Umburðarlyndi innri endurskoðunar gagnvart "hástökkvurum".

Þegar þessi dómur er lesinn kemur fram eftirfarandi yfirlýsing frá innri endurskoðanda bankans, sem endurspeglar sjónarmið og vinnureglur sem vonandi heyra sögunni til og heyrast aldrei aftur:

"Fram kom hjá [..] innri endurskoðanda, að starfsmenn ættu ekki að blanda sínum eigin fjármálum saman við fjármál viðskiptavina bankans. Hún sagði að einhverju sinni hefði verið gerð athugasemd um vinnulag ákærðu, en ákveðið hefði verið að bregðast ekki við þar sem hún aflaði bankanum mikilla tekna. "

Þarna er komin enn ein skýring á umburðarlyndi og aðgerðarleysi gagnvart vafasamri háttsemi     bankastarfsmanna einkum þeirra sem taldir voru "afla bankanum mikilla tekna".  Þetta eru einmitt starfsstöðvarnar sem eiga að vera umluktar viðvörunarbjöllum.

Svipuð sjónarmið heyrast stundum frá þeim sem telja sig greiða svo háar fjárhæðir í skatta að réttlætanlegt sé að horfa fram hjá minniháttar skattsvikum.   Þeir ættu jafnvel rétt á einhvers konar aukaafslætti á skattprósentu, og telja völl sinn, mátt og megin felast í fjárhæðinni sem þeir og fyrirtæki þeirra er gert að greiða skv. samfélagssáttmála um skattgreiðslur.  

 


mbl.is Sýknuð af ákæru um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband