Út fyrir allan þjófabálk

að kalla fjársvik og þjófnað; "persónulegan harmleik" eins og kom fram hjá talsmanni Valhallar á RUV. 

Sjálfskapandi víti; getur verið harmleikur fyrir ástvini viðkomandi, en aldrei má "réttlæta" fjársvik og þjófnað með persónulegum harmleik, þó slíkt geti verið ákveðin skýring á athæfinu.

Mér finnst það móðgun og virðingarleysi við þá sem eiga við raunverulegan harmleik að glíma.

Þjófar finnast í öllum stéttum, stærðum og gerðum.  Alveg óþarfi fyrir Valhöll að mála þetta öðrum litum.

Fjallaði um "mannlegan harmleik" í þessum pistli.


mbl.is Grunaður um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fréttafluttningur Stöðvar 2var til skammar af þessu máli,svo eiga menn að ekki að vera með aðdróttanir og dóma.       

Vilhjálmur Stefánsson, 15.4.2011 kl. 20:00

2 identicon

Heil og sæl; Jenný Stefanía - og aðrir gestir, þínir !

Reyndar; gildir einu, á hvaða FLOKKS skrifstofu, viðkomandi hefir starfað, allra sízt, er hægt að réttæta gjörðir svona manna, á tímum bónbjarga og gæfuleysis þess, sem nú ríkir, hér á Fróni.

Vilhjálmur ''Sjálfstæðismaður'' !

Þrátt fyrir; marg sannaða bjögun Stöðvar 2, í margvíslegum fráttaflutningi, ættir þú, að biðja okkur Jenný Stefaníu - sem og; aðra samlanda þína afsök unar á, að vera meðlimur, í einhverjum allra versta hryðjuverka- og skemmd arverka FLOKKI landsins, ágæti drengur.

Þó svo; lítt hallist á, með hina 3, svo sem, unz;; Sigmundi Davíð takist, á afar sannfærandi máta, á GERILSNEYÐA sína samkundu, af illgresi undanfarinna ára- og áratuga (Halldór - Finn - Valgerði og Siv; m.a.).

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 20:34

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Slæ Jenný.

Þjófar eru og verða alltaf þjófar og skiptir engu máli hverjir reyna að bera blak af þeim.

Það sem hrjáir samfélagið í dag er að fólk virðist ennþá setja þjófa í flokka eftir "mannvirðingum." Ef þú hefur einhvern fínan tiltil og gengur í fallegum fötum leyfist þér nánast allt. Það er eins og breitt sé teppi yfir þig, stundir þú þessa alræmdu þjóðaríþrótt margra auðmanna á Íslandi að vera þjófur.

En að stela sér súpudós í sárri neið ertu aftur á móti alvöru þjófur í samfélagi nútímans, og svo mikill þjófur að það kemst í blöðin, þú ferð í steininn, og engin miskunn sýnd.

  Persónulegur harmleikur liggur , eins og þú segir Jenný, ekki í óheiðarleika manna sem græðgin hefur náð tökum á, heldur í afleiðingum gerða þeirra, eins og má svo auðveldlega sjá svo víða í samfélaginu í dag.

Það er persónulegur harmleikur að vera venjuleg dugleg fjölskylda á miðjum aldri, hafa sýnt ráðdeild og dugnað í hvívetna, en lenda svo í afleiðingum "Þjófnaðarins" þessa eina og sanna, sem mér sýnist varla minnst á sem þjófnað lengur, og sú afleiðing kallar á að standa í matarbiðröðum og skorti á flestum hlutum, vera stótskuldugur upp fyrir haus og hafa engin ráð til varnar sínum sóma.

Þetta kallar á upplausn fjölskyldna, hjónaskilnaði og jafnvel sjálfsvíg, en það er eins og öllum sé sama. Ef til vill er þetta bara svo algengt að það er ekki spennandi lengur. Spyr sá sem ekki skilur. 

En að bera á borð fyrir mann að það sé persónulegur harmleikur að einhver "uppi"í góðri aðstöðu, sem stelur úr þeim sjóðum sem honum er trúað fyrir  sé að takast á við persónulegan harmleik er bara rugl. Harmleikurinn þarna liggur í hreinni græðgi, og blessuð græðgin virðist orðin svo samofin  samfélaginu að  fólk verður bara flaumósa komist um um svona kujona, og gerir allt til að breiða teppið vel og vandlega yfir hann. Er þetta Andorra eða Ísland?

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.4.2011 kl. 02:08

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fyrirgefðu Jenný mín, auðvitað átti þetta að byrja á sæl. En úr því að svona illa tókst til ætla ég að aukavið og segja upp á nýtt, Komdu nú sæl og blessuð Jenný!

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.4.2011 kl. 02:13

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heil og sæl öll

Vilhjálmur; sá ekki þessar fréttir sem þú vísar í, aðeins það sem stóð á fréttavef RÚV, sem var kveikjan að pistlinum. Ég fjallaði líka um meintan "persónulegan harmleik" sendirráðsstarfsmanns í Austurríki sem rakaði milljónum undir sinn handarkrika í skjóli "persónulegs harmleiks".  Harmleikurinn í mínum huga var frekar glóruleysi bókhalds sendirráðsins og utanríkisráðuneytis að láta þetta viðgangast í langan tíma.  En þessar hugleiðingar falla ekki undir aðdróttanir að neinu leyti.

Óskar Helgi, heill og sæll;  oh afsakanir verða hvorki étnar né tuggnar, nema þeim fylgi hressilegur heimamundur, sem ekki er í sjónmáli frá neinum þessara sem þú nefnir svo sem.  En hressilegur ávallt og ósvikinn!  Með kveðjum til frænda og fjenda í Árnesþingi

Bergljót mín;  tek undir þessa fínu hugleiðingu þína, minn skilningur á persónulegum harmleik;  þegar fólk verður fyrir áföllum í lífinu, sem það gat hvorki haft fyrirbyggjandi áhrif á né komið í veg fyrir, þó reynt væri.   Þetta getur átt við um allan harmleik, sem felur í sér ótímabæran dauða, veikindi og ofbeldi hvers konar.   Fjárdráttur og hvítflibbaglæpir sem knúinn er af græðgi og fíkn er þjófnaður, óþarfi að orðlengja það. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.4.2011 kl. 04:15

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hundraðprósent sammála. Ég þekki fullt af fólk sem hefur verið leikið harmi, fólki sem hefur á við fjárhagsleg vandamál o.s.frv. án þess að bregðast í trúnaðarstörfum eða gerst sekt um þjófnað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.4.2011 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband