28.1.2010 | 03:06
Orðspor deyr aldreigi!
Orðsporsvísitala Arions banka er eitthvað alveg nýtt í umræðunni.
Maður gæti jafnvel haldið að þetta væri svona vog með skalanum:
Fullkomið æruleysi til fullkomins æðruleysis frá vinstri og hægri.
Í núllstöðu stendur vogin á skalanum: "Löglegt en siðlaust"
Hvar á þessari vog lendir þessi "fyrrverandi" útrásavíkingur, vinur olíufurstana og Tortólavinur.
Hann mælist kannski ekki, eða skríður rétt til hægri út af grilljarða sjóðnum sem stofnaður var fyrir nauðstödd börn í Afríku.
Er ekki rétt að hinkra eftir "grátskýrslunni" áður en haldið er lengra í samningum við "meinta ærulausa" viðskiptajöfra?
Ólafur heldur Samskipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 14.3.2010 kl. 06:25 | Facebook
Athugasemdir
Eplið fellur nú sjaldnast langt frá eikinni..... Hver man ekki eftir S.'I.S.
j.a. (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:36
Bráðum fer maður að fá líkamleg ofnæmisviðbrögð við fréttum sem þessum. Vont að upplifa viljaleysi þjóðarinnar sem barði búsáhöld fyrir betri tíð. Síðan þá hefur allt farið niðurávið og á ég þá fyrst og síðast við það sem snýr að andlegri hlið þjóðarinnar. Trúlega eins með okkur og barða rakka, þeir glefsa meðan verið er að lemja þá til hlýðni en leggjast svo flatir, rúnir reisn og krafti. Þó ég sé allajafna bjartsýnn og jákvæður þá hef ég ekki góða tilfinningu fyrir þessu öllu ... held næstum því að þjóðinni minni sé ekki viðbjargandi.
Pálmi Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:17
Góð
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.1.2010 kl. 12:49
JA
Saga SIS upphafið, uppgangur og niðurgangur, hreyfir allan tilfinningaskalann, og gleymist aldrei.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.1.2010 kl. 15:53
Pálmi; Ég sé í anda kraftaverkin gerast. Held í þá VON á myrkum dögum, með þinni hjálp og annarra alvöru snillinga.
Kveðja norður á vaktina Arinbjörn, ekki sem verstur sjálfur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.1.2010 kl. 15:56
þeim liggur á að koma öllum ránsfengnum í tryggt skjól áður en skýrslan kemur. Þeir ætla að vera skrefi á undan.
Finnur Bárðarson, 28.1.2010 kl. 18:24
Sæll Finnur, "tryggu skjólin" eru ótrygg nú um stundir. Ég trúi því og treysti.
Nú berast fréttir um að arðgreiðsluþeginn, sem bar fyrir sig bókhaldsvanþekkingu (sic) er búin að segja sig frá nefndinni, sem veitir grátskýrslunni móttöku.
Næst bestu fréttir dagsins, enda toppar fátt handboltadrengina.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.1.2010 kl. 18:29
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.