Hægvirkt skattaeftirlit og oggulítil fjársvikasaga

Það er alveg ár og öld, síðan sjálfur Jón Ásgeir lýsti því sjálfur að rekstrarkostnaður FL Group árið 2007 hefði verið glórulaus.  Tilefnið var að hann hafði eftir legu undir feldi tekið þá hraustlegu ákvörðun að bjarga FL Group, og leggja til mikla fjármuni (sic).

Ef grunur um alvarlegt skattalagabrot reynist á rökum reistur, getur skatturinn ekki vænst neinna endurheimta, jú sjáðu til FL varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum.  Skattalagabrot varða einnig við fangelsi og einhvern veginn finnst mér að þetta mál sé nokkuð seint á ferðinni inn í efnahagsbrotadeildina.

Hér er oggulítil fjársvikasaga um WorldCom og Arthur Andersen endurskoðendafyrirtækið þeirra.

images_world_com.jpg

Það var innri endurskoðandi WorldCom Cynthia Cooper, sem uppgötvaði stærsta bókhaldssvindl í sögu Bandaríkjanna í upphafi aldar.  Uppgötvunin fólst í að $3.8 milljarða dollara (endanleg fjárhæð $11 milljarðar)línukostnaður hafði verið ranglega eignfærður í reikninga World Com til þess eins að fegra rekstrarniðurstöðu og viðhalda háu hlutabréfaverði.

Með því að eignfæra rekstrarkostnaðinn og afskrifa hann svo á nokkrum árum, er kostnaðinum líka haldið fyrir utan hina margumtöluðu EBITDA, sem íslenskir fjármálamenn bulluðu um í góðærinu.  (tvöföld snilld)

Fjörutiu manns að minnsta kosti vissu um svikin, en voru of skelfd til að segja frá.  Fjármálastjórinn (CFO) Scott Sullivan mútaði a.m.k. 7 manns með $10.000 tékkum.  

 

Starfsmenn breyttu lykilskjölum og neituðu Arthur Andersen endurskoðendafyrirtækinu aðgangi að gagnagrunni þar sem viðkvæmustu upplýsingarnar voru geymdar, og engin kvörtun barst frá Arthur Andersen, sem kaus að loka augum og sjá ekkert rangt.  (Don´t ask don´t tell syndrómið)

worldcom_c.gif

Yfirmaður bókhaldsins Buddy Gates var staðinn að því að snupra starfsmann sem kvartaði yfir stóru misræmi í bókhaldi; "Ef þú sýnir helv..... endurskoðendunum þessar tölur, hendi ég þér út um gluggann".

Cynthia Cooper var kjörinn ein af þremur mönnum ársins 2002 hjá Time Magazine.

 

 

Sagan er til að leggja áherslu á mikilvægi innri endurskoðenda, sem eru oftast í betri aðstöðu til að uppgötva fjársvik innan veggja fyrirtækja fremur en ytri endurskoðendur.  Þeir lúta beint undir stjórn fyrirtækja, og þurfa því ekki að  svara ábyrgð til fjármálastjóra eða framkvæmdastjóra.

Vandinn er bara sá, að í stærstu fjársvikamálunum er stjórnin gegnsýrð sjálf af spillingu, og þá þarf að reiða sig á skilvirkt skattaeftirlit og fjármálaeftirlit.

fraud-cuff.jpg

 


mbl.is FL til efnahagsbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl stjórnvöld okkar eru líka gegnsýrð af spillingu það er vandamálið og ef við tökum ekki á því nú þegar þá töpum við öllu lífeyrissjóðunum og ævisparnaðinum líka!

Sigurður Haraldsson, 6.1.2011 kl. 01:09

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Brellumeistarar græðginnar!!   Hitti ungan kunningja minn í sumar,sem vann hjá Enron,einmitt þegar upp komst svindl þeirra. Mér er svo minnisstætt,þegar ég spurði þig eða Hildi Helgu,hér á blogginu um þetta fyrirbæri. En nú veit ég miklu meira,eftir að hafa spurt hann um þessi ár,hann er verkfræðingur.  Hann gat boðið viðskiptavinum út að borða,skipti engu hve miklu hann eyddi í það,aldrei fundið að því.   Greinilega ekki vanþörf á að efla innri endurskoðun.  Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 01:17

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já það er sorglegt að ekki skuli vera hægt að reka fyrirtæki, sjóði eða stofnanir á góðan og heiðarlegan hátt.  

WoldCom var símafyrirtæki, sem seldi langlínusamtöl "ódýrt", í raun skiptir litlu máli hver starfsemin er,  svindlið er alltaf keimlíkt, og eignfærsla rekstrarkostnaðar er algeng aðferð til að ýkja hagnað.   Verst að rauða ljósið hjá skattyfirvöldum byrjar ekki að blikka fyrr en þeir telja að tekjur séu vantaldar, eða rekstrarkostnaður oftalinn.  Þyrfti að vera eitthvert eftirlitsfyrirbæri "verðbréfalögga" sem hefði eftirlit með slíku,  því í öllum tilfellum í svona svindli er um að ræða fyrirtæki á almennum hlutabréfamarkaði.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2011 kl. 03:07

4 identicon

Nýjustu fréttirnar sem dynja yfir mann núna um lán til ákveðinna aðila eftir fall bankanna gerir mann enn og aftur í marghundruðþúsunda skiptið orðlausa. Þvílíkt og annað spillingarlið hér .

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 19:32

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta minnir helst á engisprettufaraldur, eini munurinn er sá að engispretturnar drepast að lokum. En í mannheimum, þeim íslensku, lifa þær bara góðu lífi, og það í óðaönn við koma fótunum undir sig aftur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.1.2011 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband