Hamingja múgsins

Fólk á jörðinni  þarf að vera verulega "lágt" niðri til að gjóa ekki einu eða báðum augum að útsendingum af brúðkaupi aldarinnar.

Maður er náttúrulega eitt af þessum furðuverkum; hattafrík fædd á Íslandi, sem getur aldrei borið hatt af einhverri alvöru, því íslenskir karlar skilja ekki hatta-list.  Á konungsvegum gæti  maður labbað inn í Westminster Abbey með flauelsklætt víravirki framan á enninu, og engum þætti það  hallærislegt, þvert á móti.

Eftir að hafa horft á útgáfu Piers Morgan, sem er auðvitað "born British" en svona arftaki Larry King hér í Ameríkunni, þá stíg ég upp á "bloggstokk" og viðurkenni að ég gjörsamlega heillaðist af;

gleðinni,

gáskanum,

hamingjunni,

fegurðinni,

voninni,

framtíðinni,

höttunum,

og öllu öðru yfirnáttúrulegu sem mátti skynja ef vel var að gáð í 

fordómalausum kossum (í fleirtölu)  ungu brúðhjónanna á svölunum í Buckingham höll, og litlu augnagotunum sem flestir þekkja sem sterka vísbendingu um sanna ást!

Ég veit að það er fullt af fólki sem finnst þetta hallærislegt, teprulegt og gamaldags par se.   Kærði mig líka kollótta þar til ég settist niður og horfði á Piers, (sem er uppáhald no matter what) og heillaðist gjörsamlega af; stundinni, gleðinni, voninni og hamingjunni.

Skynja það "sterkt" að ég er af kynslóð foreldra brúðhjóna þó Kalli sé miklu eldri, en krakkarnir mínir skynja að þau eru af sömu kynslóð og Will og Kate!    Það er einhver gáski og einlægni í loftinu sem fólki eins og mér af minni kynslóð líkar, og krökkunum mínum og þeirra kynslóð finnst eðlilegt og normal.

Gæti það kannski gerst, með næstu kynslóð?

 

 

 

 willkate.jpg

 

 


mbl.is Skemmtu sér í Buckingham-höll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

"Fólk á jörðinni  þarf að vera verulega "lágt" niðri til að gjóa ekki einu eða báðum augum að útsendingum af brúðkaupi aldarinnar."

Rangt. Ég er sæmilega hamingjusamur og horfi ekki á svona rugl, sem snobbað fólk veltir sér upp úr. Það hefur líka komið fram, að skv. könnun sé 85% af Bretum gjörsamlega og einlæglega skítsama um þetta brúðkaup, en almenningur þar verður samt að borga hverja krónu í þá botnlausu hít sem þessir dýru iðjuleysingjar eru.

Che, 30.4.2011 kl. 14:32

2 identicon

Þetta var verulega falleg athöfn og gaman að sjá bresku þjóðina gleðjast saman. Þetta er sterk hefð í Bretlandi og reyndar í gömlu nýlendunum líka. Brúðkaup eru alltaf falleg þegar um sanna ást er að ræða. Ómar Ragnarson benti á sínu bloggi að fólk sem horfði á brúðkaupið er ekki ólíkt þeim sem horfa á fótboltann, báðir hafa gaman af, þó svo að brúðkaup eru sjaldgæfari í sjónvarpi en fótbolti :)

Júlíana Björnsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 14:48

3 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Það vantar sennilega eitthvað í mig, og ekki tróni ég sérlega hátt, en ég nennti ómögulega að ómaka mig við að horfa á þetta.  Ég man hinsvegar að ég sá fyrir tilviljun beina útsendingu frá brúðkaupi Karls og Díönu í júlí 1981.  Ég var nýfluttur til Danmerkur og var þar í "Kringlu" Odensebúa, Rosengaardcenteret, og sá atburðinn í sjónvarpinu í gegn um búðarglugga á einum ganginum.  Þetta man ég enn, svo merkilegt sem það er í ljós þess hve áhugalaus ég er um svona lagað.

Við skulum bara vona að nýju brúðinni líði betur í snobbinu en Díönu heitinni.

Theódór Gunnarsson, 30.4.2011 kl. 19:52

4 Smámynd: Che

Varðandi Díönu og aðrar í hennar sporum (Sarah Ferguson og Alexandra) þá vita þær að þær eru að gifta sig inn í drepleiðinlegar fjölskyldur, þar sem þær missa sjálfstæði sitt og frelsi og verða alltaf "síðri helmingurinn", þar eð þær eru ekki konungsbornar. Þetta á líka við um karlmenn sem giftast prinsessum. Þess vegna var erfitt að hafa samúð með Díönu þegar hún kvartaði undan Charles. Þótt Díana átti að sjálfsögðu ekki skilið að deyja, þá öðlaðist hún (og hinar tvær) sína 15 mínútna frægð og góðan starfslokasamning með titil.

Konungsfjölskyldan í Bretlandi, sérstaklega Elizabeth hefur sérstöðu meðal álíka fjölskyldna í Evrópu. Fáar aðrar fjölskyldur eru svo fjarlægar venjulegu fólki, enda er svo til engin samgangur milli aðalsins og lægri millistéttar. Strangar reglur gilda um hverjum krónprinsar og krónprinsessur mega ganga að eiga. Ein ófrávíkjanleg regla er að persónan megi ekki vera fráskilin(n), sem mundi þýða það, að drottning eða drottningarmaður væri second hand. Outrageous!).

Elizabeth sjálf er á álika upphöfnum stalli og konungur Thailands eða Japanskeisari. Fjölmiðlum er meinað að biðja um viðtal við hana og allar upptökur eða myndir af henni þar sem hún borðar eða drekkur eru bannaðar. Hún fer heldur aldrei á klósettið.  Þetta hefur gert það að hún hefur (aðallega meðal miðaldra og gamalla kvenna) hlotið hálfgyðjustatus í Bretlandi. Fyrir mörgum árum sá ég heimildamynd um hana á BBC, þar sem hún var í heimsókn hjá Reagan í Hvíta húsinu og óformleg samskipti hennar við forsetahjónin þar sem hún heyrðist tala frá hjartanu og ekki frá ræðu skrifaðri af öðrum. Þá kom hinn hræðilegi sannleikur í ljós hvers vegna viðtöl við hana voru óæskileg og hvers vegna henni samdist svo vel við Reagan. Þau voru nefnilega á sama greindarstigi. Það þýðir ekki, að heimska hennar sé endilega meðfædd, því að ef fólk sem lifir einangrað og þarf aldrei að hafa fyrir því að hugsa sjálft því að enginn spyr þetta fólk alvöru spurningar eða diskúterar alvöru mál við það, þá fær það svona grænmetisheila smaám saman.

Spurningar hafa oft komið fram hvort konungsfjölskyldur sem slíkar hafi í nútímanum nokkurn rétt á sér. Varðandi afsakanir royalista til að halda í konugsdæmið eru rökleysur eins og þessar algengar:

"I'd rather that my taxes go to the Royal Family than to [Moslem] immigrants on the dole", eða "I'd cheer a Queen, but I'd not cheer a president".

Þ.e.a.s. eitthvað er réttlætt með því að benda á eitthvað annað, sem kemur málinu lítið við. Lýðveldissinnar kalla svona mismunun "accident of birth", enda eru meðlimir konungsfjölskyldna og aðalsætta ekkert líffræðilega æðri eða betri en venjulegt fólk.

Á tuttugustu öldinni varð algengt að prinsar og prinsessur giftust fólki sem var ekki af aðalsættum. Ein ástæðan var að flestar konungsfjölskyldur í Evrópu voru náskyldar og byrjað að slá í þær (úrkynjast). Þetta hefur mörgum traditionalistum þótt miður. Fyrir nokkrum árum sagði háttsettur norskur embættismaður að ef prinsar færu að giftast persónum, ekki bara án blás blóðs í æðum heldur (OMG!) fólki af alþýðuætt (og átti þá við Mette-Marit), þá hefði konungdæmið enga þýðingu lengur. Orð að sönnu. Þegar kaþólskir prestar fá að kvænast og konur verða kardínálar og páfar, þá hrynur kaþólska kirkjan. Því að eins og konungsveldi, þá er kirkjan eins og risi á leirfótum.

Che, 30.4.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heyrðu Che, þetta er fínasta hugleiðing hjá þér.  Ég er í grundvallaratriðum sammála því að kóngatími fornalda sé liðinn.  

Það breytir ekki því að ég fæ mikla gleði út úr því að sjá annað fólk gleðjast og skríkja af hamingju, (þarf alltaf vasaklút í brúðkaupum).  Horfði á þá bræður upplifa mikla sorg ásamt milljónum manna, þegar mamma þeir var jörðuð.  Þess vegna snart þetta kannski dýpra núna.

Kata er "commoner" eins og Piers kallaði hana og Andy Cooper sármóðgaðist fyrir hennar hönd, að hann skyldi voga að kalla hana commoner.  Þá sagði Piers að þetta væri alls ekkert móðgandi í Bretlandi, þetta væri bara skilgreining á þeim sem ekki hefðu snefil af bláu blóði í æðum.

Allar góðar óskir þeim til handa, hvað sem verður svo um þetta konungsríki.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.5.2011 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband