30.5.2012 | 19:24
Títuprjónar á fasteignabólu!
Stundum er talað um "lögmál" markaðar með spekingslegum svip.
Nær væri að tala um "syndrom" markaðar, eins og fasteignamarkaður á Íslandi lýsir sér 4 árum eftir hrun.
Einhvers staðar heyrði maður töluna 3-4000 íbúðir í eigu banka og íbúðalánasjóða, sem alls ekki mega lúta neinu venjulegu lögmáli og setja á markað, því þá væri 'hætta' á að verð myndi lækka.
Þetta er inngrip í markaðslögmál nákvæmlega eins og þegar bankar eru að reka gjaldþrota fyrirtæki í harðskeyttri samkeppni við aðila, sem hafa staðið af sér kreppuna.
Það er vissulega ákveðinn skilningur fyrir því að þessum eignum sé ekki frussað út á markaðinn, í einu vetfangi.
Fjórum árum eftir hrun, hlýtur samt að minnsta kosti ein kynslóð vera komin í spreng að komast í eigið húsnæði.
Fasteignabólan sem er að myndast er eitruð fyrir íslenskt hagkerfi í höftum. Hún hefur líka hælbítis áhrif til enn frekari hækkunnar á verðbólgu, til enn alvarlegri afleiðinga.
Ung fjölskylda, sem stendur mér nær, er búin að flytja þrisvar sinnum á þremur árum, af því að leigumarkaður á Íslandi er þjakaður af sama syndrómi og fasteignamarkaðurinn.
Myndi ekki góð gusa af fasteignum út á markaðinn, virka eins og títuprjónar á þessa illskeyttu og eitruðu bólu, sem nú er að myndast innan haftahagkerfisins á Íslandi?
Höftin mynda bólu á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl Jenný Stefanía; æfinlega !
Líkast til; mun fátt breytast hér, á viðvarandi þrælafjötrum húsnæðiskerfisins hérlenda, meðan núverandi stjórnarfar ríkir, í landinu, fornvinkona góð.
Í Færeyjum; og á Grænlandi, eru mun manneskjulegrir hættir, á skipan þessarra mála - hvað þá; lengra úti í veröldinni.
Með kærum kveðjum; að Klettafjalla rótum - sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 13:07
Ég held að þetta sé hárrétt hjá þér. Það er raunar hroðalegt til þess að vita hvað illa er staðið að grundvallarréttindum fólks. Menn skulu greiða í lífeyrissjóð þó þeir fái minnst af því til baka en séu bara "fallbyssufóður" fyrir sjálftökulið borgar sér ofurlaun úr sjóðunum fyrir að misnota þá. Fólk verður að búa við að það sé tekið veð í því sjálfu og jafnvel ættingjum til að greiða uppskrúfaðar skuldir, sem hið minnsta hefðu aldrei átt að tryggjast nema með veði í því sem lánað var til. Fasteignaverði er haldið uppi eins og þú bendir á, eingöngu til að vernda skamtímahagsmuni fjármálakerfisins.
Það er einhver undarleg hræðsla hjá þessari meintu "vinstristjórn" við að vernda grundvallarréttindi almennings og leysa svo þrautir fjármálakerfisins, rétt eins og hjá einræðisstjórnum sem telja mannréttindi aukaatriði hjá því að leysa einhver önnur mikilvægari mál að því er þeim fynnst.
Svo eru það nú blessaðir hægri mennirnir, ættu þeir ekki að vera útblásnir af hugsjónum og aðgerðurm til að vernda einstaklingsfrelsið? Ekki ber nú mikið á því, enda yrði það varla trúverðugt hjá liðinu sem kom hér öllu á hliðina!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 14:07
Sælir báðir, í skýrslu RNA sem ég glugga stundum í, kemur einmitt fram þessi skortur á hugrekki við ákvarðanatöku alla, nokkurs konar valkvíði.
"Pólitísk lömunarveiki" var þetta kallað í 8 bindi bls. 139
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.6.2012 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.