1.4.2010 | 06:02
Þríhöfða þursar felldu íslenska bankakerfið!
Íslenskt þjóðfélag þjáist af fámenni, sem þarf síst að vera þjáning ef grundvallar siðferði er gætt í viðskiptum og samskiptum.
Neyðist til að tengja þessa frétt inn á blog.is þar sem ekki var að finna stafur eða krók á mbl. is um þessi stórmerku tíðindi.
Hér fara tölvusamskipti stjórnarmanns í Glitni við bankastjóra Glitnis sem eru augljóslega sveipuð pirringi, yfir "fólkinu niðri í keðjunni" sem annað hvort skilur ekki skýr skilaboð stjórnenda um framkvæmd ákvarðana sem þeir hæstvitrir hafa "samið" um, eða eru kannski að vinna vinnuna sína eins og fólk á að vera flest, og kanna stjórnunarlegt gildi og lagaleg vankvæði sem gætu verið á þessari skipun um lánasamning, tja m.a. vegna þess að þarna var stjórnarmaður að skipa bankastjóra að lána fyrirtæki sem hann var framkvæmdastjóri hjá: hellings ff glás af peningum.
Sæll Lárus (...) Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okkar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bankanum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báðir nóg annað að hugsa um.
(...) Ég bið þig um að koma efni samkomulags okkar milliliðalaust niður til (starfsmanna fyrirtækjasviðs) þar sem boðin virðast ávallt ruglast á leið niður keðjuna og/eða á fundum lánanefndar. Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmdir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyrirtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar." segir stjórnarmaðurinn Björn Ingi við forstjórann Lárus, en Saxbygg var sjötti stærsti hluthafi Glitnis á þessum tímapunkti.
Aðeins tveimur vikum síðar, eða hinn 17. september 2008, var lánasamningurinn upp á rúma fjóra milljarða króna undirritaður. Þetta var tveimur dögum eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum og 10 dögum áður en stjórnarformaður Glitnis gekk á fund seðlabankastjóra til að óska eftir neyðarláni, en algjört frost var á lánamörkuðum á þessum tíma.
Það eru einkum þessi ummæli stjórnarmannsins sem vöktu viðundrun:
"Björn Ingi Sveinsson var ekki í aðstöðu til að veita fréttastofu viðtal, en hann viðurkenndi að hafa sent Lárusi umræddan tölvupóst. Björn sagðist ekki hafa sent póstinn sem stjórnarmaður heldur hafi hann verið að krefjast þess að samkomulag sem Saxbygg hefði gert við Glitni yrði efnt."
Hann sendir póstinn ekki sem stjórnarmaður, heldur sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem átti að fá lánið. Bið svo lesendur að meta hvort það er stjórnarmaður í bankanum sem talar "niður" til bankastjóra og fólksins hans, eða framkvæmdastjóri fyrirtiækisins, nema hvort þriggja sé.
Það voru svona "þríhöfða" þursar, sem tóku virkan þátt í að fella íslenska bankakerfið.
Athugasemdir
Nú förum við að sjá hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. "það eru spennandi og skemmtlegir tímar í vændum fyrir..." sagð ein fraukan en átti samt ekki við þjóðina.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 1.4.2010 kl. 08:37
Mogginn er enn blindu rþótt hann auglýsi sig sem alsjáandi.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 10:17
Ekki er þetta nú mikið breytt í dag. Því miður. Landið er of fámennt og stofnanir þess og veikar.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 20:29
Svona gerðust kaupin á eyrinni þá, ætli það sé svona í dag? Ég vona bara að svo sé ekki.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2010 kl. 01:27
Sælt veri fólkið,
Við þessu er einfalt, mjög einfalt ráð. Hæfisreglur banna að stjórnarmaður í banka, sé jafnframt - "eigandi og framkvæmdastjóri" viðskiptavinar bankans, enda er slíkur stjórnarmaður, vanhæfur til að taka ákvarðanir um lánveitingar til handa sjálfum sér.
Þessi frétt skýrir í hnotskurn; hvernig "skuggastjórnun" fer fram.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.4.2010 kl. 02:54
Þú hefur alveg rétta sýn á hlutina hér Jenný. Mér finns klént að HHG geti sagt hvað sem er ( einsleitur málflutningur ) án þessa að fá beinar athugasemdir við skrifin. Þegar menn almennt mærðu útrásina og frjálshyggjuna var HHG fremstur í flokki. Nú hamast hann á öllum ( ekki síst ÓRG ) eins og hann sjálfur hafi hvergi komið nærri ! Kveðja til Klettafjalla.
Sigurdur Ingólfsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.