Toppgígur Eyjafjallajökuls svona leit hann út á sumardegi fyrsta 1997!

Þreytist aldrei á að ylja mér við minningar um jökla- og vetrarferðir fyrir aldamót!

old_days_004_crop.jpg

Á þessum árum var notast við Garmin staðsetningartæki, tengda við fartölvu.  Einar Kjartansson vísindamaðurinn í hópnum hafði skrifað forrit sem skráði leiðina niður, þannig að ávallt var hægt að keyra eftir tölvuskjá  ef veðurofsinn blindaði sýn.  Þetta kort er teiknað eftir hnitunum sem skráð voru í fjölmörgum jöklaferðum á þessum árum.  Vatnajökull var vinsælastur, Langjökull líka, en Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull voru trakkaðir nokkrum sinnum.

Við vorum hálfgert "slyddujeppagengi", á 36 tommum, þó fjárinn (ég)  hafi látið undan stöðugum þrýstingi, og fallist á að "fjárfesta" í 38 tommum þegar nær dróg aldamótum. 

Eyjafjallajökull var dagsferð, skemmtileg áskorun, hábrekkan flughál  undan brakandi sólbráð.

old_days_002_crop.jpg Á sumardaginn fyrsta 1997 var lagt á toppinn.

 

Þegar hápunkti var náð, blasti þessi hraukur við. 

Söguleg ferð af því að dóttla var að stíga fæti fyrsta sinn á jökul, þá rúmlega 6 ára, og auðvitað fór hún alla leið upp á blátoppinn, sem nú gæti gosið eins og fréttin greinir frá.

 Rauðbrúnaþústin undir hrauknum er Gutti okkar, víðförull jöklahundur sem þótti

líka æsandi að benda á rjúpur.  Sá gat nú tekið standinn á blessaðar

rjúpurnar.

 

 

 

Þessi mynd er tekin af slyddujeppa á Eyjafjallajökli, með frábært útsýni til Vestmannaeyja.old_days_005_crop_973855.jpg

old_days_001_crop.jpg


mbl.is Gos í toppgígnum ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 07:37

2 identicon

Þú skrifar skemmtilega :-)

Jón Bragi (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 09:11

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir það Jón Bragi,

Á þessum árum skráði ég einnig nokkrar ferðasögur.  Er að hugsa um að birta eina, til heiðurs vísindamönnum, sem ferðast um hálendi landsins til þess að tryggja að jarðskjálftamælar séu endurhlaðnir og skili mælingum, sem koma að gagni á okkar ástkæra landi elds og ísa. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2010 kl. 14:56

4 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er góð frásögn,Endilega fleiri svona jeppa sögur!

Þórarinn Baldursson, 26.3.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband