29.12.2010 | 06:58
Glæturnar Sjö frá WikiLeaks
WikiLeak sagan; þrýstir á „nýsköpun“ í viðskiptum.
Umræðan um WikiLeaks hefur að mestu snúist um á hvaða lagalega og siðferðislega planka þeir standa.
Ef aðeins væri hægt að stíga nokkur skref afturábak, íhuga og án þess að dæma fyrirfram, má sjá mörg hrífandi dæmi um hvernig „nýi fjölmiðillinn“ virkar fram og aftur, auk nokkurra frábærra kennslustunda í viðskiptum. Það er jafnvel hægt að líta á þetta sem sögustund í varfærni.
Eftirfarandi eru sjö atriði sem WikiLeaks hefur kennt okkur;
1. 1. Gegnsæi fyrst og fremst.
Ef lykilstaða þín er; að fela upplýsingar og byggja leyndarhjúp, mun þessi nýji tími orsaka margar svefnlausar nætur. WikiLeaks sýnir fram á að stjórnun fyrirtækja mun farnast betur með gegnsæi. Leynd sé aðeins hjúpuð í ítrustu stjórnunarneyð og þar sem aðeins á við ( „Coca cola uppskriftina“ sem dæmi.)
Stjórnun undir leyndarhjúpi á enga lífsvon í nýum gegnsæjum heimi. Net og sítenging fólks við upplýsingar hvaðænava að, er orðið nýtt menningarlegt norm, svo að hvers konar aðgerðir af hálfu ríkisstjórna eða fyrirtækja, sem skortir gegnsæi munu vera hjúpaðar eyðileggjandi neikvæðni.
2. 2. Þú ert fjölmiðill.
Hver einast einstaklingur getur „út“varpað hugsunum sínum í formi texta, mynda, hljóð eða myndflutnings, ókeypis um alla heimsbyggðina. Þetta þýðir ekki endilega að allir eru „út“vörp, það þýðir einfaldlega að allir eru eða geta orðið fjölmiðill. WikiLeaks er fjölmiðill eins og Mathew Ingram benti á í Gigaom Blog. Ef við sannmælumst um þessa skilgreiningu, að einhverju leiti, þá er frelsi fjölmiðla (einstaklinga) varin í fyrsta kafla stjórnarskráa flestra vestrænna ríkja.
3. 3. Útgáfa hefur breyst.
Þessi liður tengist öðrum lið. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, er WikiLeaks bæði útgefandi innihalds og einnig fjölmiðill. Þetta þýðir að samfélagið þarf að endurmeta skilgreiningu á útgáfu.
4. 4. Upplýsingar á hraðbyri löglegar eður ei. Við höfum hliðrað til rauntíma upplýsinga. Við lesum ekki um flugslys á CNN, við fréttum af því af á Facebook og Tvitter því að við lesum, sjáum myndir og myndbönd og upplýsingar frá þeim sem komust af í flugslysinu og eru með rauntíma útsendingar af eigin björgun. Upplýsingarnar koma ekki hraðar, þær koma um leið og þær gerast.
5. 5. Afnám miðstýringar er raunveruleg WikiLeaks hefur dreift miklu magni af upplýsingum til stórra fjölmiðla, sem hafa „matreitt“ upplýsingarnar á skiljanlegan og skýran hátt til fólksins. Þessi aðferð og stjórnun WikiLeaks bendir til nýrra tíma. „Nýju“ fyrirtækin geta verið (og eru) án allrar miðstýringar, rekin á nokkrum fartölvum og hátæknisímum. Þau eru raunverulegur keppinautur. Höfuðstöðvar þessara fyrirtækja gætu verið „uppáhaldskaffihúsið“ þess vegna.
6. 6. Trúverðugleiki að baki „nikksins“ verður líklega „nýjasta trendið“ sem við munum sjá. Hvort mun vekja meiri trúverðugleika, bókmenntafræðingar undir fullu nafni eða „nafnlaus“ sem bókmenntagagnrýnir að leggja mat á bókaútgáfuna fyrir þessi jól. Hvað vitum við raunverulega um Julian Assange? Munu þessar ásakanir um kynferðisbrot skerða trúverðugleika gagnanna sem WikiLeaks er að gefa út? Á meðan almennir fjölmiðlar opna sig og leyfa einstaklingum að tjá sig frjálslega um hvaðeina, mun útgáfa undir nafnleysi lifa áfram og trúverðugleikinn mun verða jafnvel meiri en þeirra sem koma undir „fullu nafni“ .
7.-- 7. Við erum ekki tilbúin.
Sjokkið við WikiLeaks er hvernig allir þeir (sem skilja ekki hvernig Internetið virkar) bregðast við. Þeir eru ekki vanir svona skipulagningu, framsetningu né viðbrögðum við hvorutveggja. Þetta virkar fáránlega og þess vegna er þetta bæði ógnandi og einkennilegt. Þessi viðbrögð endurspegla í raun að við séum „ekki tilbúin“ þeim miklu breytingum sem eru að gerast.
Að öllu framansögðu, verðum við ekki að líta á WikiLeak söguna sem gríðarlegt tækifæri fyrir fyrirtæki til að hlusta, skilja,vaxa og meðtaka? Þetta eru allt sterk skilaboð um framtíðarleitni sem við munum sjá í viðskiptum og stjórnsýslu.
Höfundur: Mitch Joel President of Twist Image og höfundur bókarinnar Six Pixel of Separation.
Grein birtist í Vancouver Sun 24.desember 2010.
Þýtt og frjálslega staðfært.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.