2.3.2010 | 05:48
Með glóandi hjörtu af þjóðernisást og stolti.
Þá er Olympíuleikunum í Vancouver lokið með stórkostlegri lokunarhátíð, þar sem "landar" mínir, klikkuðu ekki á að gera góðlátlegt grín af sjálfum sér, og lýstu þjóðareinkennum sínum "sorry that we are not frozen tundra" á beittan en skemmtilegan hátt, með sitt fræga "eyh" í endann.
Stórkostlega gaman að fylgjast með, taka þátt og hrífast með þessa 17 daga, og hámark hamingjunnar var sigur hockey liðsins yfir "erkivinunum" sunnan landamæra.
Kanadamenn eru yfir höfuð, sérstaklega gott og vingjarnlegt fólk. Afburðavinir vina sinna, kímnigáfan mér að skapi, þykja ekkert að því að gera grín að sjálfum sér, löghlýðið og öll umgjörð þjóðfélagsins fyrirsjáanleg og reglubundin.
Þeir eru hógværir, og eru ekkert mikið að berja sér á brjóst, eða þykjast vera stærri og meiri en þeir eru. Þess vegna kom það öllum og jafnvel forseta Olympíusambandsins jafnmikið á óvart, hversu þjóðernisástin og stoltið óx með degi hverjum.
Flöggin, rauða andlitsmálningin, allur rauði og hvíti fatnaðurinn og já svo var þjóðsöngurinn kyrjaður hvar sem tveir eða þrír komu saman.
Svona geta íþróttir farið með fólk. Hörðustu naglar tárast af eintómri gleði, en líka af umhyggju og samhyggð með þeim sem ekki gengur eins vel.
Íslendingar eiga örugglega auðvelt með að setja sig í þessi spor. Ég var stödd á Íslandi, þegar handboltaliðið íslenska gerði sína frægðarför í Bejing 2008. Það voru ógleymanlegar gleðistundir, og gaman að finna samgleðina og samkenndina sem alls staðar ríkti.
Þess vegna eru svona íþróttamót mikilvæg.
Af því að maður er kominn með fallega kanadíska þjóðsönginn á heilann, læt ég hann fylgja hér með.
O Canada!
Our home and native land!
True patriot love in all thy sons command.With glowing hearts we see thee rise,
The True North strong and free!From far and wide,
O Canada, we stand on guard for thee.God keep our land glorious and free!
O Canada, we stand on guard for thee.O Canada, we stand on guard for thee.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.3.2010 kl. 06:16 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Jenný og til hamingju með liðið þitt. Ég er dáltið íþróttadýr þannig að ég hékk löngum stundum fyrir framan skjáinn og fannst gaman. Nú er spurning hvort ber ekki að finna sér gám drífa sig yfir hafið ... Kanada virðist góður kostur fyrir þá sem vilja breyta eitthvað ofurlítið til
mbkv
p
Pálmi Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:49
Hæ Pálmi,
..... hver vegur að heiman, er vegurinn heim! Kanada er góður kostur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.3.2010 kl. 15:07
Það þyrfti að hafa svipaðan þjóðsöng fyrir okkur Íslendinga þar sem orðin " we stand on guard for thee." væru höfð að leiðarljósi. Að stjórnvöld stæðu vörð um okkur Íslendinga en ekki útlendinga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.3.2010 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.