10.9.2009 | 07:08
Segist ekki hafa verið innherji!
Í mbl. í dag kemur fram að fyrrverandi sparissjóðsstjóri SPRON segir engan tengdan sér hafa átt viðskipti með stofnbréf ........ nema eiginkonu sína.
Síðast þegar ég las reglur um innherja Nr 987/2006 þá hefði ég skilgreint nefndan sparissjóðsstjóra Guðmund Hauksson sem fruminnherja og aðila tengdum honum fjárhagslega sem innherja.
Er ég kannski svona rosalega þröngsýn, eða fyrrverandi sparissjóðsstjóri svona gífurlega víðsýnn?
Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rosalega er hann í skrítnu sambandi við konu sína.
Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 16:45
Það er margt skrítið við þessa kalla. Jón Ásg. Jóhannesson hélt því fram í Silfri Egils að hann kannaðist ekkert við eyjuna Totola þó svo eignarhaldsfél. hans Gaumur Holdings hafi verið stofnað þar og umtalsverðar eignir geymdar þar. Þessir menn eru einstaklega lagnir að snúa blinda auganu að því sem getur komið sér illa fyrir þá.
Þráinn Jökull Elísson, 12.9.2009 kl. 21:47
Þetta átti auðvitað að vera Tortola.
Þráinn Jökull Elísson, 12.9.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.