Þorvaldur Gylfason um "umsátrið".

Sterk grein eftir Þorvald Gylfason birtist í Vísi í dag.

Eins og sagt er á fésinu:  skyldulesning, 

Þessi samlíking um ástand, ástæður og firringu, fyrir og eftir hrun, er ekki á allra færi að lýsa með eins sterkum og afgerandi hætti.

 

Höfundur Umsátursins skilur ekki, hvers vegna ríkisstjórninni og Seðlabankanum var settur stóllinn fyrir dyrnar. Hann virðist ekki heldur skilja, að fjölskyldur þurfa stundum að sammælast um að stöðva ofdrykkju með afskiptum, sem sjúklingurinn kallar umsátur og fantatök. Honum er fyrirmunað að fjalla hlutlaust um orsakir bankahrunsins, enda skautar hann fram hjá því, að:

(a) Sjálfstæðisflokkurinn seldi Landsbankann í hendur dæmdum sakamanni og syni hans við þriðja mann;

(b) flokkurinn tryggði þannig framkvæmdastjóra flokksins framhaldslíf í bankaráðinu;

(c) bankinn stofnaði útibú í Sankti Pétursborg, háborg rússnesku mafíunnar, svo sem Ríkisútvarpið greindi frá;

(d) bankinn raðaði flokksmönnum á garðann;

(e) aðaleigandi bankans og formaður bankaráðsins keypti Morgunblaðið;

 (f) nokkrum misserum síðar komst bankinn í þrot, og nema kröfurnar á hendur þrotabúinu nú meira en fjórfaldri landsframleiðslu;

(g) aðaleigandi bankans lýsti sig síðan gjaldþrota í einu mesta gjaldþroti einstaklings, sem sögur fara af um heiminn;

(h) bankastjórn Seðlabankans keyrði bankann í þrot og lagði þannig á herðar skattgreiðenda skuld, sem nemur um fimmtungi landsframleiðslunnar að mati AGS; og

 (i) nokkrir nánir samherjar höfundarins í Sjálfstæðisflokknum sæta nú opinberri rannsókn vegna gruns yfirvalda um lögbrot. Þögnin um allt þetta er ærandi á köflum og grefur undan gildi bókarinnar.

Höfundur Umsátursins ber samt léttari farangur en sumir flokksfélagar hans. Hann skilur, að upphaf hörmunganna má að nokkru leyti rekja til kvótakerfisins og til einkavæðingar bankanna eftir sömu forskrift. Kvótakóngar keyptu stjórnmálamenn í kippum, segir hann fullum fetum. Hann segir hneykslaður: „Bæði í Danmörku og Svíþjóð ráða innmúraðar og innvígðar klíkur ferðinni í viðskiptalífinu." (bls. 105). Hann hafði áður notað sama orðalag um tiltekinn leynifund: „Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt og nokkur hlutur getur verið …" Þagnameistarinn lýsir nú eftir opnu og gagnsæju samfélagi. Hann hefur snúizt gegn sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur einhver sagt mér afhverju það er ó ó að opna útibú í Pétursborg

Siggi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 08:50

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var ágætis grein um Rússaævintýrið í helgardv.  Ég las það í vinnunni í kvöld, svo er ágætis umfjöllun hjá Láru Hönnu í gær. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2009 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband