Ekki húmor fyrir þessu.

Eitt af því versta sem hugsanlega væri sagt um mig " hún hefur engan húmor, algjörlega húmorslaus", þar til nú myndi ég líka segja að þetta væru hin verstu öfugmæli um nokkra manneskju.

Þar til nú,  mér stekkur ekki bros við þessa frétt.

"Einnig hefur Ólafur Ragnar þegið boð Louise Blouin stofnunarinnar um að flytja lokaræðuna á alþjóðlegu málþingi um lærdómana sem draga má af fjármálakreppunni og hvernig hægt er að byggja upp hagsæld að nýju á traustan og öruggan hátt."

Hver verða næstu fleygu ummæli þessa forseta: "beated and broken?" Fall er fararheill!    


mbl.is Forsetahjónin í Bandaríkjaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Spurning hvort kappinn hefði ekki átt að deila þessari sýn sinni (hvernig hægt er að byggja upp hagsæld að nýju á traustan og öruggan hátt.) með þjóðinni hvers forseti hann er.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Augljóst er að forsetinn er búin að missa sjónar á þjóðinni og stefnir nú með sína sýn til annarra þjóða, sem ain´t see nothing yet.

Pathetic ......... er orðið sem bögglast fram nú með breskum hreim.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.9.2009 kl. 15:48

3 identicon

Heil og sæl; Jenný Stefanía - og þið Svanur Gísli, og önnur, hér á síðu !

Þakka þér; afdráttarlausa kersknina, Jenný mín. 

Svanur Gísli !

Eða; öllu heldur - hverrar þjóðar, hann var aldrei, í forystu fyrir, né; verður, svo ég umorði aðeins, að skaðlausu.

Æfinlega; með bestu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Óskar Helgi,

Umorðarháttur ævinlega vel þeginn; frá fræknum hermanni hinna beittu orða; sem aldrei við orðhengilshátt hefur verið kenndur, sannarlega.

Bestu haustkveðjur í Árnesþing sem fyrr, vona að ærnar hafi komið sællegar af fjalli í þinni byggð.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.9.2009 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband