Peningaþvætti var stundað á Íslandi Lokakafli.

Í kafla 1, 2, 3 og 4   (sjá link) hef ég lagt upp með spurninguna: Var peningaþvætti stundað á Íslandi?

Í þessum lokakafla er ég orðin sannfærð um að svo hafi verið, og það sem meira er íslensk stjórnvöld vita af því, sem gæti verið skýringin á hinu grunsamlega lélega baráttuþreki sem núverandi ríkisstjórn viðhefur í Æsseifmálinu. 

Rússnesku tengslin í hruni Íslands.

Þann 17. febrúar 2009 skrifaði Dr. Gary K Busch athyglisverða ritstjórnargrein á Ocnus.Net. 

Dr. Busch á langan feril að baki, bæði sem viðskiptamaður, ráðgjafi og prófessor við Háskólann í Hawaii, auk þess aðteampic_gbusch hafa gegnt gestaprófessorstöðum við fjölmarga háskóla. 

Hann hefur gegnt æðstu stjórnunarstöðum í alþjóðlegum flutningafyrirtækjum og sett m.a. upp flutningakerfi fyrir rússneska áliðnaðinn og rak flutninga-og frakt starfsemi innan Rússlands fyrir rússneskan útflutning.  Hann talar og les 12 tungumál og hefur skrifað 6 bækur og birt fjölda fræðigreina.

 

Grein Dr. Busch byrjar á því að fjalla um ásakanir útlægs rússnesks milljarðamærings Boris Berezovsky oligarka á hendur Vladimir Putin og hans kónum, um að þeir hafi notað "skítuga peninga" til að ná stjórn á breskum fyrirtækjum í gegnum fjárfestingar á Íslandi.   Þessi ásökun Boris kom fram í fréttaþætti Sky stöðvarinnar þann 13. febrúar 2009.Boris_Berezovsky_250

russia swollows iceland

 

Dr. Gary Busch var einmitt staddur á Íslandi, þegar viðtalið við Boris birtist, að ræða þetta mál við "íslenska aðila".  Ekki kom fram hvaða aðila hann ræddi við, en líklega hafa þetta verið fræðimenn innan Háskólasamfélagsins og fleiri.

Orðrétt segir Gary:

" Íslendingarnir sögðu að þeir hefðu rétt í þessu komið frá Alþingi, þar sem fjöldi Rússa væru í viðræðum við hina nýju íslensku ríkisstjórn um einmitt þetta mál.  Rússarnir sögðust hafa rannsakað þetta mál og uppgötvað að þessar ásakanir væru að stórum hluta sannar."

Í greininni fjallar hann mikið um Björgólfsfeðga og hins rússneska uppruna fjármuna Samson__jpg_550x400_q95þeirra, og jafnframt viðskiptafélaga þeirra Magnús Þorsteinsson, sem nú er flúinn til Rússlands aftur.

Þeir félagar seldu bjórverksmiðjuna Bravó til Heinekein á hárréttum tíma fyrir 400 milljónir dollara, og komu aftur til Íslands og keyptu Landsbankann, Eimskip, og notuðu auk þess féð í fáséða klónun á fé, sem markaði upphaf og endalok íslenska hagkerfisins eins og við þekktum það.     Dr. Busch hafði trúlega ekki hugmynd um að þessi kaup voru öll skuldsett, svo óljóst er í hvað þessir upprunalegu rússnesku peningar fóru, nema þeir séu ennþá til.  Hann fjallar að sjálfsögðu líka um þá sem sigldu í kjölfarið Baug, Kaupthing og Glitni, en Samson sagan, stendur samt upp úr sem upphafið.

Í lokakafla greinarinnar segir Dr. Gary Busch:

  " Íslensk yfirvöld segja í trúnaði að ástæðan fyrir að Rússar vildu lána Íslendingum 5,4 milljónir Evra, hafi verið ógnin um að peningaþvottaviðskiptin yrðu afhjúpuð og gerð opinber."

 

Tókuð þið eftir þessu?   Þarf nokkuð stærri glóð?  Þarf nokkuð frekari vitnanna við?

Ég skannaði blöð og netið í kringum þennan tíma og fann fátt um þessa leynilegu fundi.  Eitt blaðið fjallaði um ásakanir Berezovosky með almennum hætti.   Á hinn bóginn birtir Gunnar Tómasson ýmislegt athyglisvert á vefnum hjá Silfri Egils þann 16. febrúar 2009, sem leiðir líkum að því að hann hafi verið einn hinna íslensku viðmælenda Dr. Busch.

Þar segir Gunnar m.a.:

Enn er óvíst hvað bjó að baki blóðmjólkun samfélagsins á árunum 2004-2008- en ekki er hægt að útiloka að íslenzk fjármálafyrirtæki og svartir erlendir peningar komi þar við sögu.

Gunnar Tómasson setur fram eftirfarandi spurningar:

Af hverju vildi US Federal Reserve Board ekki hjálpa Seðlabanka Íslands?

Af hverju beittu Bretar hryðjuverkalögum á Landsbanka Íslands?

Af hverju vill Davíð Oddsson ekki tjá sig um málið?

Af hverju hika íslensk stjórnvöld við að leggja deiluna við Breta fyrir dómstóla? 

(Af hverju þessi linkind og aumingjaskapur í stærsta hagsmunamáli Íslands Æsseif? innsk.mitt)

Af hverju reifaði rússneski sendiherran $ 4 milljarða lán til Íslands?

Af hverju tóku íslensk stjórnvöld það tal alvarlega?

Ég veit ekki-en óttast sum-svörin við þessum spurningum segir Gunnar Tómasson að lokum.

Hripaði upp hugsanlega líkindatöflu fyrir því að peningaþvætti hefði verið stundað á Íslandi útkoman er nálægt 90% líkum á peningaþvætti.

 

 

 Líkindatafla peningaþvættis á ÍslandiStigVægiSamtalsSkýring
      
1Lög og reglur eftirfylgni framkvæmd810%8%10 enginn  lög
 Bankar og fjármálastofnanir    
2* bankaleynd810%8%10 fullkominn leynd
3* rafræn viðskipti - hátt tæknistig1010%10%10 hæsta tæknistig
4* þekking á upprunalegum viðskiptavini 810%8%10 engin þekking mikið flækjustig
5* óheftur gjaldeyrismarkaður1010%10%10 engin höft
6* opinbert eftirlit FME810%8%10 ekkert eftirlit
      
7Tengsl við "high risk" lönd í þvottaþörf    
 Rússland105%5% 
 Mið-Austurlönd83%2% 
 Suður-Ameríka53%1% 
 Þar sem er reykur þar er glóð .......    
8Skyndilegt óútskýrt peningamagn í umferð1010%10%10 flóð af peningum í umferð
9Brigzl um peningaþvætti í óháðum erl. fjölmiðlum810%8%10 mikil umfjöllun 
10Stökkbreyting lífstíls í krafti nýfengis auðs1010%10%10 mikil breyting á lífsstíl
      
 Fj. Mögulegra stiga 120 = 100% peningaþvottastöð103100%88%Heildarútkoma 86%

 

Er ekki kominn tími til að segja íslensku þjóðinni sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann?

Er kinnroði íslenskra stjórnvalda svo mikill gagnvart eigin aðgerðarleysi, sinnuleysi og andlegri leti sem ríkti á þessum árum,  að þau eru tilbúin að setja þjóðina í skuldarklafa til næstu 25-30-40 ára, án þess að málinu sé skotið til dómstóla?

Skömm sé að slíku fólki.

 

Þessi litla glósubók er tileinkuð sonardóttur minni, sem fæðist einhvern næsta dag á Íslandi. Heart

 

 


Bloggfærslur 23. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband