26.8.2009 | 15:44
Siðareglur alþingismanna, hvað dvelur?
Langflestar starfsgreinar hafa svokallað "code of ethics"
Fyrir réttu ári birtist frétt á eyjunni og í fréttblaðinu um : "Siðareglur fyrir þingmenn, sem hafa verið í smíðum allt frá síðasta kjörtímabili, verði að líkast til samþykktar fyrir næstu kosningar." haft eftir Arnbjörgu.
Ríkisstjórn Jóhönnu hafði einnig áform uppi um slíkar siðareglur. Ekkert hefur enn birst á blaði né prenti.
Hvaða aumingjaskapur er það að innleiða ekki slíkar reglur strax.
Forseti Alþingis gæti gegnt hlutverki siðameistara, sem skæri úr vafasömum málum, sem þingmönnum ber að leggja fyrir, leiki einhver grunur um að "boð stórfyrirtækis eða banka" til valins þingmanns brjóti í bága við slíkar reglur.
Það er hægt að afrita og líma prýðilegar siðareglur þjóðþinga víða um heim. Ætti ekki að taka nema 10 mínútur.
Þess í stað eru haldin námskeið fyrir verðandi alþingismenn í orðskrípinu "háttvirtur og hæstvirtur".
Slíkar siðareglur myndu skera úr um í eitt skipti fyrir öll, hvort brot hafi átt sér stað, svo aumingjagóð og skilningsrík þjóðin þurfi ekki að velta sér upp úr rauðvínsdrykkju og lýgi.
Hér er eitt dæmi:
CODE OF ETHICS FOR GOVERNMENT SERVICE
Any person in Government service should:
1. Put loyalty to the highest moral principals and to country above loyalty to Government persons, party, or department.
2. Uphold the Constitution, laws, and legal regulations of the United States and of all governments therein and never be a party to their evasion.
3. Give a full day's labor for a full day's pay; giving to the performance of his duties his earnest effort and best thought.
4. Seek to find and employ more efficient and economical ways of getting tasks accomplished.
5. Never discriminate unfairly by the dispensing of special favors or privileges to anyone, whether for remuneration or not; and never accept for himself or his family, favors or benefits under circumstances which might be construed by reasonable persons as influencing the performance of his governmental duties.
6. Make no private promises of any kind binding upon the duties of office, since a Government employee has no private word which can be binding on public duty.
7. Engage in no business with the Government, either directly or indirectly which is inconsistent with the conscientious performance of his governmental duties.
8. Never use any information coming to him confidentially in the performance of governmental duties as a means for making private profit.
9. Expose corruption wherever discovered.
10. Uphold these principles, ever conscious that public office is a public trust.
[Source: U.S. House of Representatives Ethics Committee]
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Siðareglur ? nú mæta þar meyjar og peyjar í gallabuxum, rall hálf með fitugt hárið - sé ekki fyrir mér að siðareglur verði settar í bráð
Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:04
.... og forseti spilar undir á bjöllu!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.8.2009 kl. 16:08
úúúffff meira glamrið það
Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:18
Flestar stéttir t.d. innan heilbrigðigeirans eru með siðareglur og ef einhverjir þurfa siðarreglur og þær strangar þá eru það þingmenn.
Finnur Bárðarson, 26.8.2009 kl. 16:24
Þessar siðareglur sýnast mér góðar, það þyrfti bara að þýða þær á íslensku. Það þarf ekki að gera svona séríslenskar siðareglur. Þar væru örugglega undantekningar og frændsemishyglingar settar með.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:40
Mæltu manna heilust Jenný Stefanía!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:06
Heil og sæl öll sömul
Í frétt Fréttablaðsins 30.ágúst 2008 kom fram að verið væri að staðfæra siðareglur frá Danmörku, fínt, en hvað dvelur eiginlega. Við gætum líka tekið sænsku siðareglurnar upp, sem þrykktu Moniku út af þingi þegar hún gerðist sek um að kaupa Toblerone og Tampax út á kreditkort ríkisins.
Það er óþolandi aumingjaskapur að þessar reglur skuli ekki vera til, og að alþingismenn geti gengið um ljúgandi og afsakandi sig allt eftir veðri.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.8.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.