Áskorun!

Skora hér með á Gunnar Smára Egilsson, að láta það verða sitt fyrsta verk að kalla saman fund með persónuvernd, tölvufræðingum og öðru góðu fólki, með það að markmiði að loka fyrir hraðskrift á læknadópi sem gengur kaupum og sölum á götunni, drepur börnin okkar og skapar óbærilega sorg og hörmung á heimilum landsmanna.

Það er hægt að fullnægja kröfum um persónuvernd með dulkóðun ef vilji er fyrir hendi.

Auk þess er um stórfellt efnahagsbrot að ræða, sem grefur undan "heilbrigðu" heilbrigðiskerfi.

Aðgerðir landlæknis s.l. 40 ár eru fullreyndar og ónothæfar.  Embættið er fallið á prófinu og það er áhyggjuefni!

Það kann að skapast nýr jarðvegur til sóknar að nýkjörinn formaður SÁÁ er ekki læknir, með fullri virðingu fyrir fráfarandi formanni, sem hefur unnið kraftaverk á ákveðnum hópi.

 

 


mbl.is Gunnar Smári kosinn formaður SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Landlæknir sagðist fylgjast með undirmönnuðum einkareknum öldrunarstofnunum sem sinna ekki þjónustu sem ríkið borgar. Ætli sé ekki eins með lækna sem ávísa læknadópi, svo sem eins og Óttar Guðmundsson. Landlæknir veit hverjir þetta eru en gerir ekkert. Myndum við sætta okkur við ef lögreglan fylgdist með án þess að koma í veg fyrir t.d nauðgun eða barsmíðar?  Þetta sinnuleysi er sams konar. Annars hef ég lengi haft þá skoðun að landlæknisembættið sé óþarft og beri að leggja það niður. Eins er með sóttvarnarlæknir og þessar skrautfjaðrir sem ekkert gagn gera. Allt eru þetta afætur á kerfinu líkt og Ríkislögreglustjóraembættið. Einfalt skilvirkt kerfi er best fyrir 350 þúsund manna þjóð. Ekki stjórnkerfi sem sniðið er að milljónaþjóðum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Lýðheilsustofnun sem sameinaðist landlæknisembættinu er líka dæmi um óþarfa stofnun. Líka umferðarstofa, Umhverfisstofnun og FÍB. Jafnvel Neytendasamtökin ætti að leggja niður. Um daginn átti ég erindi við matvælastofnun en þar er ekkert skipulag á neinu. Ekkert skipurit og engir skilgreindir verkferlar. Við höfum ekkert með svona batterí að gera

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 01:00

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll félagi Jóhannes,

Nafni þinn Kristjánsson, ásamt fjölmörgum öðrum aðstandendum hafa gengið í gegnum martröð sem allir foreldrar óttast en vona að þau upplifi aldrei.  Þetta er rússnesk rúlletta, enginn er óhultur, alveg sama hversu margar bækur þú last fyrir barnið á kvöldin, eða reyndir þitt allra besta til að falla ekki á "foreldraprófinu".   Virðist hafa voða lítið með "foreldra" að gera og kannski einmitt þess vegna er þetta vandamál kjörið "prófmál" fyrir Íslendinga að leysa!  Þó ég hafi ekki þessa bitru reynslu reynt á eigin skinni, þá eru allt of margir í kringum mig að upplifa þessa skelfingu.

Stofnanakerfið (lesist landlæknisembættið) er máttlaust, veit af vandanum, lýsir yfir áhyggjum en jafnframt fullkomnu úrræðaleysi.

Gerum eitthvað í þessu,  það eru líf í veði!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2011 kl. 01:36

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gerum eitthvað í þessu,  það eru líf í veði!

Það eina sem hægt er að gera er að skapa manneskjulegt þjóðfélag þar sem áherslur eru allt aðrar en hér eru. Þetta lífsnautnaþjóðfélag hefur ýtt börnum og unglingum á refilsstigu allt frá því að þéttbýli fór að myndast.  Hvað er þetta annað en lífsflótti að leika sér með eigið líf? Það er ekki tími fyrir börnin. Báðir foreldrar vinna tvöfaldan vinnudag og gamla fólkið (afar og ömmur) eru geymd á stofnunum og enginn sinnir um það né skeinir. Börn verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf og sækja þá kannski í óhollar fyrirmyndir. Og þegar útaf ber þá er sökinni skellt á skóla og tómstundaheimili. Óreglan sem áður var er orðin að hörðum neyzluheimi.  Það fæðist ekkert ungmenni sem sprautufíkill. Krakkar eru tældir til að ánetjast af glæpahyskinu sem leyft er að festa hér rætur. Hugtakið Fíkn á ekki að nota í þessu sambandi. Og þetta er ekki baráttumál SÁÁ. Þetta er mál sérsveitar lögreglunnar. Það á að gefa henni þá dagskipun að uppræta þessa glæpastarfsemi með öllum ráðum. Jafnvel þótt gengið sé á mannréttindi glæpamanna. Það verður bara svo að vera. Það er ekki nóg að útrýma læknadópinu. Fíkillinn finnur sér alltaf eitthvað til að dópa sig með. Norska kerfið er ágætt. Það sem mér finnst verst eru þessir skipulögðu glæpasamtök sem þrífast á eymd þessa fólks. Yfirvöld hafa sofið á verðinum gagnvart glæpaklíkunum og leyft þeim að hreiðra um sig. Þá er ég líka að tala um þessa í jakkafötunum og stunda löglega starfsemi með eins og Geiri á Goldfinger og aðra sóðakalla. Það er hægt að sýna hörku og ganga langt í baráttu gegn glæpaklíkum en það er ekki hægt að ganga hart fram ólánsömu fólki sem notar dóp.  Það er fórnarlömbin í málinu. Hvað finnst þér Jenný?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 02:13

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það væri til dæmis góð byrjun að loka búllunum hér í 101 og svæla þessa glæpahunda fram í dagsljósið sem kalla sig veitingamenn. Síðan er haægt að ganga skipulega til verks og taka dílerana. Það er vitað hverjier það eru en löggjöfin er svo vitlaus að fíkillinn er alltaf handtekinn og réttarkerfið og fangelsi fyllt af fórnarlömbum .

Sorry, you made me do it

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 02:23

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hvernig stendur á að mótaorhjólaklúbbunum er leyft að stunda þessa klúbbstarfsemi?  Auðvelt á að vera að vernda borgarana gegn þessum ófögnuði. Menn þurfa bara að átta sig á að ráðin sem duga eru harkaleg og menn munu emja en þá er bara að sýna staðfestu og gera það sem gera þarf.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 02:28

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skynja algjörlega blossann Jóhannes!  Þú spyrð og ég svara, ég er sammála þér, þegar um líf er að tefla, þarf að fara í "óhefðbundnar" aðgerðir.  Þegar um er að ræða börnin og framtíð Íslands, þarf að ganga í "björg" unaraðgerðir.  

Hvers konar hræsni er það annars á milli embætta  að banna að auglýsa bjór hjá einu á meðan hitt embættið talar "tungum" um læknadóp í 39 ár!

Ég blés ekki einu sinni á uppgjafartóninn í embætti Landlæknis, ég öskraði á það! 

Þetta er farið að hljóma eins og aðdragandi "hrunsins" mikla, allir voru eitthvað svo ósnertanlegir og frábærir af því að allir voru að græða svo ógurlega.  Nú eru allir svo ósnertanlegir af því að óttast er um "persónuvernd" sjúklinga sem þurfa "raunverulega" á þessum lyfjum að halda.

Einhvers staðar verður að byrja, þetta er eins og fíllinn sem við étum bita fyrir bita.  "Raninn" er læknadópið, étum hann upp til agna og horfum hýrum augum á aðra skanka í leiðinni.

Ég hef  hins vegar mikinn áhuga á að tækla þennan hól frá "efnahagsbrotahliðinni".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2011 kl. 03:28

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Skynja algjörlega blossann Jóhannes! 

You have no idea

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 04:03

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

vandamálið er tvíþætt. Annarsvegar undirheimarnir sem þetta fólk lifir í og eru svo ógnvænlegir og hættulegir og svo eiturlyfjavandinn sjálfur.

Ég myndi vilja fara sænsku leiðina og gera fíklum sem komnir eru á alvarlegt stig kleift að fá efnin frítt inn á apóteki eða heilsugæslu. Með því myndu glæpum, undirheimastarfsemi og slíkt í kringum þá minnka og hættan gagnvart þeim og öðru fólki líka.Fótunum yrði kippt undan sölumönnum dauðans hvað þetta fólk varðar.Tel að mikill sparnaður myndi skapast við þetta í heildarmyndinni. Jafnframt að sjálfsögðu taka í eyrun á persónunefnd sem er beinlínis farin að vinna gegn öryggi landsmanna með þessari fyrirstöðu gegn miðlægum gagnagrunni.

Svo þarf að fara í drastískar aðferðir til að byrgja brunninn betur til þess að færri fari í neyslu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.5.2011 kl. 07:41

10 identicon

Bara eitt langt orð, vanhæfisdrusluábyrgðarleysisgræðgisskítapakk!

Vona að Gunnar Smári og félagar noti beitt orð og aðgerðir til að ráðst að rótum vandans en ekki bara að auglýsa eftir meiri peningum til fjármagna starfsemi SÁÁ.

Jóhann F. Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 08:09

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég tek undir með þér Jóhann, manni finnst stundum sem tilgangurinn missi marks og kerfið ali á sjálfu sér. Mér sárnar mest þessi mannauður sem við töpum. Bæði hvað varðar þá sem látast ótímabærum dauða og hinum sem eru lifandi dauð í helgreipum fíknarinnar.

Hvað væri þetta fólk að gera í dag ef það hefði ekki orðið þessum örlögum að bráð? Tap þjóðfélagsins er gríðarlegt bæði hvað varðar tap á mannauði og kostnaði sem þetta skapar þjóðfélaginu. Þá er ekki hægt að lýsa áhrifunum á fjölskyldur þessa fólks.Eftir sitja laskaðar fjölskyldur og oft algerlega búnar á því. Það er allt til að vinna og við verðum að gera betur í þessu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.5.2011 kl. 08:22

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Frítt efni og/eða staður þar sem sprautfíklar geta sprautað sig undir umsjón hjúkrunarfólks krefst gífurlegs hugrekkis stjórnvalda.  Sé, að það er einhver vísir að því að dreift er nálum á vegum "Frú Ragnheiðar" en hér í miðborg Vancouver er að finna eina opinbera sprautufíklastað í Norður Ameríka.  Held þeir gefi ekki dópið samt.

Þegar vandinn er svona gígantískur þarf óhefðbundnar aðgerðir og það er algjörlega full ástæða til að skoða leið Svíana í þessu sem mörgu öðru.  Margt vinnst með slíkri leið eins og þú Adda réttilega bendir á.  

Í landi með steinaldarsjónarmið gagnvart áfengi, auk þess sem það er ofnýttur skattstofn með öfugum afleiðingum, er ekki líklegt að sænska leiðin eigi upp á borðið.  

Tek undir vonir þínar Issi, þú gætir nú trúlega tæklað þessa tölvusamræmingu og dulkóðun á no tæm  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband