Persónutöfrar!

Það er sama hvað Björn Bjarnason kverúlantar um meinta guðmæðrun forsætisráðherra yfir þessum "strák", sem mér sjálfri finnst fáranlega til fundið  þá verður ekki hjá því litið að Guðmundur Steingrímsson býr yfir einstökum persónutöfrum, sem gera hann politískt "sexý" (ef ég má sletta götustrákatali)

Hvers vegna;  jú vegna þess að hann talaði út frá hjartanu í Kastljósi.

Hann á ekki langt að sækja þá, enda var faðir hans feikilega vinsæll forsætisráðherra, aðallega vegna persónutöfra. 

Slíkt tal verður aldrei leikið, fótósjoppað eða æft;  það bara er.  

Óska Guðmundi Steingrímssyni góðs í leitinni að svipaðri tegund; og til hamingju með að létta þyngslin af formanni Framsóknarflokksins, sem getur nú siglt seglum þöndum til sinna feðra og fortíðar.


mbl.is Segir Jóhönnu vera guðmóður nýs flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega ósammála. Guðmundur greyið hefur aldrei verið fugl né fiskur sem stjórnmálamaður. Hann er miklu betri með nikkuna en í ræðustól.

Ekki minnist ég persónutöfra Steingríms Hermannssonar, talandinn frekar skrækur og nefmæltur og oft féllu ambögur í ræðu sem ekki þóttu pólitískt "sexý" en frekar hjákátlegar. Held þó að hann hafi verið talinn hreinskiptinn í samskiptum við aðra þingmenn.

Þessi SamFramHreyfing er gerð út á ESB stuðning og ætluð sem hækja fyrir Samfylkinguna enda sjálfsagt ættuð þaðan.

Sá að einhver á FB vildi kalla þetta framboð "offramboðið" sem mér finnst ágætis nafn.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 05:17

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sveinn sonur Úlfars;

Þú átt mikið ólært ágæti drengur, ef þú heldur að persónutöfrar, hafi eitthvað með dimman eða digran karlróm að gera, hvað þá  málfræðilegan rétttrúnað!

Þú hittir þó naglann þráðbeint á höfuðið með einu orði; "hreinskiptinn".  Vita skaltu það ágæti Sveinn að mjög mörgum finnast slíkir eiginleikar ákaflega "sexý" og eiginlega (full)nægjanlegir.   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.8.2011 kl. 05:33

3 identicon

Sæl Jenný dóttir Jens,

ekki þykist ég einkaleyfishandhafi á hugtakið "persónutöfrar" en eins og ég segi hér að ofan þá virkuðu þeir ekki á mig hjá Steingrími Hermannssyni (né heldur Guðmundi syni hans).

Ég tek hins vegar heilshugar undir með þér að hreinlyndi vegur þungt í mínu mati á stjórnmálamönnum, en eiginleikar eins og húmor, góður talandi, eljusemi og hugsjónafesta virka vel á mig.

Hvað sem að fær þig til að "kikna í hnjáliðunum" pólitískt veit ég ekkert um en sem sagt það þarf alla vegana þessa eigileika til að fullnægja mínum skilyrðum.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 07:22

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þá erum við sátt Sveinn, því þegar hreinlyndi og húmor fara saman, þá mölvast hnéskeljar á báðum fótum hjá þessari konu! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.8.2011 kl. 07:27

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"sem getur nú siglt seglum þöndum til sinna feðra og fortíðar" og vonandi í ævarandi strand. Mikið yrði dásamlegt að sjá hann hverfa, og sjá allt hans tækifærissinnaða lið, úr pólitík með honum.

Fyrir utan persónutöfrana, sem geta varla farið framhjá nokkrum manni, held ég að Guðmundur sé bæði hreinskiptinn og heiðarlegur, og á því svo greinilega - enga samleið með Framsókn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.8.2011 kl. 07:28

6 identicon

Heil og sæl; Jenný Stefanía; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Jenný Stefanía !

Á mínum uppeldisárum; við Suðurströndina, þóktu menn lítt standa fyrir sinn Skjöld, á ytra byrði sínu - miklu fremur; hefðu menn innri einurð, sem dreng lund til að bera, fyrir sitt samfélag.

Guðmundur Steingrímsson; hefir ekkert það til brunns að bera, sem Bændur - Sjómenn - Verkamenn og Iðnaðarmenn þeir, sem hann kusu, höfðu ályktað, því þessi drengur er svo gjörsamlega verkfælinn, til stærri hluta, fyrir sitt samfélag, að bezt væri honum komið, úr þessu, í einhverri skrifstofu krónni, suður á Brussel völlum.

Hér; úti á Íslandi, er harðla lítið gagn, að honum - og hans líkum, fornvinkona góð.

Alls ekki illa meint; heldur, í ljósi ferils hans, til þessa.

Mér sýnist; sem hann kinoki sér við, að dýfa höndum sínum, í kalt vatn - hvað þá eitthvað það, sem reyndist honum enn óþægilegra vera, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Samt náði Guðmundur aldrei öruggu sæti hjá Samfylkingunni.

Þess vegna fór jú í Framsókn.   

Viggó Jörgensson, 23.8.2011 kl. 14:09

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heill og sæll Óskar Helgi og aðrir gestir.

Óskar Helgi ég sé og heyri að þú kemur þokkalega undan sumri, enda veðurblíða með einsdæmum í Árnesþingi og víðar.  Þær eru víða rammar, framsóknartaugarnar í sveitum landsins, og hafir þú, líkt og ég lesið ævisögu pabba Guðmundar, þá hefur þú fljótt uppgötvað fölskvalausa lýsingu Steingríms á því spillingarbæli sem Ísland var orðið þá þegar upp úr seinni heimsstyrjöld.  Sjálfur dróg Steingrímur ekkert undan sinni þátttöku, enda hélt hann eins og margir aðrir að slíkt væri merki um manndóm, og hann einstaklega vel í sveit settur búandi í ráðherrabústaðnum.

Máli mínu til stuðnings nefni ég Willys jeppa kaupin, sem Steingrímur skrifaði á nafn bónda til að fá niðurfellingu gjalda, föður hans til nokkurs ama, en afskiptaleysis þó, og síðan þegar hann skrökvaði því að hann vildi í efnaverkfræði eingöngu til að komast í erlendan skóla, en skipti síðan strax yfir í rafmagnsverkfræðina eftir að út var komið.  Rafmagnsverkfræði var kennd á Íslandi og var því ekki lánshæft nám í erlendum háskólum.

Á sama hátt og þessir kappar voru börn síns (spillta) tíma, fyllist maður ákveðnni von um að fölskvaleysi hins unga Guðmundar og kjarkur við að standa við sína skoðun, eigi eftir að færa stjórnmál í skemmtilegri og heiðarlegri orðræðu.

Beztu kveðjur, af afsakið andsk..... málæðið alltaf hreint.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.8.2011 kl. 15:34

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Persónutöfrar eru gott veganesti í pólitík, nú þegar ekki skiptir minna máli að vera fjölmiðlavænn en að hafa eitthvað fram að færa.

Ef Guðmundur stofnar nýjan flokk gerir hann tæplega út á persónutöfrana eingöngu. Svo fyrir hvað stendur hann? Klára aðildarumsókn og seinka klukkunni!

Það er of fátæklegt til að bæta upp með persónutöfrum, jafnvel þótt menn hendi fram orðum eins og "náttúruvernd" og "lýðræðisumbætur". Það eru atkvæðavænir merkimiðar og meira til skrauts.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað úr þessu verður.

Haraldur Hansson, 23.8.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband