Bankarekstur í samfélagi í sárum!

Styrmir Gunnarsson spyr áleitinnar spurningar í greinarkorni með yfirskriftinni;  "Hvernig geta bankar náð svona hagnaði út úr samfélagi sem er enn í sárum". Dittó á þessa spurningu hugsaði ég og hóf smá rýni í tölurnar.

Í fréttinni sem ég hengi við þennan pistil  og öðrum fréttum af afkomu bankana er lítið gert til að rýna í tölurnar að baki.    

Gera verður greinamun á því hvort "hagnaður" stafar af raunverulegum árangri í aukningu á tekjum eða lækkunar á gjöldum.

Bankarnir þrír hafa búið við undarlega stöðu s.l. fimm ár, vegna skuldasafnsins, sem þeir fengu á hrakvirði, en hafa svo smátt og smátt verið að leysa inn "hagnað" sem stafar að mestu leyti af uppfærslu á lánum sem þeir fengu til eignar með "deep discount" eins og Landsbankinn orðar fyrirbærið.

Mætti halda að nú fimm árum seinna væri þessi innlausn á skuldasafninu komin í jafnvægi og að mestu lokið en það er nú öðru nær, eins og kemur fram  í rekstrarreikningum bankanna þriggja fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs og ársins í fyrra. 

Grunnrekstrartekjur banka felast í vaxtamun, þóknunar og umboðslaunum.  Stærstu rekstrargjöld eru laun og launatengd gjöld sem eru um og yfir helmingur rekstrargjalda.  Íslandsbanki er í raun eini bankinn sem "státað" getur að lækkun rekstrarkostnaðar um 500 milljónir milli ára.  Árangur Landsbankans í lækkun rekstrarkostnaðar, kafnar alveg í gjaldfærslu launa í formi hlutabréfagjafar til starfsmanna eins og frægt var.  Arion banki er með mikla hækkun á rekstrarkostnaði.

En skoðum nú hvern lið fyrir sig;

 Vaxtatekjur nettó   

  • Landsbanki 16,997 mkr og lækkaði um 8,5% milli ára
  • Íslandsbanki 14,518 mkr og lækkaði um 12,5% milli ára
  • Arion banki 12,667 mkr og lækkaði um 8,7% milli ára
Nettó tekjur af þóknun og umboðslaunum
  • Landsbanki 2,960 mkr og hækkaði um 41,5% milli ára
  • Íslandsbanki 5,122 mkr og hækkaði um 15,7% milli ára
  • Arion banki 5,298 mkr og lækkaði  um  0,7% milli ára  

Til gamans (eða gremju) er hér yfirlit yfir ofangreindan kjarnarekstur árið 2007

2007   Vaxtatekjur nettó Þóknun og umboðslaun

  • Landsbanki 54 milljarða 39 milljarða
  • Glitnir 39 milljarða 37 milljarða 
  • Kaupthing 80 milljarða 55 milljarða                                                                          

Glöggt má sjá að þóknunartekjur og umboðslaunatekjur nettó vógu þungt í kjarnarekstrinum allt frá 70% af vaxtatekjum nettó og uppúr.  

Samdráttur í mikilvægasta tekjuliðnum um og yfir 8% milli ára, myndi valda miklum vandræðum hjá hvaða  fyrirtæki sem er. 

Nettó uppfærsla  á lánasafni fengnu á "deep discount"  

  • Landsbanki 6,251 mkr og hækkar um 32% milli ára (2012 4,733 mkr)
  • Íslandsbanki 7,850 mkr og hækkar um 336,4% milli ára (2012 1,799 mkr)
  • Arion banki   134  mkr og lækkar um 94,7% milli ára ( 2012  2,532 mkr)
Hér er komin ein helsta skýring á því að "hagnaður" Arion banka er lægstur af bönkunum þremur.
 
Óljóst er eftir hvaða leiðum og reglum uppfærsla lánasafnsins á sér stað, en áður hefur verið bent á þá skoðun að ekki væri óeðlilegt að henni væri að fullu lokið fimm árum síðar.   

Því veltir maður  því fyrir sér hvort fleiri "kökur" leynist í boxinu, þ.e. hvort óinnleystur hagnaður vegna uppfærslu lána bíði "verri" tíma.  

Definition of 'Cookie Jar Accounting'

An accounting practice in which a company uses generous reserves from good years against losses that might be incurred in bad years. Cookie jar accounting is a sign of misleading accounting practices.

 

Nettó gengismunur ( gengishagnaður að frádregnu gengistapi)

  • Landsbankinn gengishagnaður 1,188 mkr hækkar um 42% milli ára
  • Íslandsbanki gengistap 1,715 mkr versnar um 332% milli ára
  • Arion banki gengistap 1,248 mkr versnar um 738% milli ára

 

S.l. hálft ár hefur krónan styrkst nokkuð og því er ljóst að nettó eignastaða Landsbankans í erlendum gjaldeyri er jákvæð, en neikvæð hjá hinum tveimur.

 

Heildartekjur  

  • Landsbankinn 34,894 mkr og hækkar um 48,1% milli ára ( 2012  23,560 mkr)
  • Íslandsbanki 28,453 mkr og hækkar um 12,7% milli ára ( 2012  25,253 mkr)
  • Arion banki 20,832 mkr og lækkar um   16,4% milli ára (2012  24,930 mkr)

 

Mjög er farið að draga í sundur með bönkunum í samanburði við fyrra ár, þegar heildartekjur námu á bilinu 23-25 milljarða.  Skýringu á hækkun og lækkun heildartekna milli ára er fyrst og fremst að finna í uppfærslu á lánasafni, eins og að ofan er lýst.

 

Rekstrarkostnaður

  • Landsbankinn  16,190 mkr og hækkar um 34,6% milli ára (2012 12,027 mkr) *
  • Íslandsbanki 13,046 mkr og lækkar um 3,7% milli ára ( 2012 13,550 mkr)
  • Arion banki 12,907 mkr og hækkar um 10,8% milli ára (2012 11,644)
* Á tímabilinu var gjaldfærð "hlutabréfagjöf" til starfsmanna Landsbankans undir laun samtals um 4,7 milljarðar, án þeirrar færslu hefði rekstrarkostnaður Landsbankans lækkað um 4,6% eða svipaða fjárhæð og Íslandsbanki.
 
 

Í ofangreindri útleiðslu tel ég mig hafa sýnt fram á "hvernig bankar geti náð svona hagnaði út úr samfélagi sem er enn í sárum."

Bankar eru búnir að afskrifa hundruði milljarða, engu að síður geta þeir enn fært upp lánasöfnin á grundvelli líklegra endurheimta, og tekjufært í bókum sínum, og rekið sig með "viðunandi" hagnaði.

Í eðlilegu árferði, þegar loftið í lánasöfnunum verður innleyst að öllu leyti, er ljóst að rekstur bankanna á undir högg að sækja. 

 

 

 

 

 


mbl.is Högnuðust um 32,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tomas Jeffersson sagði okkur þetta allt saman.

Þetta er kreppuflétta, allir fá að byggja upp heiminn,

og síðan eru eignirnar látnar falla í verði,

og sagt að eign fólksins sé farin.

Það var engin eign í tölunni,

sem bankinn, fjárfestirinn

lánaði.

www.herad.is

Endursagt.

Thomas Jefferson said,

"Ef Ameríska þjóðin lætur einkabanka stýra myntútgáfunni,

peningaprentuninni, þá munu bankarnir og fyrirtæki þeim tengd, 

ræna þjóðina allri velmegun, "það er fasteignum og lífsviðurværi," 

í fyrstu með verðbólgu, og síðan með verðhjöðnun, 

og þá munu afkomendur okkar verða heimilislaus 

 "og á vergangi í landinu.""

 

A must read, Athuga vel.

"Thomas Jefferson said,  

 "If the America people ever allow private banks

to control  the issuance of their currencies,  

first by inflation and then by deflation,  

the banks and corporations that will grow up around them  

will deprive the people of all their prosperity  until their children

will wake up homeless  on the continent

their fathers conquered"

-

A must read  

Athuga vel

http://www.herad.is/y04/1/2011-10-05-Central-banks-05.htm

 



Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 19:43

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þegar reikningar bankanna eru skoðaðir "fyrir hrun" styrkist sú skoðun að liðurinn nettó breytingar á deep discounted lánasafni á frekar heima í óreglulegum og "discontinued" operation. Það er villandi að taka þetta inn sem reglulegar rekstrartekjur sem mynda ásættanlega "going concern" afkomu, með tilliti til samanburðar og samhengis við annan bankarekstur sem ekki býr við þennan veruleika.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.8.2013 kl. 19:46

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Eitthvað mikið er að í okkar efnahagskerfi. Aðeins í nokkur ár hefur verið "fljótandi króna" frá því við ákváðum að hafa eigin krónu.

Sýnir að ekki er fært fyrir smáþjóð að af eigin krónu, sama hversu vel er stjórnað.

Verðbólga er hér líka langt yfir því sem gerist hjá nágrönum.

Það sem er öðru vísi hér voru skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar. Þær voru verðbólguaukandi án þess að ráðherrar væru þess meðvitandi.

Fréttamennska Ríkisútvarpsins er líka verðbólguhvetjandi. Stór hluti frétta fjalla um launabaráttu hjá hinu opinbera. Skoðanir meinatækna og leikstjórakennara á launamálum geta verið aðalfréttaefnið.

Seðlabankinn notar það sem skálkaskjól fyrir háum stýrivöxtum að óvissa í launamálum sé framundan. Þannig vinnur hið opinbera á móti meiri atvinnusköpun og auknum hagvexti. Háir vextir og verðbólga draga máttinn úr atvinnulífinu. Þrátt fyrir að peningaprentun sé hjá bönkum er ekki mikið um að vera í fjárfestingum utan bankakerfisins. Það verður að hafa í huga að bankarnir eiga stóran hluta í atvinnurekstri. Lítið eigið fé er reglan frekar en undantekning.

Guðmundur Ásgeirsson fjallar líka um peningakerfið í pistli sínum í dag.

Sigurður Antonsson, 1.9.2013 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband