5.6.2011 | 23:34
SÁáskorun
Kannski verður hinn nýskipaði stjórnarformaður SÁÁ, kveikja að "áskorunarpistlum", þessi er númer tvö í röðinni.
Held að þetta hafist nú ekki með tómum töffaraskap, kæri formaður. Pistillinn ruggaði bátnum en skvetturnar urðu að háum öldum. " Fræðingar eru fífl" umræðan virkar ekkert voðalega vel í vísindum.
Skora á þig að tækla þetta mál, án þess að blanda geimverum í umræðuna.
Geðlæknirinn, sem verið hefur í fréttum þarf að fá svigrúm til að útskýra sína hlið. Nú er hann hrokkinn í sama ruglgírinn og GSE, og telur það fyrir neðan sína virðingu (sic) að lesa pistil eftir stjórnarformann SÁÁ.
Gott og vel, ef þið haldið að þið tæklið dópvanda á Íslandi svona, þá er okkur kannski ekki viðbjargandi hvort sem er! Gersamlega týpískt að setja hausinn niður og hornin út og "keyra" einbíla á tveimur dekkjum á eitt meint naut!
Þessi aðferð kann að vera nauðsynleg síðar, þegar nýi formaðurinn hefur flutt inn og tekið smá kynningarkúrs á fleiri hliðum mála, rabbað við Þórarinn og svona og sýnt er og sannað að fyrirstaða í nafni "vísinda" þarf að brjóta með óhefðbundnum hætti.
Plís, bara ekki klúðra þessu tækifæri og þessum meðbyr!
Rökin minna á sannanir fyrir geimverum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.