Færsluflokkur: Bloggar
10.9.2009 | 07:08
Segist ekki hafa verið innherji!
Í mbl. í dag kemur fram að fyrrverandi sparissjóðsstjóri SPRON segir engan tengdan sér hafa átt viðskipti með stofnbréf ........ nema eiginkonu sína.
Síðast þegar ég las reglur um innherja Nr 987/2006 þá hefði ég skilgreint nefndan sparissjóðsstjóra Guðmund Hauksson sem fruminnherja og aðila tengdum honum fjárhagslega sem innherja.
Er ég kannski svona rosalega þröngsýn, eða fyrrverandi sparissjóðsstjóri svona gífurlega víðsýnn?
Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2009 | 17:10
Er fámennið helsta ástæðan fyrir erfiðleikum núna?
Ég er ósammála þessari söguskýringu. Íslendingar hafa aldrei verið fjölmennari ....... þegar landið varð gjaldþrota. Meira að segja var nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl í stríðum straumum, þegar best lét.
Næstu árin þarf að reka landið eins og hvert annað fyrirtæki. Í stjórn þessa fyrirtækis þarf ekki að setja fleiri en 11 manns. Allir aðrir lúta þessari stjórn og bretta upp ermar og fara að vinna að öflun þjóðartekna.
Fámenni þarf ekki endilega að vera uppskrift að spillingu. Innræti og græðgi örfárra er uppskrift að spillingu, sem að lokum endar með allsherjar hruni.
Fámennið helsta ástæðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2009 | 03:49
Bónus og refsing!
Þessar fyrirætlanir hljóma so and so.
Á meðan bónusarnir eru reiknaðir út frá sömu forsendum og fyrr, sem miða að því að belgja út efnahagsreikninga og loftbólur, þá með "góðum" lögfræðingum verðbréfamiðlara, mun frönskum bönkum vart takast að "sanna" refsivert athæfi, ........ ja nema að franska bankakerfið hrynji allt eins og spilaborg, eins og gerðist á Íslandi.
Af hverju má ekki greiða þessum starfsmönnum laun og sleppa þessari
bónustengingu sem var hönnuð og stílfærð af geimverum á græðgishnetti.
Ef bónuskerfi eiga rétt á sér, þá þarf að byggja það upp fyrir alla. Punktakerfi gæti litið svona út:
1) Mæting og viðvera
2) Hreinlæti
3) Andlegt atgervi, húmor
4) Vímulaus í vinnutíma (pissupróf með stimpilklukku)
5) Vingjarnleg framkoma við ræstitækni
6) Kg. fjöldi í endurvinnslu frá vinnustöð
7) Fjöldi heimsókna til tannlæknis á ári.
Auk þess skal ætlast til að fólk vinni vinnuna sína, sem það var ráðið til.
Bónus og refsing í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2009 | 02:41
Hið grugguga eðli
Hugsaðu þér glas fullt af vökva. Neðst á botninum er brún þykk leðja 10%.
Síðan tekur við gruggugt vatn, sem er gruggugara neðst en verður tærara eftir því sem ofar dregur 80%. Efsta lagið er svo krystaltær vökvi 10%.
Mannlegt eðli og afstaða gagnvart svindli, prettum, lygum, svikum og þjófnaði lýsir sér í þessu glasi. Neðsta lagið; leðjan eru þeir sem munu alltaf svíkja, stela og svindla, sama hvað gengur á. Þeir eru gjörsamlega siðblindir og veruleikafirrtir.
Grugguga vatnið endurspeglar tækifærissinnana; ef að tækifæri býðst, þá svindla þeir og stela líka. Þeir sem eru nær leðjunni eru líklegri en þeir sem ofar eru, til að grípa glóðina þegar hún gefst, hinir sem eru ofar, munu hugsa sig vel um, vega og meta ávinning og áhættu.
Efsta lagið mun aldrei svindla, svíkja eða pretta hvað sem á gengur, þetta er fólkið sem allir vilja vera í orði en ekki endilega á borði, því hætt er við að áhættufælnin og dýrlingabjarminn verði leiðinlegur til lengdar, trúlega algjörlega húmorslausir líka.
Ofangreint hefur margsinnis verið kannað og enginn getur í raun ekki séð þau tilvik þegar þeir gruggast svolítið, t.d. gagnvart skattinum eða hverju því tilfelli þar sem mammon og pyngjan kemur við sögu.
Það er þess vegna mikilvægt hvort heldur það er á vinnustað, á heimili, eða í þjóðfélagi, að prófið sé ekki of þungt. Tækifæri til undanskots og þjófnaðar verður að fyrirbyggja með skýrum, gegnsæjum leikreglum, þar sem allir sitja við sama borð. Langflestir þrá að vera heiðvirtir borgarar, en þá verða þeir að geta staðist prófið, samkvæmt normalkúrfu.
Þegar t.d. skattprósenta er hækkuð úr hófi fram, þyngist prófið og gruggið eykst. Þess vegna má færa fullgild rök fyrir því að hækkandi skattprósenta skili sér í meiri undirheimastarfsemi og svikum, og því skili hún í raun minni tekjum til ríkisins, en ef prósentan er hófstillt.
Átti í töluverðum tremma við að sannreyna þetta sjónarmið varðandi þá útrásarvíkinga, sem gátu ekki einu sinni greitt lægsta fjármagnstekjuskatt í heimi, og fluttu fjármuni sína til aflandseyja. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir væru í raun brúna leðjan á botninum.
Segja má að ástandið í dag á Íslandi megi líkja við að hrærivél hafi verið stungið oní glasið, og nú sé það löðrandi í brúnu gruggi. Ekki endilega að tækifærin séu svo mörg, heldur að sá lögaðili sem er að leggja á þyngri og þyngri byrðar, hefur gjörsamlega misst allan trúverðuleika og traust. Það er búið að hrifsa eignir, lækka laun, hækka skatta, og svo á að skrifa undir margra ára áþján sem slekkur alla von um betri tíð um langa framtíð.
Einasta von um að botnfall verði í glasinu aftur, er að skafa leðjuna burt, koma henni undir lög og reglur, sem allir héldu þó að ríktu í réttarríkinu.
Síðan þarf að gæta þess alltaf að fækka og útrýma tækifærum, með því að hafa einfaldar og skýrar reglur, sem ekki er hægt að túlka til andskotans og stóreflt eftirlitskerfi, sem allir aðilar treysta á að sé sanngjarnt og tryggi að allir sitji við sama borð.
Mannlegt eðli verður aldrei umflúið.
17.júní 2009 Jenný Stefanía Jensdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)