24.5.2011 | 03:14
Ef aska leyfir
verð ég komin "heim" að viku liðinni til rúmlega júní dvalar.
Þegar ég horfði á RUV og bóndann gráta fé sitt, í öskustormi úti fyrir, krepptust allir vöðvar af einlægri hluttekningu og meðaumkun.
Það fer að flæða út um öll vit, hvað ein þjóð þarf að þola af náttúrunnar og örfárra manna hendi.
Þessi óværa herðir oss ef til vill, en vonandi ekki of mikið. Þannig harka er í offramboði nú þegar, og verðfellur brátt.
Það er a.m.k. þrennt sem þessi þjóð gæti verið sammála um að vera, gera og vilja;
1. Bera sig með reisn gagnvart náttúruöflum.
2. Berjast gegn dópvanda ungs fólks með kjafti, klóm og höfði.
3. Elska sitt land
Unga fólkið hamingja og menntun þeirra er það sem framtíð Íslands byggir á, það er enginn "frasi" það er áskorun og próf, sem við höfum fallið á s.l. mörg ár.
Við getum ekki bara ýtt ábyrgðinni á stjórnvöld og úrræðin sem ekki duga. Vandinn byrjar heimafyrir af því að þjóðfélagið og stjórnvöld erum við, svo einfalt er það. Þetta er sameiginlegt vandamál sem við sameinuð verðum að leysa. Enginn er hólpinn þegar grannt er skoðað.
Safna sólskini og hlýju í skjóðu, sem ég hleypi úr þegar til Íslands er komið.
Útlitið gott fyrir flug til morguns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
(:- fallegt.
Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2011 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.