21.7.2011 | 01:12
Óbein sönnun fullnægjandi gagnvart "engum kórdrengjum"
Þessi kynslóð réttarkerfis á Íslandi mun að líkindum skilja eftir fullar skjalageymslur af ókláruðum og "köldum" málum frá tímabilinu 1974 - 2008 og síðar jafnvel, vegna skorts á hugrekki við að horfast í augu við réttvísina.
Á Íslandi er eins og réttvísin sé ekki blind eins og styttan fræga á að endurspegla, neibb það sést í gegnum klútinn sem setur biskupa, kórdrengi og götustráka í mismunandi dilka.
Hér er úrdráttur úr greinargerð Eiríks Tómassonar um sönnunarbyrði og sönnunarmat, sem formaður Lögmannafélagsins vísar í og telur að engar nýjar upplýsingar geti breytt sönnunarmati dómara Hæstarréttar.
"[Með] því er vísað til þess hvaða styrkleika þau sönnunargögn, sem fram eru
komin og leiða líkur að sök ákærða, verði að hafa svo að sakfellt verði, að teknu tilliti
til þeirra sönnunargagna sem mæla gegn þeirri niðurstöðu. Samkvæmt 46. gr. opl.verða sönnunargögn málsins að horfa þannig við dómara að ekki verði vefengt meðskynsamlegum rökum að ákærði hafi framið þann verknað sem hann er sakaður um.
Þótt sönnunarmatið sé frjálst í þeim skilningi að
dómari sé ekki bundinn af neinum tilteknum sönnunargögnum eða sönnunaraðferðum eru honum engu að síður skorður settar. Þannig verður mat hans á sönnun að vera hlutlægt og jafnframt verður það að styðjast við málefnaleg rök. Sérstaklega verður
hann að forðast að láta persónulegar skoðanir sínar eða önnur ómálefnaleg sjónarmið
ráða niðurstöðu sinni."
Á mannamáli;
Sönnunarmat þarf að styðjast við málefnaleg rök, hlutlægni, og heilbrigða skynsemi.
Formaður lögmannafélagsins virðist eiga mjög fá skoðanasystkini um réttlætingu á endurupptöku GogG málsins.
Þrátt fyrir það, mun tregðulögmál réttvísinnar koma í veg fyrir lágmarks sanngirni og því mun það líklega koma í hlut komandi forsætisráðherra árið 2035, sem stundar nám í leikskóla nú, að biðja afkomendur og aðstandendur sakborninga í GogG málinu afsökunnar, svona eins og Jóhanna gerði kinnroðalaust við "Breiðavíkuræskuna" vegna þess að ábyrgðin á verknaðinum var mátulega langt frá í tíma og rúmi.
Ekkert nýtt sem kallar á endurupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta mál er með þvílíkum endemum að maður verður bara kjaftstopp. Sakborningarnir sem hafa margbeðið um endurupptöku á málinu fá engan hljómgrunn hjá formanninum sem þrjóskast við á þeim forsendum að ekkert nýtt hafi komið fram. Flestir vilja þó meina að með lestri skjalanna sé hægt að sýkna þau.
Þessi meintu brot áttu sér stað þegar þau voru unglingar og síðan eru liðin u.þ.b. 40 ár. Með þessu hafa þau þurft að lifa án þess að nokkur samúð sé sýnd. Hvað eru yfirvöld svona hrædd við? Er verið að vernda einhvern? Maður botnar bara ekkert í þessari hörku og skorti á mannúð..
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.7.2011 kl. 16:32
"að hægt sé"
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.7.2011 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.