Glannalegt!

Finnst engum nema mér að framköllun jarðskjálfta með þessum hætti sé háskaleikur!

Hver getur fullyrt að mönnum og húsum stafi ekki hætta af tiltækinu?

110923_1915.png


mbl.is Fjöldi skjálfta við Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Ég er allavega ekki mjög hrifin af þessari "tilraunastarfsemi" sem á sér stað þarna. Ef skjálftarnir finnast í Hveragerði og fl. stöðum finnst mér þetta heldur varasamt. Á sama tíma sína óróamælingar í Mýrdalsjökli óeðlilegar hreifingar! Að vísu getur það verið óeðlileg taugaveilun, en hver veit????

Helga Jónsdóttir, 23.9.2011 kl. 21:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.9.2011 kl. 02:06

3 Smámynd: Sigurjón

Hér gætir e-s misskilnings.  Þessir skjálftar eru fyrir það fyrsta svo smáir að þeir finnast varla á svæðinu sjálfu.  Þar að auki er þetta ekki tilraunastarfssemi, enda hefur vatni verið dælt niður í fjölda ára.  Hingað til hefur OR þurft að hella miklu vatni beint út í náttúruna vegna of fárra niðurdælingahola og það er ekki gott, þar sem vatnið er mengað af brennisteini og öðrum ófögnuði og við þetta fer það í grunnvatnið.  Því er nauðsynlegt að dæla þessu niður í holur sem eru dýpri en grunnvatn.

Þetta er enginn háskaleikur, þar sem skjálftarnir eru það litlir að engum húsum stafar hætta af, hvað þá fólki.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 24.9.2011 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband