13.6.2011 | 07:56
Sirwife vika Ísland
Alveg síðan hrunið varð, hef ég verið sannfærð um að þeir sem misstu (sjálfs)virðingu fyrir mannorðinu sínu, myndu að minnsta kosti "harma" tímabundið hömluleysi í "ég á´etta ég má ´etta, ég á ´etta skilið, stöngin inn, keep it simple stupid" þjóðfélagi sem þreifst undir (ó)styrkri stjórn gauranna, sem héldu að þeir hefðu fundið upp óendanlega norð-austurlægt efnahagskerfi, sem myndi aldrei fara suður.
Hugsa; eftir á að hyggja, að eina sem hefur stigið í verðgildi síðan þá er mannorðið.
Mér dettur ekki í hug að væna þessa "gaura" um að vera "simple or stupid", eða hver hefur ekki horft á "Survivor" og uppgötvað að sá sem lítur á leikinn sem leik og svíkur og prettir aðra spilara, sem í "heimsku" sinni treystu viðkomandi, vinnur milljón dollara í lokin!
Þannig var þetta klikkaða bankaæxli fóðrað; sem einhvers konar "NoSir YesSir game" og þessi leikur er enn í fullum gangi.
Ég hef eiginlega ekkert þanþol gagnvart fjársvikum hverskonar og á því frekar erfitt með að flokka þau í vvv flokkinn (vond, verri, verst)
Einhvern tíma var í gangi pæling hvort hægt væri að framkalla jarðskjálfta, ef allir jarðarbúar myndu hoppa á sömu sekúndu. Jörðin er bara massívari en svo að það sé einhver hætta á að við getum framkallað slíkt.
Hins vegar á hugsunin " hvað myndi gerast, ef allir gerðu eins og ég" (Immanuael Kant) ekki bara rétt á sér, heldur hefur hún fært sönnur á að ef nógu margir inní ákveðnum massa gera eins, verða afleiðingar annað hvort góðar eða slæmar, ekki bara fyrir þá sem gerðu, heldur miklu fleiri, sem voru að pæla í allt öðru.
Rosa-uppgangur íslensks efnahagslífs sem endaði í Rosa-hruni er óprýðileg dæmisaga inn í framtíðina þegar óháðar kynslóðir ná að flétta rökum og staðreyndum saman í rétta mynd.
Á meðan verða "survivors Iceland" að þreyja þorran, lesa Rosa-bækur og Rosa-skýrslur um ömurlega viðskiptahætti, mistök í starfi, og stórkostleg gáleysi og núna nýlega eru farnar að berast Rosa-útskýringar og afsakanir vegna dómsmála sem hafa fallið eða eru í ferli;
"Ekki mér að kenna, allt endurskoðendanum að kenna" dæmist "the most pathetic statement of the week" sir! eftir Rosa baráttu við "knúsa ekki svona konur no sir!" statementið.
BB biður Rosa-Baug "innilegrar afsökunar" (sic) á mistökum um rangfærslur í bók, kannski til að koma í veg fyrir málssókn þrátt fyrir að þessi "fluga" úr kassa Sjallana hafi reynst fyrrum félögum dýrkeypt í málarekstri út fyrir landsteina meira að segja.
Tel reyndar sterkar líkur á að þessi tiltekna "Baugsfluga" sem fangaði hug, þor og allan fókus margra háttsettra manna í áraraðir, hafi kolruglað jafnvæginu í þjóðfélaginu og skapað öfug áhrif, sem veiðimenn sáu ekki og sjá ekki enn fyrir. Þessi fluga var nefninlega bara hönnuð fyrir einn lax, hinir laxarnir fengu að taka heljarstökk yfir höf og álfur áður en veiðidegi lauk.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla;
Nálægðin gerir fjöllin fögur og mennina litla!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.