Var peningaþvætti stundað á Íslandi? 2.kafli

Hlutverk lögfræðinga í peningaþvætti.

Þegar þetta fyrirbæri peningaþvætti er stúderað, kennir ýmissa grasa og hægust eru heimatökin í því landi sem þú býrð í hverju sinni.

Lögfræðingar eru sagðir lykilpersónur í peningaþvætti er fyrirsögn á grein eftir Paul Waldie sem birtisti í Globe and Mail hér í Kanada árið 2005.

Ástæðan fyrir þessu lykilhlutverki lögfræðinga er sú undanþága sem þeir hafa frá kröfum ríkisins að tilkynna allar grunsamlegar fjárhagslegar færslur, er haft eftir yfirmanni kanadísku lögreglunnar, á grundvelli „trúnaðarsambands lögfræðings og umbjóðanda“.

Árið 2002 komst upp um eitt mesta peningaþvættisskema í Norður-Ameríku.  Þetta mál teygði anga sína víðs vegar um Bandaríkin, Suður-Ameríku og hingað til Vancouver í Bresku-Kolumbíu í Kanada.  FBI og kanadíska lögreglan unnu í mörg ár að „sting“ sem kallað var „Bermuda Short“ sem afhjúpaði að lokum gífurleg hlutabréfasvik og peningaþvættismál, sem höfðu grasserað um árabil.    Lögfræðingar léku lykilhlutverk í stofnun skeljafyrirtækja og flutning á peningum milli bankareikninga í því skyni að hreinsa þá af uppruna sínum, sem var venjulega eiturlyfjasala og mafíustarfsemi. 

Hlutabréfasvindlið fólst aðallega í því að hífa upp verð á hlutabréfum rétt fyrir mánaðarmót, með falskri eftirspurn.

law-and-moneyÞá er nærtækast að kanna lög um peningaþvætti á Íslandi, sem sett voru 14.júní 2006 að tilskipun ESB. 

Í kjölfarið gaf Lögmannafélag Íslands út leiðbeinandi reglur fyrir lögmenn um varnir gegn peningaþvætti, sem er fróðleg lesning.

Þar er m.a. kveðið á um að ábyrgð á framfylgni laga hvílir á eiganda lögmannstofunnar, en jafnframt skuli tilnefndur ábyrgðarmaður innan stofunnar sem framfylgir reglunum. 

Sérstakar kringumstæður sem krefjast aukinnar varúðar eru tilgreindar.

a)      Viðskipti eða röð tengdra viðskipta sem samtals nema hærri fjárhæð en 15.000 evrum

b)      Um sé að ræða viðskipti með handhafaviðskiptabréf eða reiðufé.

c)      Millifærsluviðskipti hvers konar

d)      Grunur um að fyrirhuguð viðskipti tengist peningaþvætti osv.fr.

e)      Viðskipti þau sem óskað er eftir séu meiri háttar, þ.e. háar fjárhæðir eiga að skipta um hendur, eða þau eru óvenju flókin

f)       Sá sem leitar viðskipta er einstaklingur í áhættuhópi vegna stjórnmálatengsla

g)      Sá sem leitar viðskipta er aðili sem er búsettur eða hefur starfsemi innan þjóðríkis eða lögsögu sem þekkt er af því að framfylgja ekki eða framfylgja með ófullkomnum hætti alþjóðlegum viðmiðum og reglum um aðgerðir til að verjast peningaþvætti.

Hér vakna milljón spurningar.

Spurt er hvað hafa mörg peningaþvættismál komið upp á Íslandi opinberlega síðan þessi lög tóku gildi:

Svar:  Eitt  Virðing, tengt fjölskyldu forstjóra Verðbréfahallar Íslands (fann ekki meira)

Hvað hefur verið fjallað um meint peningaþvætti á Íslandi í tengslum við Rússland, Landsbankann og fleiri

Svar:  Tugir greina í erlendum fjölmiðlum hafa á s.l. árum fjallað um meint peningaþvætti á Íslandi

Spurning til FME: Hvað hafa ábyrgðamenn lögmannstofa tilkynnt mörg mál síðan þessi lög tóku gildi?

a) ekkert b) 1-3 c) færri en 10 d) fleiri en 10  (spurningar sem sérstökum saksóknara finnst gaman að svara)

Og þá kemur milljónasta spurningin:  Af hverju hefur ekkert verið fjallað um þessi mál í íslenskum fjölmiðlum? 

Hugsanlegt svar:  Af því að fjölmiðlar voru í eigu manna sem tengdust meintri peningaþvættisumfjöllun erlendra fjölmiðla. 

Næsti kafli í vinnslu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú bendir réttilega á að í júní 2006 hafi verið sett lög um peningaþvætti. Í framhaldi af því stóð til af hálfu stjórnvalda að upplýsa hinar ýmsu stéttir fjármálageirans og sétta á jaðri fjármálageirans um hina nýju lagasetningu. Ég er löggiltur fasteignasali og fékk bréf frá ríkislögreglustjóra á þessum tíma eins og aðrir kollegar mínir þar sem var boðað námskeiðahald. Ekkert varð þó úr námskeiðinu. Spurnig hvort bankastarfsmenn hafi fengið einhverja fræðslu ? Það er allavega ljóst að yfirvöldin virðast ekki hafa haft mikinn áhuga á að framfylgja þessum lögum á þessum tíma.

Þórður Grétarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Þórður,

þakka þessar upplýsingar.  Enda þótt ekki hafi farið fram formleg námskeið vegna nýrra laga, breytir það ekki að lögum ber að fylgja.

Efasemdir um að þessu hafi verið framfylgt eiga fullan rétt á sér, og reynist það rétt, mun það sannarlega vera mikilvægt lóð á vogarskálar hrunsins mikla.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.8.2009 kl. 21:44

3 identicon

Jenný, það hefur nú altaf verið svaka sápuligt á þínu svæði þarna í henni Bresku Kólumbíu, ,, ekkert smá magn af dópi sem er ræktað þarna í BC. Nú fer uppskeran í gang, og Ameríski markaðurinn mettasts eina ferðina enn. Homeland Security, djók, þessar Billjónir dollara sem verða til eru alltof mikilvægar fyrir hagkerfið í BC.

Þess vegna eru lög saminn af "lögfræðingum" í ríkisstjórnum varðandi "gjörninga" svo (lögfróðir) menn viti hverning á að fara (löglega) í kringum þau.

Blessuð vertu, við öll (sem komin eru á okkar aldur) þekkjum þessa frægu (og hjálplegu) setningu úr enskunni = "loophole".

JASi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Undir venjulegum kringumstæðum áttu bankastarfsmenn einnig að gera hið sama.

Þeir eru jú í fyrstu línu hvað varðar upplýsingar um sendingu peninga.

Lilja Skaftadóttir, 30.8.2009 kl. 08:19

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl(l) JASI,  hárrétt hjá þér enda hefur Kanada verið á válista yfir peningaþvott, og vermir þann vafasama lista sjá hér með Cayman Islands, Colombia, Bahamas, Kína,Luxembourg ásamt flestum ríkjum ESB.  Ísland, flokkast undir athugunarlista árið 2007, en ekki tókst mér að finna uppfærslu miðað við 2008.   Mér sýnist fá lönd undanskilin þarna nema ef vera kynni Færeyjar. 

Þekktasta peningaþvottagreinin í mínu nágrenni er: bílaþvottastöð, eins kaldhæðnislega og það hljómar, og Casino rekstur hvers konar.

Þessa frægu loophole þekkja allir,  ég velti því hins vegar fyrir mér hvort hún hafi heitið "blackhole" á Íslandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2009 kl. 15:09

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Lilja,

Lögin falla fyrst og fremst undir fjármálafyrirtæki og banka, síðan eru jaðargreinar tíundaðar, þ.m.t. lögfræðingar, endurskoðendur, happdrættisrekendur ofl.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband