Svona hefðu kanadísk stjórnvöld afgreitt íslenskt Magma!

Iðnaðarráðherra Tony Clement, bannaði "óvinveitta yfirtöku" erlends fyrirtækis á náttúrauðlindum í Kanada s.l. miðvikudag. 

Málavextir eru þeir að ástralska fyrirtækið BHP Billition´s gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Pottöskunámufyrirtæki í Saskatchewan fylki í miðríkjum Kanada.  Tilboðið nam 39 milljörðum dollara.

Pottaska er "hvíta gullið" og notað sem áburður út um allan heim.  Kanada er helsti framleiðandi hvíta gullsins og þetta fyrirtæki í Saskatchewan er það stærsta sinnar tegundar í heimi.

Í orði eru stjórnvöld í Ottawa að laða að erlenda fjárfestingu, þar sem hún muni hafa jákvæð áhrif á hagkerfi í Kanada og fjölga störfum.  Slíkt myndi auk þess stuðla að því að kanadísk fyrirtæki hefðu frelsi til að fjárfesta í öðrum löndum.

Á borði, eftir þessa ákvörðun er það alls ekki svo.  Rökin fyrir þessu banni segir ráðherrann vera þau að yfirtakan " sé ekki líkleg til að auka heildarhagsmuni".  

f52fb2a2-aed7-11df-8e45-00144feabdc0.jpg

 

Hér er um algjöra pólitíska ákvörðun að ræða, þar sem ráðherra beitir valdi sínu til að koma í veg fyrir óvinveitta yfirtöku erlends fyrirtækis á náttúruauðlind.

Íslenskir ráðherrar geta ef þeir vilja gert slíkt hið sama, en spurningin er af hverju er það ekki gert.  Var þessi yfirtaka Magma ekki nógu "óvinveitt".

 

PS í blaðaviðtali við Ross Beaty nýlega, lýsti hann þeirri skoðun sinni að það yrði "bölvanlegt" ef að pottaskan lenti í höndunum á erlendum fjárfestum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jenný, í okkar tilfelli þá er vandamálið óvinveittur ráðherra! Og ráðgjafar sem sitja hringinn í kringum borðið og undir því líka

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 16:08

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Engir smápeningar, 39 milljarða dollara yfirtökutilboð eða um 4200 milljarðar í krónum. Óvinveitt yfirtaka? Eitthvað er samlíkingin í ætt við söluna á HS Orku, en hjá okkur hafði ráðherrann ekki valdið eða getuna til að hindra yfirtöku.

Kanada er með óhemju víðerni og er að halda uppi byggð og þjónustu á sem flestum stöðum. Til þess þurfa þeir líklega allgóðar skatttekjur. Eru vandamál okkar ekki svipuð. Rekstraumhverfið óvinveitt innlendum fjárfestum og kanadíski dollarinn of hátt skráður?

Sigurður Antonsson, 5.11.2010 kl. 23:40

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sælir, og velkominn Sigurður í bloggvinahópinn.

Eitt af einkennum "hostile takeover" er að oftast er um tilboð sem erfitt er að hafna. Það verður hins vegar varla sagt um Magma tilboðið.  Ráðherrann hafði valdið en skorti getuna.  Harper forsætisráðherra, reiknaði dæmið gaumgæfilega út á pólitíska reikningsvél.  Fylkisstjórar frá  Alberta, Manitoba, Saskatchewan og Quebec  voru líka á móti og almenningur í Saskatchewan var gjörsamlega á mót. Það hefði verið pólitískt sjálfsmorð að hleypa þessari sölu í gegn.  

Þó landið sé gríðarlega stórt þá er staðreyndin þó sú að 90% landsmanna búa innan við 160 km frá landamæralínu Bandaríkjanna.  Skattar eru almennt háir hjá fyrirtækjum, en landið er gríðarlega vel rekið að mínu mati.  Helsti böggurinn er þó að 84% af útflutningstekjum koma frá USA og því dansar efnhagslífið oftast í takt við þá.

Skrifaði smá pistil um Kanada fyrir rúmlega ári síðan, þegar Kanada gekk í EFTA, 1.júlí 2009.

http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/day/2009/7/1/

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.11.2010 kl. 00:00

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og finnst þér landinu gífurlega vel stjórnað með hagsmuni hjáleigunnar Nýfundnalands inni í myndinni?

Árni Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 13:54

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Æ Árni minn, ég er nú að tala um aðeins nær í tíma og rúmi,  eigum við að segja s.l. 3 ár og þá er ég einkum að vísa til viðbragða stjórnarinnar við kreppunni, sem fólust fyrst og fremst í því að örva efnahagslífið (stimulation) með lækkun skatta, aukinna skattaívilnana og fleira.  Niðurstaðan lét ekki á sér standa, kreppan var opinberlega kölluð af í maí 2009 minnir mig.

Nýfundnaland var sameinað Kanada 1949, eftir að sá hörmungaratburður hafði gerst að stór hersveit manna frá staðnum hafði þurrkast út.  Eftir sátu föðurlausar fjölskyldur í sárri örbirgð.  Ottawa tók yfir stjórnun fiskveiða þar og náði að þurrka upp stofninn á örfáum árum.  Nei það var sannarlega ekki góð stjórn.

Ég get líka upplýst þig um að á ákveðnum tíma og rúmi fannst mér Davíð Oddsson prýðilegur stjórnandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.11.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband