Færsluflokkur: Bloggar

Hefjum frekar innflutning á hjartaaðgerðum.

Einu sinni var ég um borð í flugvél Air Canada á leið til Toronto, og áframhaldandi flugs til Íslands.

Flugfreyjunni hefur líklega fundist ég vera þungt hugsi, því hún spurði mig hvert ég væri að fara og yfir hverju ég væri áhyggjufull.  Af því að hún var viðkunnaleg þá sagði ég henni að það væru nú hjartveiki í fjölskyldunni sem angraði hugann.

Elsku vina, þú veist líklega að á Íslandi eru bestu hjartaskurðlæknar í heimi, svo þú getur allavega þakkað fyrir það.    Nú sagði ég og var hvumsa yfir þessari yfirlýsingu kanadísku flugfreyjunnar.   Jú jú þetta er alþekkt, við höfum stundum þurft að millilenda á Íslandi með hjartveika farþega, og það hefur undantekningalaust farið vel.

Þessari ömurlegu þróun og atgervisflótta í verstu mynd þarf að snúa við.  Með slíka sérfræðinga og slíkt umtal, ættu við frekar að hefja innflutning á hjartaaðgerðum.


mbl.is Hjartaaðgerðir hugsanlega fluttar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilabrot um skaðabótarkröfur.

Allir stjórnarliðar og háttsettir embættismenn á árinu 2008, hafa staðfest vitneskju um alvarlega erfiðleika í fjármálakerfinu.

Dagsetninginn í byrjun febrúar 2008 virðist vera sú dagsetning, sem eðallýðnum var ljóst að kerfið væri að hruni komið.  Nokkrir brugðu sér af bæ, og komu sínum eignum í skjól, m.ö.o. seldu hlutabréfin sín. 

Það er algjörlega ljóst að óvarlegt tal um veikleika fjármálakerfis eða banka getur beinlínis flýtt atburðarrás, áhlaupi og hruni, eins og ISG staðfestir í þessari tilvitnun: 

"Ég leit aldrei svo á að þetta væru sérstakir trúnaðarfundir enda var aldrei minnst á að ekki mætti segja trúnaðarmönnum flokkanna frá því sem þarna fór fram, þó öllum væri auðvitað ljóst að allar upplýsingar um erfiðleika fjármálakerfisins voru mjög viðkvæmar."(Pressan)

Á hinn bóginn er það saknæmt að "tala upp" fjármálakerfið gegn betri vitund.  Fjölmargir fjárfestar og aðrir viðskiptamenn bankanna, gætu þannig átt möguleika á skaðabótum vegna fjármálagerninga eftir að vitneskjan var kunn elítunni í febrúar 2008, en engu að síður hélt hún áfram að mæra og stæra sig af styrkleika íslenska fjárhagskerfisins.  Þessa fjármálagerninga gerðu viðkomandi í góðri trú, og trausti á forystumenn stjórnmála, seðlabankastjóra, bankastjóra, yfirmenn fjármálaeftirlits og fleiri aðila.

Svo treysti ég því að þessir háttsettu aðilar og valdamenn, hafi í síðasta sinn sagt:

"ég hafði ekki vitneskju"  " það var logið að mér" "enginn sagði mér neitt"

Hin mikla ábyrgð starfsins felst nefninlega í því að:  Vita það sem ekki er vitað, kynna sér málavöxtu og rótdraga sannleikann úr lygavafningum.

 

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðleg síbylja ritstjóra.

Þessa dagana hefur umræðan um síbylju ritstjórans á Hádegismóum aukist mikið.  Líklega má "þakka" þessa auknu athygli ummælum Jóns Baldvins um manninn sem var æðsti valdhafi íslenska ríkisins í 13 ár, seðlabankastjóri strax á eftir, numinn á brott með byggingakrana úr rústum íslensks efnahagslífs, sem hrundi með manni og mús fyrir bráðum 2 árum, og telur enn að hann beri nákvæmlega enga ábyrgð, það sé engin ástæða til afsökunar, enda var hann eini maðurinn sem varaði við.

Allan þennan valdatíma fór það ekki fram hjá neinum ef manninn mislíkaði við einhvern.  Hann beitti "uppistands" aðferðum við að tala niður "götustráka" og önnur hrekkjusvín og þótti alveg drepfyndinn í ákveðnum hópum og klíkum, sem maðurinn hélt að væri (heldur að sé) þverskurður þjóðfélagsins.

Ég fullyrði að ástæðan fyrir því að um miðbik Baugsmálsins svokallaða fór síbylja mannsins að hafa þveröfug áhrif.    Mörgu fólki fraus hugur við því að horfa á hvernig persónuleg óvild hans skyggði á málefnin og meint fjármálasvik, sem mótaðilinn nýtti sér til ýtrasta og skapaði þannig meðbyr með sjálfum sér, sem kannski hefur haft áhrif alla leið inn í dómshús, og kannski ekki.

Nú er maðurinn orðinn ritstjóri fyrrum virtasta blaðs landsins, og skrifar þar leiðara og staksteina sem bæði upplýsa DNA, fingrafari og hugarfari ritarans, svo algjör óþarfi er að manngreina höfund.

Til skamms tíma, var hægt að setja athugasemdir inn á þessi leiðaraskrif á blogginu, en því lokaði maðurinn fljótlega, þannig að einungis þeir sem greiða fyrir áskrift af síbyljunni mega rita athugasemdir.  Fjölmargir sem sagt hafa upp blaðinu eftir áralanga áskrift, gerðu grein fyrir uppsögn sinni, m.a. á bloggi.is

Nú er svo komið að það þykir stórhættulegt mannorði og trúverðugleik einstaklings ef leiðari blaðsins eða staksteinn mærir hann, enda sé þessi einstaklingur ekki venjulega talinn vera meðhlæjandi ritstjórans.

Er viss um að enn situr prýðilegt fagfólk upp í Móum, sem svíður að vera brigslað við síbylju eða undirlægjuhátt á kostnað fagmennsku í blaðamennsku.  

Á sama hátt og síbyljan þegar Baugsmálið stóð sem hæst og sneri almenningsáliti upp í andhverfu við síbyljuna, "óttast" ég að áframhaldandi síbylja mannsins í ritstjórastól muni stórskaða jafnvel fólkið sem ann honum mest.

Það er enn tími til að taka fyrsta skrefið. 

 

 


Hvernig er ábyrgðatryggingu æðstu stjórnenda og fagaðila háttað á Íslandi?

Hvet alla til að hlusta á 2 fyrirlestra William K Black í Háskóla Íslands 4. og 5 maí s.l.

Ég vil fullyrða að þjóðarsálin hafi séð ljósið í dag, þegar tveir höfuðpaurar eins af "þremur stóru" eins og William Black kallar þá, voru handteknir og færðir í gæsluvarðhald.

Í seinni fyrirlestri Williams ræddi hann um "Recovery" eða endurheimtur ránsfengsins.

Hann sagði eins og alþjóð veit, að stór hluti ránsfengsins, verður aldrei endurheimtur, af því að hann var einfaldlega ekki til.  Loftbóla, gas, eða peningar sem nú eru englapeningar, eins og einn höfuðpaur vísaði til, þegar hann sagði að peningarnir væru í "money heaven".

Skv. reynslu Black, er stærsta endurheimtarvon að finna hjá endurskoðendum, enda séu þeir, eða tryggingafélög þeirra, "primary source of recovery".

Það þarf að fara í dýpstu vasana!

Salurinn sat frekar hljóður undir þessum ábendingum Blacks, vitandi að e.t.v. eru endurskoðendur á Íslandi ekki með neina ábyrgðarskyldutryggingu, eða að tryggingafélagið sé sá djúpi vasi, sem hægt er að seilast í, enda væri það svona eins og að leika vasabilljard, félögin eru jú meira og minna í eigu skattborgara.

Black nefndi líka 3 lykilatriði sem hægt væri að framkvæma með stjórnskipuðum endurheimtaraðgerðum.

Ein af þeim er "removal - probition"  Reka alla stjórnendur og starfsmenn, sem hafa gerst brotlegir og útiloka þá frá þesskonar störfum  um langa framtíð.

Annað úrræði - fyrirskipa endurgreiðslu á öllum eignum og bónusum sem fengnar voru með sviksamlegum aðgerðum (fraudulent actions).  Setja þung sektarákvæði við brot á starfskyldum stjórnenda og fagstétta.

 

Mér finnst ástæða til að fagna því að "réttlætisglæta" er í augsýn.

 

 

 

 

 


mbl.is Skýrslutökum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðameistara kanadíska ríkisins hefur borist bréf

frá Frjálslynda flokknum (Liberals) þar sem farið er fram á að íbúðakaup ráðherra í málefnum kvenna, (Status of Women Minister) séu yfirfarin og gengið úr skugga um að þessi kaup séu í samræmi við reglur banka um að bjóða ekki húsnæðislán án nokkurrar innborgunnar, atferli sem talið er hafa verið eldsneyti og olía fasteignakrísunnar í BNA.

Málavextir:

Ráðherrann kaupir sér 4ja svefnherbergja íbúð í uppahverfi Ottawa sem kostar tæpar 113 milljónir ÍSK.  Samanlögð árslaun ráðherrans fyrir þingstörf og ráðherraembætti eru rúmar 27 milljónir króna, eða fjórðungur íbúðarverðsins.

Ráðherrann  fær húsnæðislán hjá Nova Scotia Bank, en veðbækur sýna að eignin er veðsett til fulls.

Óljóst sé hvort hann hafi fengið fullt lán án þess að greiða neitt niður, eða að veitt hafi verið almenn bankafyrirgreiðsla (line of credit) fyrir niðurgreiðslunni með veði í íbúðinni.

 

Það er vissulega áhugavert að setja þessar tölur í samhengi við íslenskt umhverfi en miðað er við gengi á CAD$ 128 sem er á sögulegu pari við USD$ í dag.

Þeirri sem þetta párar finnst þó áhugaverðara að vita hvert sendir fólk sambærileg erindi og kvartanir til siðameistara íslenska ríkisins?

 

 

 


Vítaverð vandvirkni

Forstjóri sjúkratrygginga sýnir hættulega tilburði til vandvirkni og úrvinnslu á lögum og reglugerð.

Hann ráðfærir sig við þann eftirlitsaðila sem í enda dags, mun taka út framkvæmd á þessum lögum, til þess að móta rétta framkvæmd og sýnir jafnvel tilburði í þá átt að spyrja "hvað ef" spurninga.

Þetta er algjörlega fordæmalaust athæfi hjá forstjóra ríkisstofnunar, þar sem venja er að frussukennd lög og reglugerðir eigi að hrynda í framkvæmd, og taka svo á afleiðingum vandkvæða seinna.

Ráðherra ætlar að áminna forstjórann fyrir hættulega tilburði í vönduðum vinnubrögðum.

Löngu tímabært er þó að tannheilsa barna og unglinga eigi ekki að vera háð efnum foreldra þeirra.

Útfærsla á þessu réttindamáli, þarf þó að vera skotheld.


mbl.is Ráðherra ætlar að áminna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þríhöfða þursar felldu íslenska bankakerfið!

Íslenskt þjóðfélag þjáist af  fámenni, sem þarf síst að vera þjáning ef grundvallar siðferði er gætt í viðskiptum og samskiptum.

Neyðist til að tengja þessa  frétt   inn á blog.is þar sem ekki var að finna stafur eða krók á mbl. is um þessi stórmerku tíðindi.

Hér fara tölvusamskipti stjórnarmanns í Glitni við bankastjóra Glitnis sem eru augljóslega  sveipuð pirringi, yfir "fólkinu niðri í keðjunni" sem annað hvort skilur ekki skýr skilaboð stjórnenda um framkvæmd ákvarðana sem þeir hæstvitrir hafa "samið" um, eða eru kannski að vinna vinnuna sína eins og fólk á að vera flest, og kanna stjórnunarlegt gildi og lagaleg vankvæði sem gætu verið á  þessari  skipun um lánasamning, tja m.a. vegna þess að þarna var stjórnarmaður að skipa bankastjóra að lána fyrirtæki sem hann var framkvæmdastjóri hjá: hellings ff glás af peningum.

 „Sæll Lárus (...) Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okkar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bankanum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báðir nóg annað að hugsa um.

(...) Ég bið þig um að koma efni samkomulags okkar milliliðalaust niður til (starfsmanna fyrirtækjasviðs) þar sem boðin virðast ávallt ruglast á leið niður keðjuna og/eða á fundum lánanefndar. Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmdir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyrirtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar." segir stjórnarmaðurinn Björn Ingi við forstjórann Lárus, en Saxbygg var sjötti stærsti hluthafi Glitnis á þessum tímapunkti.

Aðeins tveimur vikum síðar, eða hinn 17. september 2008, var lánasamningurinn upp á rúma fjóra milljarða króna undirritaður. Þetta var tveimur dögum eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum og 10 dögum áður en stjórnarformaður Glitnis gekk á fund seðlabankastjóra til að óska eftir neyðarláni, en algjört frost var á lánamörkuðum á þessum tíma.

Það eru einkum þessi ummæli stjórnarmannsins sem vöktu viðundrun:

"Björn Ingi Sveinsson var ekki í aðstöðu til að veita fréttastofu viðtal, en hann viðurkenndi að hafa sent Lárusi umræddan tölvupóst. Björn sagðist ekki hafa sent póstinn sem stjórnarmaður heldur hafi hann verið að krefjast þess að samkomulag sem Saxbygg hefði gert við Glitni yrði efnt."

Hann sendir póstinn ekki sem stjórnarmaður, heldur sem  framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem átti að fá lánið.  Bið svo lesendur að meta hvort það er stjórnarmaður í bankanum sem talar "niður" til bankastjóra og fólksins hans, eða framkvæmdastjóri fyrirtiækisins, nema hvort þriggja sé.

Það voru svona "þríhöfða" þursar, sem tóku virkan þátt í að fella íslenska bankakerfið.

threeheadedmonster_977082.jpg


Djúp sannfæring

Þrátt fyrir eindregna andstöðu mína við þrásetu forseta á valdastóli, þá deili ég þessari djúpu sannfæringu með honum.

Endurreisn, í anda fjárkúgunar á saklausu fólki án þess að réttbært dómsvald fái úr því skorið, verður aldrei nema í orði. 

Mikilvægasti eiginleiki valdhafa er að lesa þjóðarsálina.  Þrátt fyrir mikla lesblindu undanfarin ár, hefur herra forseti nú stautað sig í gegnum eindregin vilja, sem ég fullyrði að sé þvert á hallærislegar flokkalínur.

Hrunflokkarnir eiga enn eftir að gera upp syndir feðranna.  Steingrímur Joð, sýndi afspyrnu leiðtogahæfileika í ræðum sínum á Alþingi.  Hefði viljað hafa sannfæringu fyrir því að ríkisstjórnin hefði barist með sama hætti gegn Icesave og þeim kýrskýra rétti almennings að malda í móinn, þó ekki væri nema fyrir komandi kynslóðir.

Hef ekki misst virðingu fyrir Steingrími og elju hans allt síðasta ár. Sú virðing hefur aðeins vaxið.

Því er réttast að draga lögin til baka, létta klafanum af Jóhönnu, og snúast til varnar fyrir hönd almennings á Íslandi. 


mbl.is Telur þetta leiða til sáttar meðal þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorvaldur Gylfason um "umsátrið".

Sterk grein eftir Þorvald Gylfason birtist í Vísi í dag.

Eins og sagt er á fésinu:  skyldulesning, 

Þessi samlíking um ástand, ástæður og firringu, fyrir og eftir hrun, er ekki á allra færi að lýsa með eins sterkum og afgerandi hætti.

 

Höfundur Umsátursins skilur ekki, hvers vegna ríkisstjórninni og Seðlabankanum var settur stóllinn fyrir dyrnar. Hann virðist ekki heldur skilja, að fjölskyldur þurfa stundum að sammælast um að stöðva ofdrykkju með afskiptum, sem sjúklingurinn kallar umsátur og fantatök. Honum er fyrirmunað að fjalla hlutlaust um orsakir bankahrunsins, enda skautar hann fram hjá því, að:

(a) Sjálfstæðisflokkurinn seldi Landsbankann í hendur dæmdum sakamanni og syni hans við þriðja mann;

(b) flokkurinn tryggði þannig framkvæmdastjóra flokksins framhaldslíf í bankaráðinu;

(c) bankinn stofnaði útibú í Sankti Pétursborg, háborg rússnesku mafíunnar, svo sem Ríkisútvarpið greindi frá;

(d) bankinn raðaði flokksmönnum á garðann;

(e) aðaleigandi bankans og formaður bankaráðsins keypti Morgunblaðið;

 (f) nokkrum misserum síðar komst bankinn í þrot, og nema kröfurnar á hendur þrotabúinu nú meira en fjórfaldri landsframleiðslu;

(g) aðaleigandi bankans lýsti sig síðan gjaldþrota í einu mesta gjaldþroti einstaklings, sem sögur fara af um heiminn;

(h) bankastjórn Seðlabankans keyrði bankann í þrot og lagði þannig á herðar skattgreiðenda skuld, sem nemur um fimmtungi landsframleiðslunnar að mati AGS; og

 (i) nokkrir nánir samherjar höfundarins í Sjálfstæðisflokknum sæta nú opinberri rannsókn vegna gruns yfirvalda um lögbrot. Þögnin um allt þetta er ærandi á köflum og grefur undan gildi bókarinnar.

Höfundur Umsátursins ber samt léttari farangur en sumir flokksfélagar hans. Hann skilur, að upphaf hörmunganna má að nokkru leyti rekja til kvótakerfisins og til einkavæðingar bankanna eftir sömu forskrift. Kvótakóngar keyptu stjórnmálamenn í kippum, segir hann fullum fetum. Hann segir hneykslaður: „Bæði í Danmörku og Svíþjóð ráða innmúraðar og innvígðar klíkur ferðinni í viðskiptalífinu." (bls. 105). Hann hafði áður notað sama orðalag um tiltekinn leynifund: „Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt og nokkur hlutur getur verið …" Þagnameistarinn lýsir nú eftir opnu og gagnsæju samfélagi. Hann hefur snúizt gegn sjálfum sér.


Ekki húmor fyrir þessu.

Eitt af því versta sem hugsanlega væri sagt um mig " hún hefur engan húmor, algjörlega húmorslaus", þar til nú myndi ég líka segja að þetta væru hin verstu öfugmæli um nokkra manneskju.

Þar til nú,  mér stekkur ekki bros við þessa frétt.

"Einnig hefur Ólafur Ragnar þegið boð Louise Blouin stofnunarinnar um að flytja lokaræðuna á alþjóðlegu málþingi um lærdómana sem draga má af fjármálakreppunni og hvernig hægt er að byggja upp hagsæld að nýju á traustan og öruggan hátt."

Hver verða næstu fleygu ummæli þessa forseta: "beated and broken?" Fall er fararheill!    


mbl.is Forsetahjónin í Bandaríkjaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband