15.10.2010 | 20:21
Hefjum frekar innflutning á hjartaaðgerðum.
Einu sinni var ég um borð í flugvél Air Canada á leið til Toronto, og áframhaldandi flugs til Íslands.
Flugfreyjunni hefur líklega fundist ég vera þungt hugsi, því hún spurði mig hvert ég væri að fara og yfir hverju ég væri áhyggjufull. Af því að hún var viðkunnaleg þá sagði ég henni að það væru nú hjartveiki í fjölskyldunni sem angraði hugann.
Elsku vina, þú veist líklega að á Íslandi eru bestu hjartaskurðlæknar í heimi, svo þú getur allavega þakkað fyrir það. Nú sagði ég og var hvumsa yfir þessari yfirlýsingu kanadísku flugfreyjunnar. Jú jú þetta er alþekkt, við höfum stundum þurft að millilenda á Íslandi með hjartveika farþega, og það hefur undantekningalaust farið vel.
Þessari ömurlegu þróun og atgervisflótta í verstu mynd þarf að snúa við. Með slíka sérfræðinga og slíkt umtal, ættu við frekar að hefja innflutning á hjartaaðgerðum.
Hjartaaðgerðir hugsanlega fluttar til útlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála Kanadísku flugfreyjunni. Ég hef sjálfur þurft á aðgerð að halda og fengið frábæra þjónustu, bæði af læknum og hjúkrunarfólki. Þetta er ömurlegt að svona skuli horfa. Ég hef reyndar á tilfinningunni að núverandi stjórnvöld valdi ekki þessum málum.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:41
Já maður fer að pæla í því þegar maður verður að fara undir hnífinn agút og þarf að velja Ísland eða fjarlægar slóðir. Verð að viðurkenna að það setti að með beig en allt fór vel sem betur fer og nú veit ég ekki hvort ég ætti að velja ÍS. eða CZ.
Ég græt næstum í hverrt sinn sem ég fer upp á Lansa því iðulega eru það kveðjustundir með læknum sem eru að fara héðan alfarið.
Ía Jóhannsdóttir, 17.10.2010 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.