Einbeitt og viðvarandi tortryggni - aðskilnaður fjárfestingabanka og viðskiptabanka.

Í ljósi atburða s.l. 5 ára, ríkir innbyggð, einbeitt og viðvarandi tortryggni gagnvart stjórnendum banka, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim.

Ef sú einbeitta tortryggni  er farin að mildast eitthvað, og fólk er farið að ljá eyra fagurgala banka á ný, er gott ráð að horfa sem snöggvast  á þessa mynd "Inside job"

Stærstu og "virtustu" bankar í heimi tóku þátt í sukkinu, markaðsmisbeitingunni og blekkingunni.

Á síðasta þingi kom fram þingsályktartillaga um aðskilnað fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Leitað var umsagnar hjá hagsmunaaðilum eins og vera ber.  

Allir bankarnir voru neikvæðir gagnvart þessari tillögu, en það sem vakti mesta furðu var að Fjármálaeftirlitið var einnig neikvætt og taldi að slíkur aðskilnaður gæti orðið til að tefja vinnu við að eyða óvissuþáttum í endurreikningum á gengislánum,  (sem sumir eru ekki byrjaðir á, og aðrir ekki einu sinni hálfnaðir við að reikna út)

Einn banki, fjárfestingabankinn Straumur fagnaði þessum aðskilnaði, enda "jákvæður hagsmunaaðili" á ferð í samkeppni við blandaða starfsemi hinna bankanna.

Athygli vakti hins vegar harðorð umsögn frá Straumi:  Fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi leiðir af sér hegðun sem ekki verður stöðvuð með reglum, sem ganga skemmra en aðskilnaður.  Bent er á að freistnivandi - hagsmunaárekstrar og eðli manna, sem leiddi til hrunsins standi óhögguð og óbreytt.

Lýðræðisvaktin er sammála þessu:

Girða þarf fyrir getu banka til að braska með innstæður með því að reisa eldveggi milli venjulegrar bankastarfsemi og áhættufjárfestingar eða aðskilja að fullu viðskiptabanka- og fjárfestingastarfsemi. Setja þarf lög eða reglur um leyfilegan hámarksvöxt útlána bankanna, gera strangar kröfur um gagnsæi, efla fjármálaeftirlit til að halda bönkunum í skefjum og stuðla að eðlilegum starfsháttum þeirra með sterkari neytendavernd á fjármálamarkaði.

Logo300x52  LV 


mbl.is Földu tap sem nam landsframleiðslu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú værir góður fulltrúi til að vinna fyrir þjóðina á Alþingi Jenný.  Og það gildir líka um fullt af fólki á öðrum framboðslistum. Synd að ekki skuli vera búið að innleiða persónukjör þvert á lista.  En ekki er öll von úti enn.

Gangi þér vel í baráttunni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2013 kl. 22:11

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk Jóhannes, mér líður eins og þér varðandi persónukjörið. Nýja stjórnarskráin hefði t.d. innleitt það, ásamt fjölmörgum bráðnauðsynlegum spillingavörnum,(mitt hjartans mál) því eins og einn góður hugsuður sagði; "Við og við verður hér hrun" ný stjórnarskrá er einasta vonin til að milda afleiðingar og jafnvel fækka þessum hrunum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.4.2013 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband