Point Roberts

Þegar landamæri Kanada og Bandaríkjanna voru ákveðin, mætti halda að notast hefði verið við gamla reglustiku.  Á endanum á reglustikunni var búið að naga pínulítið skarð. 

Þannig mætti hugsa sér að pínulitli bærinn Point Roberts hafi lent Bandaríkjamegin, þrátt fyrir að vera innan Kanada.BC

Þessi litli bær með innan við 1000 íbúa á sér langa sögu, þarna voru stundaðar fiskveiðar og sjósókn, en er nú nokkurs konar frístundarbær fjarri skarkala stórborgarinnar Vancouver í bresku Kolumbíu.

Til þess að komast inn í bæinn, sem er á stærð við Seltjarnarnes,  þarf maður að fara í gegnum landamærastöð, þar sem ábúðafullir landamæraverðir, spyrja um erindi og tilgang, skoða og skanna vegabréf. 

Á fögrum haustdegi í gær fórum við í bíltúr í bæinn.  Langaði alltaf að kíkja á gamlan kirkjugarð sem þar er, því sagan hermir að þessi bær hafi verið þaulsetinn af hraustum Vestur-Íslendingum sem stunduðu sjósókn og undu vel við sinn hag upp úr síðustu aldamótum.

Löbbuðum inn í friðsælan kirkjugarðinn.  Ekki var mikið um legsteina þar en þó var nokkuð stór klasi af fallegum steinum í regulegri röð vinstra megin í garðinum.  Þarna mátti sjá legstaði alíslensks fólks, ættargrafreiti sem enn eru í notkun.Fall 2009 064

Neðarlega í garðinum blasti við nýlegur bikasvartur fallegur steinn, með íslenska fánanum og fölnaðri rauðri rós.   Auðvitað hafði Vigdís forseti verið þarna á ferð fyrir rúmum 20 árum. 

Saknaðartilfinning greip mig, ég sakna Vigdísar sem forseta og fyrir allt sem hún stóð fyrir.

 

Flestir þessara hraustu Íslendinga lifðu í hárri elli.  Þarna mátti sjá Thorsteinson fjölskylduna;  Steini 1895-1942, Árna 1898-1971, G.Dagmar 1906-1983, Oddnýju 1867-1942, Þórð 1877-1958 og Steinunni konu hans 1876-1959 og Isak sem barðist í seinni heimstyrjöldinni 1916-1995  Lauga og Ellu 1905-1994 Sölva Sölvason 1864-1951 Swansson fjölskylduna,  Simundson fjölskylduna og fleiri og fleiri.

Fall 2009 066Fall 2009 067

 

Í Point Roberts er ekki mikið um verslun og viðskipti.  Aðallega er það benzínið sem freistar skattpínda Kanadamenn en líterinn þar kostar 90 cent, eða  20% minna en hinum megin við götuna í Kanada.

Skemmtilegur og fallegur dagur við Kyrrahafsströnd að vitja látinna forfeðra sem fórnuðu öllu til að leita betri lífsskilyrða  fyrir sig og fjölskyldur sínar,  langt fjarri heimaslóðum.

Fall 2009 060

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þar sem ég bý á Seltjarnarnesi get ég sagt þér að hér búa á fimmta þúsund manns og nesið er u.þ.b 11 ferkílómetrar.  Takk fyrir skemmtilega og fróðlega færslu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.9.2009 kl. 02:26

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Passar Jóna mín, stærði er svipuð 4.6 fermílur, sem er eitthvað svipað.  Náttúrufegurðin þarna er stórkostleg, þetta er hvorki lítill né lágur staður, þó fólkið sé fátt og hugsi trúlega smátt.     Enda ríkir eintóm friður og ró!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.9.2009 kl. 03:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kanski pláss ef brestur á flótti héðan.       Gaman að lesa þessa færslu.

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2009 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband