Sjá hversu illan enda, ódyggð og svikin fá!

Óseðjandi verslunarhungur kallaði meistari Þórbergur það þegar þau hjónin brugðu sér í skemmtisiglingu með  rússnesku skipi Baltika og rúmlega 400 Íslendingum fyrir tæpum 45 árum síðan.

Frásagnir af þessari "svallför" eru óborganlegar, en jafnframt mikilvæg söguheimild, sem staðfestir grun margra að ekki hafi kaupgleði og skemmtanaofsi hafist beinlínis upp úr aldamótunum 2000.

Þórbergur skýrir frá því að verslunarhungur Íslendinganna hafi verið óseðjandi, svo að það hafi helst líkst móðuharðindahungrinu í gamla daga.  Meðal annars hafi verið rifinn út í Egyptalandi mikill fjöldi af loðnum úlföldum eða eftirlíkingum af úlföldum, sem skipstjórinn hafi mælst til að geymdur yrði á einum stað upp á hádekki vegna óþrifnaðar, sem kynni af þessu að stafa.  Síðan hafi komið boð frá Íslandi, að öllu þessu skyldi hent fyrir borð og útförin hafi farið fram að viðstöddum mörgum vonsviknum Íslendingum.  "Athöfnin tók nokkurn tíma" segir Þórbergur. 

"Ég vildi láta syngja sálm: Sjá hversu illan enda, ódyggð og svikin fá!  ... en lagði samt ekkert kapp á það"

Um siðgæðið að öðru leyti um borð í Baltika segir Þórbergur:  "  Barinn var oftast nær fullur af fólki, því eitthvað varð það að gera sér til afþreyingar.  Ég fór stundum á barinn eins og aðrir.  Ég fann nokkra daga samtals svolítið á mér.  Og á yndislegasta degi reisunnar var ég fullur í tíu mínútur.  Tilburðir í ástarlífi voru þarna dálitlir, en fæstir náðu endanlegu takmarki, því afkimar voru þarna fáir og ótryggir.  Það hafa þá helst verið björgunarbátarnir uppi á háþilförunum"

Þessa frásögn og fleiri má finna inn á Tímarit.is og Öldinni okkar 1966.

Nú verða kvikmyndagerðamenn að hafa hraðann á og þrykkja upp handriti af einhverju sem líklega gæti orðið geggjuð gamanmynd,  á meðan fólkið í myndinni má ennþá "reykja" og "svalla" fyrir opnum tjöldum.

20 árum síðar var svallskipið næturstaður Gorbachevs á leiðtogafundi í Reykjavík.


mbl.is Skuldum 14.272 milljarða í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Frábært!

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.6.2011 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband