Peningaþvætti var stundað á Íslandi Lokakafli.

Í kafla 1, 2, 3 og 4   (sjá link) hef ég lagt upp með spurninguna: Var peningaþvætti stundað á Íslandi?

Í þessum lokakafla er ég orðin sannfærð um að svo hafi verið, og það sem meira er íslensk stjórnvöld vita af því, sem gæti verið skýringin á hinu grunsamlega lélega baráttuþreki sem núverandi ríkisstjórn viðhefur í Æsseifmálinu. 

Rússnesku tengslin í hruni Íslands.

Þann 17. febrúar 2009 skrifaði Dr. Gary K Busch athyglisverða ritstjórnargrein á Ocnus.Net. 

Dr. Busch á langan feril að baki, bæði sem viðskiptamaður, ráðgjafi og prófessor við Háskólann í Hawaii, auk þess aðteampic_gbusch hafa gegnt gestaprófessorstöðum við fjölmarga háskóla. 

Hann hefur gegnt æðstu stjórnunarstöðum í alþjóðlegum flutningafyrirtækjum og sett m.a. upp flutningakerfi fyrir rússneska áliðnaðinn og rak flutninga-og frakt starfsemi innan Rússlands fyrir rússneskan útflutning.  Hann talar og les 12 tungumál og hefur skrifað 6 bækur og birt fjölda fræðigreina.

 

Grein Dr. Busch byrjar á því að fjalla um ásakanir útlægs rússnesks milljarðamærings Boris Berezovsky oligarka á hendur Vladimir Putin og hans kónum, um að þeir hafi notað "skítuga peninga" til að ná stjórn á breskum fyrirtækjum í gegnum fjárfestingar á Íslandi.   Þessi ásökun Boris kom fram í fréttaþætti Sky stöðvarinnar þann 13. febrúar 2009.Boris_Berezovsky_250

russia swollows iceland

 

Dr. Gary Busch var einmitt staddur á Íslandi, þegar viðtalið við Boris birtist, að ræða þetta mál við "íslenska aðila".  Ekki kom fram hvaða aðila hann ræddi við, en líklega hafa þetta verið fræðimenn innan Háskólasamfélagsins og fleiri.

Orðrétt segir Gary:

" Íslendingarnir sögðu að þeir hefðu rétt í þessu komið frá Alþingi, þar sem fjöldi Rússa væru í viðræðum við hina nýju íslensku ríkisstjórn um einmitt þetta mál.  Rússarnir sögðust hafa rannsakað þetta mál og uppgötvað að þessar ásakanir væru að stórum hluta sannar."

Í greininni fjallar hann mikið um Björgólfsfeðga og hins rússneska uppruna fjármuna Samson__jpg_550x400_q95þeirra, og jafnframt viðskiptafélaga þeirra Magnús Þorsteinsson, sem nú er flúinn til Rússlands aftur.

Þeir félagar seldu bjórverksmiðjuna Bravó til Heinekein á hárréttum tíma fyrir 400 milljónir dollara, og komu aftur til Íslands og keyptu Landsbankann, Eimskip, og notuðu auk þess féð í fáséða klónun á fé, sem markaði upphaf og endalok íslenska hagkerfisins eins og við þekktum það.     Dr. Busch hafði trúlega ekki hugmynd um að þessi kaup voru öll skuldsett, svo óljóst er í hvað þessir upprunalegu rússnesku peningar fóru, nema þeir séu ennþá til.  Hann fjallar að sjálfsögðu líka um þá sem sigldu í kjölfarið Baug, Kaupthing og Glitni, en Samson sagan, stendur samt upp úr sem upphafið.

Í lokakafla greinarinnar segir Dr. Gary Busch:

  " Íslensk yfirvöld segja í trúnaði að ástæðan fyrir að Rússar vildu lána Íslendingum 5,4 milljónir Evra, hafi verið ógnin um að peningaþvottaviðskiptin yrðu afhjúpuð og gerð opinber."

 

Tókuð þið eftir þessu?   Þarf nokkuð stærri glóð?  Þarf nokkuð frekari vitnanna við?

Ég skannaði blöð og netið í kringum þennan tíma og fann fátt um þessa leynilegu fundi.  Eitt blaðið fjallaði um ásakanir Berezovosky með almennum hætti.   Á hinn bóginn birtir Gunnar Tómasson ýmislegt athyglisvert á vefnum hjá Silfri Egils þann 16. febrúar 2009, sem leiðir líkum að því að hann hafi verið einn hinna íslensku viðmælenda Dr. Busch.

Þar segir Gunnar m.a.:

Enn er óvíst hvað bjó að baki blóðmjólkun samfélagsins á árunum 2004-2008- en ekki er hægt að útiloka að íslenzk fjármálafyrirtæki og svartir erlendir peningar komi þar við sögu.

Gunnar Tómasson setur fram eftirfarandi spurningar:

Af hverju vildi US Federal Reserve Board ekki hjálpa Seðlabanka Íslands?

Af hverju beittu Bretar hryðjuverkalögum á Landsbanka Íslands?

Af hverju vill Davíð Oddsson ekki tjá sig um málið?

Af hverju hika íslensk stjórnvöld við að leggja deiluna við Breta fyrir dómstóla? 

(Af hverju þessi linkind og aumingjaskapur í stærsta hagsmunamáli Íslands Æsseif? innsk.mitt)

Af hverju reifaði rússneski sendiherran $ 4 milljarða lán til Íslands?

Af hverju tóku íslensk stjórnvöld það tal alvarlega?

Ég veit ekki-en óttast sum-svörin við þessum spurningum segir Gunnar Tómasson að lokum.

Hripaði upp hugsanlega líkindatöflu fyrir því að peningaþvætti hefði verið stundað á Íslandi útkoman er nálægt 90% líkum á peningaþvætti.

 

 

 Líkindatafla peningaþvættis á ÍslandiStigVægiSamtalsSkýring
      
1Lög og reglur eftirfylgni framkvæmd810%8%10 enginn  lög
 Bankar og fjármálastofnanir    
2* bankaleynd810%8%10 fullkominn leynd
3* rafræn viðskipti - hátt tæknistig1010%10%10 hæsta tæknistig
4* þekking á upprunalegum viðskiptavini 810%8%10 engin þekking mikið flækjustig
5* óheftur gjaldeyrismarkaður1010%10%10 engin höft
6* opinbert eftirlit FME810%8%10 ekkert eftirlit
      
7Tengsl við "high risk" lönd í þvottaþörf    
 Rússland105%5% 
 Mið-Austurlönd83%2% 
 Suður-Ameríka53%1% 
 Þar sem er reykur þar er glóð .......    
8Skyndilegt óútskýrt peningamagn í umferð1010%10%10 flóð af peningum í umferð
9Brigzl um peningaþvætti í óháðum erl. fjölmiðlum810%8%10 mikil umfjöllun 
10Stökkbreyting lífstíls í krafti nýfengis auðs1010%10%10 mikil breyting á lífsstíl
      
 Fj. Mögulegra stiga 120 = 100% peningaþvottastöð103100%88%Heildarútkoma 86%

 

Er ekki kominn tími til að segja íslensku þjóðinni sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann?

Er kinnroði íslenskra stjórnvalda svo mikill gagnvart eigin aðgerðarleysi, sinnuleysi og andlegri leti sem ríkti á þessum árum,  að þau eru tilbúin að setja þjóðina í skuldarklafa til næstu 25-30-40 ára, án þess að málinu sé skotið til dómstóla?

Skömm sé að slíku fólki.

 

Þessi litla glósubók er tileinkuð sonardóttur minni, sem fæðist einhvern næsta dag á Íslandi. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl  Jenný, takk fyrir þessa sendingu, þegar hefur verið minnst á Rússland síðustu 10 árin hefur verið viss þöggun í gangi og fólk sem hefur farið í fyrirspurnir og tjáð sig vegna þessa hefur einfaldlega verið rekið úr vinnu sinn, slíkt var þöggunarkerfið í gangi, viðskiptalífið vissi af þessum MAFÍU peningum og DO fremstur í flokki þar þess vegna vildi hann að feðgarnir fengju Landsbankann og að nátturleg að xD FL okkurinn myndi njóta þess...

ENN ER ÉG Á ÞEIRRI SKOÐUN AÐ ÞAÐ ÆTTI AÐ BANNA "  SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN"

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 04:53

2 Smámynd: Valan

Ég þakka kærlega fyrir skemmtilegan lestur á fimm kafla glósubókinni eins og þú kallar samantektina. Þetta er mikilvægt innlegg í umræðuna, sem endilega mætti vera meira af. Þessi rússamál og mögulegt peningaþvætti virðist hins vegar vera eitt af þessum "tabú" flötum á bankahruninu sem er nei-skamm-bannað að tala um og enginn veit afhverju, en allir geta giskað, og þú átt hrós skilið fyrir að lyfta þessu upp í umræðunni. Þetta er eitthvað sem verður að rannsaka og fá botn í.

Tryggvi - spillingapésarnir fóru í flokkinn sem réð - þeir sem vilja stunda óheiðarleika eru yfirleitt engir hugsjónamenn í pólitík, þeim er skítsama í hvaða flokk þeir eru svo lengi sem þeir ná að gera það sem þeir komu til að gera. Ef þú leggur Sjálfstæðisflokkinn niður fara þeir sem þar eru bara í annan flokk, enda sérðu bara hvort Samfylkingin er einhverju skárri? Það þarf að leggja niður flokkakerfið í núverandi mynd ef eitthvað er.

Valan, 23.9.2009 kl. 06:08

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Tryggvi og Vala, takk kærlega fyrir innlit og innlegg.

Þöggun - tabú - um þetta mál er staðreynd, en hvers vegna?  Sker þetta mál svona illa og djúpt inn í kerfið, að það sé betra að það liggi kjurt. 

Eða á þetta að verða svona "Breiðavíkurafsökun" þáverandi stjórnvalda árið 2049?

Sagan mun hvort eð er dæma þetta tímabilið og mennina af óbilgirni og á faglegan hátt, þvert á allar flokkalínur, því eins og Vala bendir á er spillingaliðinu skítsama hvar í flokki þeir dreifa sinni mykju.   Það sem ég óttast hins vegar er að, það verði fáir til að taka við þeirri framtíðar afsökunarbeiðni, því kynslóðin sem átti að byggja upp úr rústunum, neitaði að taka þátt í fúskinu og ruglinu og sigldi á brott. Nú er talað um þverrandi greiðsluvilja, og ekki af ósekju, öllu alvarlegri er þó þverrandi þjóðarsamstaða, þjóðarstolt og virðing fyrir íslenska samfélaginu. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.9.2009 kl. 07:13

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þessar góðu samantektir Jenný. Hush hush....

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er hrikalegt. Þyrfti þetta ekki að komast á síður blaðanna eða í sjónvarpið.

Finnur Bárðarson, 23.9.2009 kl. 14:48

6 Smámynd: Valan

Reyndu danskir blaðamenn ekki að fletta ofan af þessu fyrir einhverjum mánuðum síðan? Mig rámar í youtube myndskeið þar sem þeir kalla Íslendinga tissedrænge eða eitthvað álíka í þessu samhengi...

Það má annars bæta því við að Gunnar Tómasson er ekki bara snillingur heldur sá íslenski hagfræðingur sem ég ber eitt mest traust til, enda hefur frægt viðtal hans í Silfri Egils birtst þýtt á heimasíðu hagfræðistofnunnar Ludwig Von Mises (mises.org). Sú hagfræðisíða birtir ekki nema mjög vandað, rökrétt og hreinskilið efni, og ekkert "spin" eins og er svo víða í þessari fræðigrein. Það er óskiljanlegt að ekki séu fengnir menn á borð við hann til þess að aðstoða við uppbygginguna hérna heima og sjá um stefnumótun í fjármálum.

Valan, 23.9.2009 kl. 17:13

7 Smámynd: Valan

Viðtalið við Gunnar á Mises.org: http://mises.org/story/3391

Valan, 23.9.2009 kl. 17:14

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir þetta Vala.

Er 100% sammála áliti þínu á Gunnari Tómassyni.  Hann hefur auk þess miðlað af hógværð visku sinni og skoðunum allt þetta ár um hrunið.  Á meðan bögglast, jarðfræðingur, flugfreyja og sjávarlíffræðingur við að reisa landið við, með engum árangri enn sem komið er.  Vil ekki þar með gjaldfella neitt aðrar fræðigreinar eða starfsreynslu.  En þegar flugvélin stefnir lóðbeint til jarðar, myndum við trúlega setja hæfasta flugmanninn í sætið.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.9.2009 kl. 17:27

9 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir frábæra og áhugaverða grein Jenný. Hér eru nokkrir hlekkir sem þú kannski hefur.

landpostur.is           Ég held það sé tilgangslaust að reyna að hafa samb. við

tidarandinn.is          Pressuna og Amx sem eru bara illa dulbúin flokksmálgögn.

deiglan.com             Það mætti prófa eyjan.is Mér finnst að greinarnar þínar um

leynithonustan.com  peningaþvættið eigi erindi til allra. Gangi þér vel.

smugan.is

Þráinn Jökull Elísson, 23.9.2009 kl. 20:06

10 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég gleymdi Hvítbókinni. Það má senda ábendingar á hvitbok@hvitbok.vg

Þráinn Jökull Elísson, 23.9.2009 kl. 20:15

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir þetta Þráinn Jökull,  það er svo sem ekki eins og þetta sé einhver spuni, þetta eru allt staðreyndir sem liggja fyrir, alls staðar í óravíddum netsins.

Það virðist samt vera einhver ótti við að rannsaka þetta almennilega.  Hefði t.d. haldið að þetta yrði spennandi en jafnframt ógnvekjandi greinarflokkur eftir Agnesi Braga, svona eins og þegar hún tók fyrir einkavinasölu bankanna.

Núna um helgina boðar DV greinar um Rússnesku tengsl Björgólfa, og þá hlýtur þetta mál að koma til umræðu. 

Við sjáum hvað setur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.9.2009 kl. 20:25

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

..... og höfundur greinanna hjá DV er Halldór Halldórsson ef mig misminnir ekki, sem er vonandi jafnöflugur og sá sem skúbbaði Hafskipsmálinu í den, nema það sé einn og sami maðurinn að tala um sömu kónana, Bjögga og co.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.9.2009 kl. 20:29

13 Smámynd: Valan

Já það er vonandi að það verði almennileg umræða um þetta mál - ég bíð spennt eftir að heyra (hvort það verði einhver) viðbrögð við grein DV.

Annars innilega til hamingju með væntanlega sonardóttur.

Valan, 23.9.2009 kl. 21:16

14 identicon

Ég hef ekki lesið fyrri greinar þínar en mun gera það. En þessa lokagrein las ég. Smáinnlegg byggt á þessum orðum þínum: ..."íslensk stjórnvöld vita af því"... Á fyrstu dögunum eftir 6. október var Icesave snúið frá því að vera spurning um lagatúlkun yfir í að vera pólitískt þrætuepli og það var auðvitað engin tilviljun. Það var engin tilviljun að Morgunblaðsgreinar Lárusar Blöndal og Stefáns Más Stefánssonar voru hunsar. Þá var það ekki tilviljun að ráðleggingar John Perkins og Michael Hudson voru ekki talar svaraverðar. Það var engin tilviljun að viðvaranir að utan allt frá árinu 2006 voru hunsaðar. Það var engin tilviljun að enginn átti að fá að sjá Icesave-nauðungarsamninga. Að síðustu það er engin tilviljun að stjórnvöld fást ekki til að upplýsa um stöðu Icesave-málsins eftir að Hollendingar og Bretar hafa lesið fyrirvarana. Og það er hugsanlega heldur engin tilviljun að stórgóð grein Völu Andrésdóttur á blogginu hennar í gær hefur ekki enn náð inn á fréttastofu RÚV.

Helga (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:53

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nákvæmlega Helga, og takk fyrir innlit.

Þetta styður líka þetta "grunsamlega máttlausa baráttuþrek" fólks sem vill telja sig Íslendinga, og hafa hingað til verið talin til helstu baráttujaxla stjórnmálanna. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.9.2009 kl. 00:13

16 identicon

Heil og sæl; Jenný Stefanía - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Algerlega þýðingarlaust; sem tilgangslaust, að skella sökum vestrænna heimsvaldasinna, á hruninu hér heima, á Rússland, kæra vinkona.

Þessi ráðgjörð; var öll, runnin unda rifjum Pentagon-Brussel-Berlínar samteyp unnar, gott fólk - og einungis liður í, að koma höggi á Rússneska Sambands ríkið, til að fela glæpi nýlenduveldanna, um víða veröld - og; dreifa athyglinni, frá soranum (AGS/ESB/NATÓ); hvern; sumir Íslendingar, vilja flatir undirleggjast, (og liggja undir hluta þess // AGS/NATÓ) með vonir um sporslur ýmsar.

Með; þunglegum kveðjum, en kveðjum samt - gott fólk, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 02:02

17 identicon

og; fyrirfram hamingju óskir, til þinnar fjölskyldu, með ófædda meðliminn, Jenný mín !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 02:16

18 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heill og sæll Óskar Helgi,

þar dazt þú í óviskubrunninn; sem ég taldi reyndar að þú myndir aldrei reka nefið í; hvað þá drekka úr honum.

Óskiljanlegt með öllu er að þú skulir túlka þetta glósupár sem sakbendingu á heilt land Rússland því merka menningarlandi.  Það væri til jöfnunar á þeirri aldeilis óbæru að Hollendingar og Bretar teldu "Ísland" seka af æsseif græðgi sinni, sannarlega Óskar minn. En bíddu við þessir sömu fyrrverandi nýlenduríki eru einmitt að skella þeirri dauðasök á landið okkar, án neinnar viðspyrnu frá stjórnvöldum.

Það eru "rússneskir skítugir peningar" svikulla mafíuósa, sem víla ekki við sig að skjóta mann og annan í hausinn fyrir mismæli eða misskilning á borð við þinn Óskar minn; sem ég tel að hafi verið upphafið á allri þeirri óráðsíu og ógæfu sem gekk yfir Ísafoldu s.l. áratug.

Vona; að þú sjáir ljósið svo þunglamalegar kveðjur þínar megi léttast fljótt.

Bestu kveðjur í Árnesþing sí og æ.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.9.2009 kl. 02:21

19 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

... og þakka þér fyrir fyrirfram hamingju óskirnar Óskar minn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.9.2009 kl. 03:45

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir góða færslu, ég hafði ekki tíma til þess að lesa hana í gær. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 00:55

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mjög athyglisverð færsla Jenný.  Það er gott til þess að hugsa að þinn ættleggur sé að fjölga sér og vonandi dafnar hann vel. 

 Þarf ekki einhver að tala við Evu Joly?

Sigurður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband