25.5.2012 | 18:06
Fagna óvægnum fréttaflutningi.
OR kallar fréttaflutning af Hellisheiðavirkjun of óvæginn og gengur svo langt að harma hann.
Líklega er verið að snupra manninn sem fékk "nátturuverndardaginn" tilnefndan í afmælisgjöf, fyrir að sýna okkur með eigin augum hvað er um að ræða þarna í nágrenni við virkjunina. Auk þess varpar Ómar fram smellnum spurningum, sem OR reynir að víkja sér undan.
Gott fólk, hér í nágrenni við mig býr maður að nafni Ross Beaty, aðaleigandi Alterra (fyrrum Magma) sem er svo aðaleigandi HS Orku, sem er með framtíðaráform á línuritum sem stefna öll í norð-norð austur.
Árið 2016 ætlar hann að vera kominn í 600 MW framleiðslu, þegar Eldvörp og önnur áform á Reykjanesinu hafa verið virkjuð.
Ross opnar aldrei svo munninn öðruvísi en að dásama hvað jarðvarmaorka er tær óþrjótandi snilld og mikill 'cash-generator'. Þar er á ferðinni maður, sem OR og fleiri ættu að ásaka fyrir óvæginn og ósannan fréttaflutning.
Ég harma það að OR skuli kalla fréttaflutning um virkjun á þeirra vegum óvæginn, sem veldur fólki hugarangri af mörgum ástæðum; jarðskjálftar þegar vatni er þrýst niður aftur, mengun grunnvatns ef ekki verður hægt að þrýsta vatninu niður, stöðug og algjörlega órannsökuð brennisteinsmengun yfir stærsta þéttbýlissvæði landsins og síðast en ekki síst óafturkræfar náttúruskemmdir.
Opinber fyrirtæki og stjórnsýslan eiga ekki að harma fréttaflutning sem bendir á yfirvofandi hættur og skaða fyrir fólk og/eða skemmdir á náttúru. Opinber fyrirtæki og stjórnsýslan eiga að gæta hagsmuna almennings fyrst og fremst.
Það virðist gilda annað lögmál um fyrirtæki eins og Ross rekur, sem geta bullað út í eitt og harmað gagnrýni einstaklinga á borð við Björk og talið slíkt óvægið. Þeir eru líka bara að gæta eigin hagsmuna og haga sér eins og þeim sé skítsama um fólkið og náttúruna sem það lifir í.
Harma óvæginn fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl.
Það er fullkomalega eðlilegt og nauðsynlegt að flytja fréttir af umhverfismálum Hellisheiðarvirkjunar. Við fréttaflutninginn nú var hinsvegar látið að því liggja að einn samstarfsmaður minn, sem er einn grandvarasti maður sem ég þekki, hefði sagt vísvitandi rangt frá. Það var ekki sanngjarnt.
Bókun stjórnar snýst ekki á nokkurn hátt um Ómar Ragnarsson.
Kær kveðja,
Eiríkur Hjálmarsson
upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar
Eiríkur Hjálmarsson, 25.5.2012 kl. 19:45
Sæll sjálfur Eiríkur og takk fyrir upplýsingarnar.
Það var svo sem auðvitað að það þyrfti viðbótarskýringu á þessum ummælum, hvorki forseti landsins né stjórnir fyrirtækja virðast geta talað án þess að það verði misskilið.
Sjálf veit ég ekki hvaða óvægnu fréttir gagnvart grandvörum einstaklingi þú ert að vísa í, en það er nokkuð ljóst að fleiri en ég misskilja þessa yfirlýsingu stjórnar á þann hátt að verið er að vísa í blogg Ómars Ragnarssonar og sjónvarpsfréttir í kjölfarið um umhverfi virkjunarinnar.
Svo þarf líka að taka tillit til þess að við "almenningur" erum dáldið brennd eftir þöggunartilburði og ótrúlega framkomu gagnvart almenningi nýverið af hálfu opinberra aðila, sem gæta eiga hagsmuni almennings fyrst og fremst; Landlæknisembættið, Saltmálið (Matvælastofnun) og Sorpbrennslu Vestfjarða málið.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.5.2012 kl. 20:03
Skil þig vel.
Einn munur er á þeim málum sem þú nefnir og útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og hann er sá að almenningur getur fylgst með í rauntíma hvaða áhrif jarðhitanýtingin er að hafa á andrúmsloftið.
Hérna sumsé: http://loftgaedi.heilbrigdiseftirlitid.is/default4.asp
Kveðja,
EHj.
Eiríkur Hjálmarsson, 26.5.2012 kl. 02:26
Úr fréttinni sem vísað er til í blogi:
"....er nauðsynlegt að vera stöðugt á varðbergi og gæta ítrustu varúðar. Stjórn Orkuveitu leggur ríka áherslu á að mótuð verði vöktunar- og viðbragðsáætlun vegna umhverfismála á svæðinu. ...................heldur voru þær upplýsingar sem gefnar voru í upphafi málsins veittar með fyrirvörum um að málið hefði ekki verið skoðað í þaula - og voru leiðréttar um leið og skoðun leiddi annað í ljós.“
Heitir þetta ekki á mannamáli að Orkuveitan hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast með sjálft afrennslið frá virkjuninni? Ja, ekki er það nú gæfulegt og væri fróðlegt að skoða hverju lofað var í upphafi framkvæmda varðandi "vöktunar- og viðbragðsáætlun vegna umhverfismála á svæðinu". Sú áætlun virðist semsagt enn ekki vera fyrir hendi skv. fréttatilkynningu Orkuveitunnar sjálfrar.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.