14.6.2011 | 11:08
"Kirkjan" vanbúin?
Á ögurstundum, þegar þjarmað er að fólki vegna stórkostlegs gáleysis, sinnuleysis, hroka og vanhæfni; er svarið stundum: "ég meinti ekkert með þessu, ætlaði aldrei að valda neinum skaða"
Svona tala forhertir fjárglæframenn líka.
Dettur einhverjum í hug að æðsta markmið þessa "fína" fólks, sé að valda sálarstríði, hugarangri og sorg óbreyttra borgara?
Nei, vökustaurinn snýst um að sjá fyrir afleiðingar kjarkleysis og aumingjaskapar í þessu tilfelli kirkjunnar manna.
Það var ágætt hjá Baldri Kristjánssyni að axla ábyrgð án þess endilega að kenna "huglægri" kirkju um. Hann vísaði í velþekktar skýringar um augljóst vanhæfi hans sjálfs vegna nálægðar við "sakborning" og lögfræðinga hans. Hefði verið enn betra, að hann hefði séð þetta í þessu ljósi 1996.
Það var líka ágætt að hann féll ekki í "við borðuðum gull" eftirá skýringar, sem annar anti-bakkus prestur vísar í í DV, sem alveg nýr vinkill á útskýringu hrunsins og enginn hefur áður fjallað um!
Biskup Íslands, sem er ábyggilega vænsti maður, að undanskilinni aðkomu hans frá A-Ö í "biskupsmálinu" myndi trúlega öðlast fyrirgefningu út fyrir kirkjumúrana, ef hann axlaði ábyrgð og viki úr embætti.
Að tala um vanbúna kirkju er "leim", því "kirkjan" í þessu tilfelli var hann sjálfur m.a. og fyldarhlekkir sem reyndust þegar allt kom til alls "veikustu hlekkir" kirkjunnar.
Skoðaði Skálholtskirkju í dag og fann þetta skilti;
Það er kalt á botninum; þá má alltaf læðast út og ylja upp.
Við vorum vanbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á ég að segja þér opinbert leyndarmál; Í trúarbrögðum fara mestu vitleysingarnir alltaf upp á toppinn.
Skipulögð trúarbrögð eru sérstaklega gerð til að ruglukollar geti náð langt án þess að nokkuð liggi þar að baki, bara sá sem öskrar mest, bullar mest... er mest ísmeigilegur, mesti hræsnarinn... Þetta eru svona andleg sníkjudýr.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 11:14
Sæl Jenný, sammála. Það skiptir máli að bregðast rétt við.
Lúðvík Júlíusson, 14.6.2011 kl. 11:15
DoctorE stundum finnst mér þessi speki ekki bara eiga við í trúarbrögðum.
Skrapp í Skálholtskirkju í dag, og bar augum fegurstu mosaík og glerlistaverk sem prýða eina kirkju. Þegar ég fór í kjallarann til að líta á 800 gamla steinkistu Páls biskups, var eins og kaldur gustur mætti manni og smaug inn í merg og bein.
Spúkí staður!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.6.2011 kl. 18:59
800 ára gömul mun kistan sú vera frá 1211.
Harma þessi köldu og syngjandi skilaboð frá Kirkjuþingi í dag.
Varaformaður eitthvað las afsökunarbeiðni eins og hann væri að lesa upp efnahagsreikning kirkjusjóðsins.
Biskupinn talaði norsksyngjandi íslensku og sönglaði afsökunar og fyrirgefningarbeiðni um mistök sín; eftir á að hyggja; sem ættu "nú að hyggja" að leiða til afsagnar.
Við munum aldrei komast fetið áfram í "betrun" gott fólk, ef enginn segir af sér.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.6.2011 kl. 19:10
sæl Jewnny
Þessi sorgarsaga mun ekki fá neinn endi eftir lestur yfirlýsingarinnar því að þar gleymist mikilvægt atriði sem ekki kom fram í rannsóknarskýrslunni að allir eru þeir tengdir blóðböndum um að gæta velferðar bróður síns sem Frímúrarar.
Þá fór biskup með ósannindi í fréttum varðandi sinn þátt að ekki hafi verið ætlunin að fela neitt þótt bréfið hafi ekki verið bókað í bréfabók og geymt í skúffu í 18 mánuði??
Húttahróp Péturs Kr.Hafsteins fyrrum hæstaréttardómara og nú einskonar guðfræðingur eða fræðimaður að hrópa upp að hann bæri fullt traust til biskups??
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.