Verður framtíðarsöngur 2016 ; "Af hverju varaði enginn við?"

Eignabóla - verðbólga - hrun! 

Stórir gjalddagar næstu 4 ár í erlendri mynt, innstreymi gjaldeyris mun ekki standa undir greiðslum.

Uppgjör við kröfuhafa slitastjórna - heldur áfram að veikja gengi ÍSK.

Flaggskip íslenskra fyrirtækja, búa sig undir brottför af íslenska myntsvæðinu

Biðin eftir Evru - verður of löng og mörkuð blóðugum átökum.

Framtíðin með íslensku krónunni er ekki björt.

Þeir sem helst hafa sig í frammi og telja að krónan sé fín sjá ekki lengra en til mánaðarmóta, kannski líka þeir, sem "vinna frítt" (sic) fyrir íslenska Ríkið, af því að gullfallhlífin (eftirlaunin) er vel pökkuð í bakpokanum af þeim sjálfum.

Þá eru enn aðrir sem telja að pessimistar hljóti að stýrast af annarlegum hvötum,  svo þegar skellurinn kemur, er gargað með frekjulegum tón;  Af hverju varaði enginn við?

Kannski er okkur ekki viðbjargandi!

Við dræpumst trúlega frekar úr þorsta í hávaðariflildi við vatnsberann, en að þiggja sopa úr ausunni hans.

Eignasvipting og upptaka á sparnaði almennings á Íslandi yrði skilgreint sem stjórnarskrár- og mannréttindabrot í mörgum löndum.  Á Íslandi kærir dæmdur innherjasvikari mál sitt til mannréttindadómstóls, en almenningur drúpir höfði og kyngir. 

 

 

 

 


mbl.is Þurfum alþjóðlega peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er þetta rétt hjá þér. Það er farið illa með hinn almenna borgara á Íslandi og hefur lengi verið, en hvers vegna?

Er siðferði fólksins svo lágt að það treystir sér ekki til að mótmæla spillingunnu. Bróður partur ráðherra úr fyrri ríkisstjórn og fjárglæframenn ættu að vera bak við lás og slá, ævilangt.

Búsáhaladabyltingin gerð illt verra. Við tók skilninglaus rumpulýður, sem hefur kollsteypt íslenska samfélaginu og breytt því í fangelsi.

Ömurleg samfélag, því miður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæl Jenný

Sammála þér um eignaupptöku á sparifé og fleira en ekki um Baldur ráðneytisstjóra. Á bágt með að sjá hann sem innherja þó hann hafi unnið í ráðuneytinu. Með starfi sínu virðist sem hann hafa verið sviptur rétti til að eiga viðskipti í Kauphöllinni. Þess ber að geta að hann var brautryðjandi á hlutabréfamarkaði og hefði því átt að vita meir um reglurnar. Hann virðist hafa lokast inn í eigin glerhýsi. Málsmeðferð og endurtekin rannsókn var og furuleg. Dómurinn var þungur og í engu samræmi við það sem gerist í vesturheimi.

Nú er talað um að Kanadadollarinn geti verið lausn fyrir Íslendinga í gjaldeyrismálum. Hvað finnst þér um það? Verðgildi hans hefur aukist mikið undangengin ár gagnvart US$. Er það raunhæft miðað við tekjur á íbúa. Víðáttu landsins og miklar skyldur ríkisins. Kannski er stórt spurt en ég þykist vita að þú hafir talsverða yfirsýn yfir kanadísk stjórnmál.

Sigurður Antonsson, 4.3.2012 kl. 21:24

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Sigurður,

Þú verður þá að vera ósammála mér og Hæstarétti á "innherjaskilgreiningunni"

Af öðru tilefni skrifaði ég smá pistil um innherja

http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/entry/1204090/ 

þar sem kemur fram nákvæm skilgreining, og einnig staðfesting á því að framkvæmdastjóri í banka er fruminnherji hvort sem honur líkar betur eða verr, en tilefnið var að einn af frkv.stjórum Kaupþingsbanka hafði ítrekað gefið út yfirlýsingar um að hann hafi engar innherjaupplýsingar haft.  (Samt flöggunarskyldur Fruminnherji)

Það er hins vegar ekki rétt hjá þér að dómurinn sé í engu samræmi við það sem gerist í vesturheimi.  SEC (Verðbréfaeftirlitið) bæði í USA og Kanada líta á innherjasvik, mjög alvarlegum augum, þar sem reglur um innherja eru ein af grundvallarstoðum undir heilbrigði hlutabréfamarkaðar.  Þeir settu Mörthu Stewart í fangelsi, manstu, þó að "innherjarágóðinn"  ($ 51.000) hefði ekki verið í neinni líkingu við þann sem ráðuneytisstjórinn fékk. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.3.2012 kl. 21:54

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Varðandi "blessaðan" Kanadadollarann, þá er það rétt hjá þér að ég kannast við gripinn, enda færði ég mig af myntsvæði krónu yfir á kanadadollar fyrir mörgum árum.   

Í mínum huga skiptir það kannski ekki höfuðmáli hver myntin er, ef hún er alþjóðleg og lútir sterkri peningastjórn.   Peningastjórnin er býsna sterk, eftir að stigið var á stokk fyrir áratug eða svo og því lofað og lögfest að ekki mætti reka ríkisfjármál með halla!  Fyrsta skrefið.  Tíu árum síðar í upphafi árs 2009 neiddist stjórnin að breyta þessu, enda voru góð ráð dýr, til þess að viðhalda hagvexti í upphafi kreppunnar.  Innspýtingaraðgerðir urðu svo magnaðar að kreppan var kölluð af hálfu ári seinna.  Enginn banki fór á hausinn.  Verðbólga hefur verið ca 2% á ári, og vaxtastigið er enn lágt.

Í gær var ég að spjalla við FB vini um kanadíska húsnæðisvexti, læt hér þær umræður flakka líka, því lágir vextir, fyrirsjáanleg kjör, og eignamyndun er eitt af lykilatriðum fyrir því að almenningur á að hrópa á aðra mynt.  

Algengt er að boðið sé "prime" vextir plús eða mínus álag, sem ræðst af því hversu há innborgun (eigið fé er) ekki er óalgengt að boðið sé mínús álag 0,4% Prime nú 3% og því eru breytilegir vextir 2,6%   

Munur á föstum og breytilegum er sá að maður neglir viðkomandi kjör í tímann sem tiltekinn er, 5 ár, 7 ár eða 10 ár.

Síðan eru samningar lausir á ný og þá er aftur samið um kjörin. S.l. 10 ár hafa vextir varla orðið hærri en 6% en undanfarin 3-5 ár hefur verið hagkvæmast að vera með breytilega vexti, því þeir eru búnir að vera í sögulegu lágmarki, sem er meðvituð peningastjórn til að örva hagkerfið, eftir fjármálakreppu heimsins!

Markmið flestra er að vera mortgage free fyrir fimmtugt, sem er ekki óraunhæft, ef íbúðarhúsnæði og staðsetning er hófsöm.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.3.2012 kl. 22:09

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það var margvarað við því að það fylgdi skaðakostnaur icesaveskuldarfíflafanginum. þetta er afleiðing af því. Vandamálin með erlend lán núna og innilokun íslands eða míkríhagkerfisins. Beinasta afleiðing icesaveskuldarfíflagangsins sem þessi vesalings þjóð hérna fíflaðist með í 3 ár.

þið hinsvegar sögðuð að þetta væri barasta ekkert mál. þetta væri bara allt í gúddý.

Svo komi þið núna - og þá er það orðið eitthvað mál!

Algjörlega ótrúlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2012 kl. 00:41

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessaður Ómar,  við hver?

Þegar ég er að tala um "krónuvandamál" er ég aðallega að vísa til áranna 1979-1998 (þá sleit ég samvistum við hana)  Ég er viss um að þú ert ekki fæddur í gær, og manst því  eftir gengisfellingasöngnum og innherjasvikunum í kringum það allt og verðbólguhjólinu sem fór á yfirsnúning við hverja nýja virkjun, og gengisfellingu,  misgenginu og öllu því rugli.  Svo varð til mesti froðuhagvöxtur mannkyns, þegar auðlindin var gefin til útvaldra, sem sáu sér umsvifalaust hag á borði og "innleystu" happdrættisvinninginn og hófu tryllta eyðslu.  Þessi sturlun náði hámarki þegar menn fóru á þyrlum út í sjoppu að fá sér pulsu!  (Talandi um lífsstílsbreytingar)    Nú, þegar ég veit að þetta þarf ekki að vera svona, ef gjaldmiðillinn er stöðugri, alþjóðlegri og undir agaðri stjórn, þá er það mín heitasta ósk að Íslendingar fái að upplifa það einu sinni áður en þeir deyja, að hægt er að gera 5 - 10 ára fjárhagsplan sem stenst.  

Það eru engar töfralausnir eða kvikk fix við lausn hrunamála, en ég er sannfærð um að jákvæð margföldunaráhrif vegna gjaldmiðilsbreytingar þó hann sé einhliða, eigi eftir að létta lífið og lundina, sem er svo nauðsynlegt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.3.2012 kl. 01:14

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er og hef verið á því að við eigum að setja ALLA umræðu um að skipta um gjaldmiðil á "HOLD".  Það sem þarf að gera er að taka ALLAN rekstur ríkisins í gegn.  Í opinbera geiranum er þvílík SÓUN í gangi að það hálfa væri heill hellingur.  Ef einfaldlega væri "tekið til" í ríkisgeiranum, þá þyrfti ekkert að skera niður í heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum.  Gengi krónunnar endurspeglar bara hagstjórnina undanfarin ár og áratugi.  Það að við tökum upp annan gjaldmiðil breytir ekki þeirri staðreynd að afborganir lána eru alveg gríðarlega miklar og það sem fyrst og fremst veldur gengissigi krónunnar nú um mundir er að sveitarfélögin og OR eru að greiða alveg gríðarlegar fjárhæðir af lánum sínum.

Jóhann Elíasson, 5.3.2012 kl. 12:33

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mæltu manna heilastur Jóhann, þó erfitt sé að sjá að slík tiltekt verði sjálfsprottin, þar sem hún stendur stjórnvöldum of nærri e.t.v.

Það hefur sýnt sig t.d. í heilbrigðisgeiranum að það tókst að skera niður fitu án þess að það kæmi niður á þjónustu upp að vissu marki.  Nú þegar sársaukamörkum er löngu náð, er hætta á að árangurinn þurrkist út vegna aukakostnaðar sem beinlínis má rekja til þess að skorið hefur verið of nálægt kvikunni.

Bætt hagkvæmni og framleiðni í rekstri ríkisins á aldrei að vera á hold!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.3.2012 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband