Ísaksskóli dejavu - 85 ára afmælishugvekja.

Þetta er dáldið skemmtileg frétt sem ég get ríleitað tú, eins og þeir segja hér í Ameríku.

Löng (með nokkrum hléum) skólaganga undirritaðrar hófst þegar hún var 5 ára, því stóra systir og stóri bróðir fóru í skólann, sem var auk þess okkar hverfisskóli.    Ísaksskóli var dásamlegur skóli, finn ennþá lyktina, man enn þá myndina á snaganum (snjókarl) , gleðina, söngvana og spennuna þegar frú Aðalbjörg í fallegu peysufötunum sínum sagði blíðlega; "þú mátt byrja núna" um leið og hún setti skeiðklukkuna í gang og maður byrjaði  lesturinn í "lestrarprófinu". 

Börnin mín tvö, voru auðvitað send í sama skóla, þó við byggjum í Kópavogi með drenginn og Mosfellsbæ með stúlkuna.  Eða ..... þar til Mosfellsbær neitaði að "greiða" með nemendum í einkaskóla í öðru bæjarfélagi.  

Fór með málið alla leið til Umboðsmanns Alþingis Gauks Jörundssonar, sem gat ekkert gert í málinu, svo við hjónin urðum að "flytja búferlum" heim á sjálft æskuheimilið, á meðan sonurinn sá um "óðalssetrið" í Mosó.  

Ég skil þess vegna  krónprinsinn og frúna vel, að gera það sem gera þarf, til þess að koma örverpunum  í skólann sem þeim hugnast. 

Kennari okkar systkina var Matthildur Guðmundsdóttir,yndisleg kona og frábær kennari,  yngsta systir fékk annan kennara sem ég man ekki hvað heitir.  Sonur var svo heppinn að fá Herdísi Egilsdóttur sem kennara þar sem þau bjuggu til Tröllalandið fræga.  Kennari dóttlu var  Sigríður Guðmundsdóttur, sem kenndi í marga áratugi við skólann.  Skólastjórar sem ég man eftir í svipinn;  Helga Magnúsdóttir, Anton Guðmundsson og líklega einhverjir fleiri, en ég sendi Sigríði Guðjónsdóttur (Siggu Wink)  skólastjóra innilegar hamingjuóskir og þakkir fyrir að viðhalda frábæru skólastarfi, 

Með von um að enn sé farið í "vorferð" upp í Öskjuhlíð, og gengið í langri halarófu, syngjandi hástöfum í gegnum Hlíðarnar með nesti í tösku, og farið í "síðasta" í kringum vatnsgeymana þar.

Kærar kveðjur

 

 


mbl.is Fimm ára prins flytur að heiman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Komdu sæl Jenný.

Þessi pistill þinn rifjar upp endalausar minningar hjá mér um dvölina í Ísaksskóla, sem var þá í Grænuborg, en hét samt skólk Ísaks Jónssonar, sjálfseignastofnun. Skólinn var ekki nema þrjár bekkjardeildir þá.

Ísak var sjálfur skólastjóri þá og kenndi líka, ásamt konu sinni Sigrúnu, Helgu Magnúsdóttur og annarri Sigrúnu sem mér fannst fallegasta kona í heimi, en ekki man ég hvers dóttir hún var. Þetta var árin ´46 til ´48.

Grænaborg stóð þar sem bílastæði Landsspítalans er nú við Gömlu Hringbraut.

Mér leið ákaflega vel í skólanum og hlakkaði til á hverjum degi að skokka þangað. Þó hefur einhver snurða hlaupið á þráðinn, því það heyrðist einhverntímann til mín, eftir venjulega bænaromsu kvöldsins, bæta við, góði guð viltu passa skólann minn, og Sigrúnu konuna hans Ísaks, en ekki Ísak sjálfan.

Ekki man ég tilefni þessarar bænar, því ég man ekki betur en ég hafi verið alsæl með karlinn.

Ég sé líka að þú hefur tekið upp skemmtilegan sið afa míns og ömmu, Magnúsar Jónssonar og Benniar Lárusdóttur, en hann var ungur prestur í Íslendingabyggðum North Dakota frá um 1912 í nokkur ár.

Þau höfðu mikið gaman að því að nota bæði málin í einu þegar vel lá á þeim. Ég man að hann kom einu sinni út af kontórnum sínum, áratugum síðar, með eitthvert blaðarusl í höndunum og kallaði til ömmu sem var í eldhúsinu, Bennie, where is the russelfate? In the skape! svaraði hún að bragði, og hélt áfram að vaska upp.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.5.2011 kl. 10:08

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Bergljót, takk fyrir skemmtilega frásögn. 

Þau eru meitluð í stein, minningarbrotin úr þessum skóla, allt frá dyrasímans í skólastofunni til jólaskemmtunarinnar þegar ég steig fyrst á svið og söng litlu andar ungarnir, í nýju lakkskónum með klósetthælana (he he he)

Ein frægasta (ísl)ensku ambaga á okkar heimili, er klaki, sem okkur finnst auðsýnt að eigi að vera kleik upp á enskuna.   Can I have coke with nó kleik plís.

Annars fékk húsband frábært afmæliskort í gær frá kærasta dóttlu, sem hafði farið í rannsóknarvinnu og fundið út að Happy Birthday væri Hamingjusamur fæðingardagur, og skrifaði það vandlega á kortið.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.5.2011 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband