Svo lengi sem ég man, hafa kröfur um nýjar hugmyndir í fjáröflun verið háværar en jafnskjótt og nýrri og frjórri hugmynd er varpað fram, rísa upp háar mótmælaöldur, sem ná að því er virðist að kæfa alla nýsköpun í fjáröflum Ríkis og sveitarfélaga í fæðingu. Þessi mótmæli má jafnvel líkja við tepruskap eða tóma vitleysu, a.m.k. eftir á að hyggja.
Á ferðalagi mínu um Thailand á dögunum, vakti það óskipta athygli mína að heyra að aðeins 2 milljónir manna greiddu skatta, af 64 milljóna mannfjölda. Hvernig fjármagnar Ríkið þá verkefnin og hmhm herkostnaðinn við konungsríkið? spurði ég. Ríkið rekur lottó, og allir spila í lottói, það er svona partur af karmatrúnni að ríkidæmi og góðir hlutir gerist hjá góðu fólki . Skattsvik og spilling er sjálfsagður hluti af tilveru fólksins.
Þó ég sé sjálf haldin innbyggðu ofnæmi fyrir happdrætti og lottói, (leiddist að eyða vonarvinningum í huganum) þá er ég alls ekki á móti fyrirbærinu, enda upplifa margir spennu og stundargleði í kringum lottó og þeir fiska sem róa. Ég hef hins vegar stundum gaman að spila póker fyrir hundraðkalla, þó með því skilyrði að viðspilendur séu alvöru fólk, með bakgrunn, sögu og slatta af húmor.
Þess vegna skil ég ekki af hverju hugmynd um Ríkisrekið fjárhættuspil sé ekki komin á framkvæmdastig. Þannig gætu Ríki og/eða sveitarfélög slegið nokkrar flugur í einu höggi;
- Ólögleg starfsemi, upp á yfirborðið skattskyld með leyfisgjöldum og ágóðahlut
- Nýbreytni í skemmtanaiðnaði og veitingarekstri
- Styrkir ferðamannaiðnað
- Nýr skattstofn
- Atvinnuskapandi - margföldunaráhrif
- Auðgar mannflóruna
- Spilafíkn eiturlyfjafíkn og áfengisfíkn eru til staðar þrátt fyrir boð og bönn
Hægan, hægan
áður en ofsinn blindar sýn yfir þessum frökku skoðunum, ófyrirleitni og skorti á meðaumkun með þolendum spilafíknar, þá ......... spratt þessi pistill upp í hugann við að lesa grein í Vancouver Sun (sjá link) í morgun um áætlanir fylkisins að nýju Casinói í hjarta borgarinnar í endurbyggðri íþrótta/samkomu/hljómleikahöll (einskonar Hörpu) þar sem opnunar og lokaathöfn vetrarólympíuleikanna voru haldnar fyrir ári síðan, og ósjálfrátt bar ég þessar áætlanir saman við væntanlegan skrefatunnuskatt Jóns frænda.
Auðvitað eru til spilafíklar hér í þessari borg eins og annars staðar, en langsamlega langflestir know their limit and play within it. Auk þess rekur fylkið öflug varnarverkefni til aðstoðar spilafíklum. Stjórnvöld settust einfaldlega niður og horfuðst í augu við að án þátttöku í þessari grein færu (skatt)tekjur fljúgandi til annarra fylkja eða landa í gegnum netheima.
Það er gaman að geta þess að fylkislottóið BCLC notar íslenskan hugbúnað frá Betware.
Fjárhættuspil tengist oft undirheimastarfsemi, peningaþvætti og glæpastarfsemi.
Langflestum stjórnvöldum finnst eðlilegra að draga starfsemina upp á yfirborðið og berjast gegn glæpum þar, frekar en í dimmum undirheimum.
Punkturinn er þessi; það þarf meiri fjölbreytni í peningaöflun hjá Ríkinu, og hún þarf ekki alltaf að felast í grautfúlri skattheimtu sem gefur ekkert sýnilegt í aðra hönd, nema vonbrigði og vonsku eða niðurskurði á grundvallarréttindum framtíðar skattgreiðenda og íbúa þjóðfélagsins.
Fækka í yfirstjórn borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála þér.
Á sama hátt mætti koma upp dópsölu ríkisins
Hóruhúsi ríkisins
osfv.
þá kæmist skattmann virkilega í feitt og þetta færi allt úr undirheimunum.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.