Vítaverð vandvirkni

Forstjóri sjúkratrygginga sýnir hættulega tilburði til vandvirkni og úrvinnslu á lögum og reglugerð.

Hann ráðfærir sig við þann eftirlitsaðila sem í enda dags, mun taka út framkvæmd á þessum lögum, til þess að móta rétta framkvæmd og sýnir jafnvel tilburði í þá átt að spyrja "hvað ef" spurninga.

Þetta er algjörlega fordæmalaust athæfi hjá forstjóra ríkisstofnunar, þar sem venja er að frussukennd lög og reglugerðir eigi að hrynda í framkvæmd, og taka svo á afleiðingum vandkvæða seinna.

Ráðherra ætlar að áminna forstjórann fyrir hættulega tilburði í vönduðum vinnubrögðum.

Löngu tímabært er þó að tannheilsa barna og unglinga eigi ekki að vera háð efnum foreldra þeirra.

Útfærsla á þessu réttindamáli, þarf þó að vera skotheld.


mbl.is Ráðherra ætlar að áminna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

þeir hafa nú aldrei stundað góð vinnubrögð fara varla að byrja á þeim núna.

Ætli þetta sé ekki bara smákónga stælar og gott að ráðherra sparki í hann.

Sigurður Helgason, 3.4.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Sigurður,  veit ekki um "þá", en ef mig misminnir ekki, þá stóð nefndur Steingrímur Ari upp úr stól "einkavæðingar" vegna forkastanlega vinnubragða við einkavæðingu bankanna.

Í ljósi atburða sem frussast nú framan í íslenska þjóð eins og hraunslettur, tel ég að bera þurfi tilhlýðilega virðingu fyrir "vönduðum vinnubrögðum" þessa manns og hlusta vel á rök hans.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2010 kl. 15:49

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Steingrímur er bæði heiðarlegur og vinnusamur. Alveg sammála Jenný. Hvar hann er í póltík skiptir mig engu.

Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Um fjárveitingar eiga að gilda strangar reglur en ekki geðþótta ákvarðanir. Svo það er löngu tímabært að afnema þessar reglugerða setningar ráðherranna. Ég ætla alla vegana að láta Steingrím Ara njóta vafans í þessu tilfelli.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 16:15

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sælir félagar, Finnur og Jóhannes.

Þetta mál á ekki og þarf ekki að lita pólitískum litum.

Erum við ekki annars að stefna í "góða" tíma, með persónukjöri og jöfnun atkvæðaréttar?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2010 kl. 16:20

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tel jafnframt að þessi "varfærni" lýsi í hnotskurn hvernig hægt er að vera:

"Vitur fyrirfram" í stað þess að þurfa að beita fyrir sér ömurlegustu afsökun sem dunið hafa á almúganum s.l. ár " Gott að vera vitur eftirá".

Almenningsþjónum (opinberum starfsmönnum) ber rík skylda til þess, og þessi þjónn hefur áður sýnt að hann var "vitur fyrirfram".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2010 kl. 16:26

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jenný, ég er bara orðinn svo þreyttur á ráðherraræðinu sem tröllríður hér stjórnsýslunni. Það þarf vandaðri lagasetningu sem takmarkar verulega þessar heimildir ráðherranna til að setja reglugerðir. Fæstir þeirra kunna með þetta vald að fara. Eins og nýleg dæmi sanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 17:04

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hárrétt Jóhannes,

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2010 kl. 17:08

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einmitt, jöfnun atkvæðiréttar, það er málið. En þá fara nokkrir flokkar af hjörunum. Ég sé í anda Einar Þ. Guðfinnsson sætta sig við slíkt réttlæti, over my dead body.

Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 18:17

10 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hver er Einar Þ. Guðfinnsson?

mbkv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 3.4.2010 kl. 20:35

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Finni hefur líkast til fipast á lyklaborðinu, enda stendur stafurinn K nærri stafnum Þ

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2010 kl. 20:50

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gefiði manngreyinu smá breik, hann er kannski búnn að fá sér í hægri tánna eins og svo margir aðrir!!!!

Guðmundur Júlíusson, 4.4.2010 kl. 04:05

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jenný - þetta er vel orðað hjá þér - vítaverð vandvirkni -

tek undir það að forstjórinn er maður vandvirkur og samkvæmur sjálfum sér - það að leita til Ríkisendurskoðunar til þess að fá úr því skorið hvort hann hefði rétt fyrir sér eða ekki var hárrétt. Honum bar að undirbúa sig fyrir fundinn með ráðherra og þetta var hluti af því. Það færi kanski betur á því að fleiri embættismenn stunduðu slík vinnubrögð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.4.2010 kl. 02:53

14 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já Ólafur, ég held að fagfólki sé brugðið við svona "viðvörun", enda gera líklega flestir , sem vilja og þrá á annað borð að standa undir fagmennsku, sig seka um vítaverða varkárni á degi hverjum.

Ég væri  allavega dauðasek ........ í augum þessa ráðherra.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.4.2010 kl. 06:03

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Verð að vera ósammála flestum hér að ofan.

Hvers vegna fer forstjóri Sjúkratrygginga ekki með óánægju sína fyrst til heilbrigðisráðherra ?

Telji hann það ekki hægt, eigum við rétt á að vita hvers vegna svo er ekki.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.4.2010 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband