Refsiábyrgð - Skaðabótaábyrgð

Hér má finna fyrirlestur á glærum um  Ábyrgð endurskoðenda sem fluttur var á Skattadegi FLE (félags löggiltra endurskoðenda) í janúar árið 2007 af  Garðari G Gíslasyni hdl.

Sérstök athygli vakin á eftirfarandi um Refsiábyrgð

  • Refsiábyrgðin tekur hvort tveggja til athafa og athafnaleysis, þ.e. hvort sem eitthvað er gert sem ekki átti að gera eða eitthvað er látið ógert sem átti að gera.
  • Ekki stoðar almennt að bera fyrir sig vanþekkingu um refsiákvæði.  Gera má þá kröfu að endurskoðandi þekki til þeirra reglna sem gilda á réttarsviðinu.
  • Ekki stoðar að bera því við að viðkomandi endurskoðandi hafi annan skilning á merkingu eða umfangi refsiákvæðis.
  • Ekki stoðar fyrir endurskoðanda að bera því við að hann hafi einungis verið að framkvæma vilja viðskiptamanns.

Skaðabótaábyrgð endurskoðenda er sérfræðiábyrgð

Almenn skilyrði skaðabótaábyrgðar
–Sök
•Ásetningur(tjóni valdið viljandi eða tjónvaldi má vera ljóst, að tjón sé óhjákvæmileg afleiðing af hegðun hans, eða yfirgnæfandi líkur eru á því að tjón verði)
•Gáleysi(dugar til; endurskoðandi gætir ekki þeirra reglna sem ætlast má til að hann gæti íljósi stöðu hans)
•Tekur bæði til athafna og athafnaleysis.

Af því að skaðabótaábyrgð endurskoðenda er skilgreind sem sérfræðiábyrgð  er ábyrgð þeirra strangari, sem birtist í

1.Ríkari krafna til aðgæslu og vandvirkni (hlutlægt mat)
2.Ríkari kröfur til þess sem endurskoðandi átti eða mátti vita (huglægt mat)
3.Slakað ásönnunarkröfum miðað við það sem almennt er í skaðabótamálum


mbl.is PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

MBL birti fína grein um ábyrgð endurskoðenda árið 2004.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=786101

Þar segir "grandfather" íslenskar endurskoðenda  Stefán Svavarsson;

Stefán Svavarsson segir það fjarstæðu að halda því fram að endurskoðendur séu ábyrgðarlausir. Þeir beri ábyrgð á því sem í árituninni stendur.

"Reynist það sem endurskoðandinn skrifar í áritunina rangt, þ.e. að reikningurinn gefi ekki glögga mynd af rekstri og efnahag, eða þá að ekki var farið eftir lögum og reglum á þessu sviði, þannig að einhver varð fyrir tjóni, annaðhvort hluthafar eða fjármagnseigendur aðrir, þá er ótvírætt að þeir geta sótt bætur til endurskoðandans hafi hann sýnt af sér vanrækslu eða stórkostlegt hirðuleysi í sínu starfi," segir Stefán.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hver er munurinn á félagslega kjörnum endurskoðendum og endurskoðunarskrifstofum sem eru fyrirtæki og taka að sér að endurskoða reikninga stórra fyrirtækja?

Er eðlismunur á ábyrgð?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.12.2010 kl. 19:36

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég get ekki séð að það sé neinn eðlismunur á því hvort hlutafélag tilnefni ákveðna persónu sem endurskoðanda, ákveðið endurskoðunarfyrirtæki, eða ákveðna persónu hjá ákveðnu endurskoðunarfyrirtæki, en í öllum þremur tilfellum væri viðkomandi kjörin endurskoðandi á aðalfundi félagsins (venjulega).  Það er þó alltaf "endurskoðandi" sem skrifar undir reikninga og ber því hina sönnu endurskoðunarábyrgð.

Ég hef hins vegar verið að velta fyrir mér hæfi/vanhæfi og hef viljað kalla það frekar hlutleysi/hlutdrægni til að draga úr neikvæðu áhrifum orðanna hæfi og vanhæfi sem ég held að allt of margir taki sem persónulega árás á kunnáttu og færni.  

Í ljósi þessa og ef rétt reynist að PwC var bæði endurskoðunarfyrirtæki Glitnis og Landsbankans, þá er það nokkuð skerandi hlutdrægni að enduskoða hjá tveimur stærstu keppinautunum, og myndi hvergi þekkjast á byggðu bóli.

Þeir hefðu þurft að setja upp meira en "huglæga" kínamúra, til að slíkt hefði fengist staðist.    Mér finnst áhugavert að velta þessu fyrir mér.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2010 kl. 20:02

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Takk fyrir athyglisvert og gott innlegg Jenný.  Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þessu efni.

Guðmundur Pétursson, 13.12.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband