að vera stikkfrí)   = 25% efndir.  Margir stjórnmálamenn hafa ekki staðið við neitt af sínum loforðum, svo við skulum ekki vanþakka þetta en gamalt máltæki segir samt að fáir ljúgi meira en um helming.   

Þórir Kjartansson, 1.12.2013 kl. 10:10

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Satt og ósatt.

Margt gott, einlægt og satt.

„Stóra "lygin" snýst þess vegna um að þessar aðgerðir áttu ekki að kosta ríkissjóð krónu!  Allir vissu betur, en það er samt ljótt að ljúga.“

Banki, enginn getur greitt neitt, nema það komi frá fólkinu og eða náttúruauðlindunum.

Allir peningar, allt peningabókhald, kemur frá „Sjóði „0“

Sjóður „0“ er tómur, gal tómur.

Ég vísa hér á slóðir.

Ég er fjármálakerfið

Skuldir eða Ránsfengur?

Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

http://jonasg-egi.blog.is/

Egilsstaðir, 01.12.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 1.12.2013 kl. 12:16

4 identicon

Þórir, hvorki Sigmundir né aðrir lofuðu 300 milljörðun. Það er einfaldlega lýgi.Sigmundur og fleiri sögðu hinsvegar að það væri svigrúm að sækja fjármuni í þrotabúin sem gætu numuið 300 milljörðum. Sigmundir lofaði að laga forsendubrestinn og það sýnist mér hafa verið gert.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 12:47

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað segir Bjarni Benediktsson, valdamesti ráðherra landsins, sem heldur á gúmmítékka-hefti mafíunnar á Íslandi?

Bjarni Benediktsson er, af fjölmiðlum, bara alveg látinn sleppa við að svara fyrir sinn þátt í þessu dæmi? Valdamesti ráðherra landsins: fjármálaráðherra? Hvar er hann núna?

Nú verða að koma svör frá honum! Það eru vökul réttlætisaugu sem fylgjast með úr öllum áttum.

Það er ekki í boði, að láta kjósa aftur einhver valdalaus heiðarleg fórnarlömb, til að lífeyrissjóðs/banka/LÍÚ-kúga, og halda niðri með þvingunum. Nú skulu þeir valdamiklu baktjalda-faldavalds-glæponar þessara samtaka/sjóða sem rændu alþýðuna, fá að vinna sjálfir í því að leiðrétta sín þjóðarrán!

Eru allir búnir að gleyma þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði frá því að SA/LÍÚ (með aðstoð viðhaldsins frá ASÍ) hélt ríkisstjórninni í gíslingu? Átti virkilega að vera svona auðvelt að kúga þá heiðarlegu og duglegu konu í forsætisráðherrastólnum, án eftirmála?

Ég er ekki búin að gleyma þessu stríði!

Og nýjustu dæmin frá Kolgrafarfjarðar-síldardrápstilrauna-mafíuaðgerðunum rándýru, sanna það núna, að Jóhanna Sigurðardóttir hafði raunverulega verið að segja satt!

Hvað segja SA/LÍÚ/bankalífeyrisræningja-kúgararnir núna, til að réttlæta sína glæpi gegn saklausri, úthýstri og lífeyrisrændri alþýðu þessa lands, með rógburði, kúgunum og lygi? Gíslatöku-foringjarnir ofurlaunuðu (falið vald) á Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2013 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband