Hvet alla til að hlusta á 2 fyrirlestra William K Black í Háskóla Íslands 4. og 5 maí s.l.
Ég vil fullyrða að þjóðarsálin hafi séð ljósið í dag, þegar tveir höfuðpaurar eins af "þremur stóru" eins og William Black kallar þá, voru handteknir og færðir í gæsluvarðhald.
Í seinni fyrirlestri Williams ræddi hann um "Recovery" eða endurheimtur ránsfengsins.
Hann sagði eins og alþjóð veit, að stór hluti ránsfengsins, verður aldrei endurheimtur, af því að hann var einfaldlega ekki til. Loftbóla, gas, eða peningar sem nú eru englapeningar, eins og einn höfuðpaur vísaði til, þegar hann sagði að peningarnir væru í "money heaven".
Skv. reynslu Black, er stærsta endurheimtarvon að finna hjá endurskoðendum, enda séu þeir, eða tryggingafélög þeirra, "primary source of recovery".
Það þarf að fara í dýpstu vasana!
Salurinn sat frekar hljóður undir þessum ábendingum Blacks, vitandi að e.t.v. eru endurskoðendur á Íslandi ekki með neina ábyrgðarskyldutryggingu, eða að tryggingafélagið sé sá djúpi vasi, sem hægt er að seilast í, enda væri það svona eins og að leika vasabilljard, félögin eru jú meira og minna í eigu skattborgara.
Black nefndi líka 3 lykilatriði sem hægt væri að framkvæma með stjórnskipuðum endurheimtaraðgerðum.
Ein af þeim er "removal - probition" Reka alla stjórnendur og starfsmenn, sem hafa gerst brotlegir og útiloka þá frá þesskonar störfum um langa framtíð.
Annað úrræði - fyrirskipa endurgreiðslu á öllum eignum og bónusum sem fengnar voru með sviksamlegum aðgerðum (fraudulent actions). Setja þung sektarákvæði við brot á starfskyldum stjórnenda og fagstétta.
Mér finnst ástæða til að fagna því að "réttlætisglæta" er í augsýn.
Skýrslutökum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er hrifin af þessarri aðgerð "removal - probition" svo í kjölfarið ætti að reyna endurgreiðslu á öllum eignum og bónusum sem þessir ræflar tóku sér. Bara svo þeir axli ábyrgð sem átti að fylgja háu laununum og bónusunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2010 kl. 00:58
Takk fyrir þessar krækjur, Jenný!
Ólafur Þórðarson, 7.5.2010 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.